Mark Alberts var raunar eina marktilraun Genoa sem rataði á rammann í kvöld en heimamenn í Bologna sóttu nánast án afláts allan leikinn en Josep Martínez markvörður Genoa varði eins og berserkur.
Það var ekki fyrr en á 5. mínútu uppbótartíma sem varnarmaðurinn Lorenzo De Silvestri náði að koma boltanum í netið og bjargaði stigi fyrir heimamenn.
Bologna menn líta eflaust á úrslitin sem töpuð stig en liðið er í hörku baráttu í efri helmingi deildarinnar, í 5. sæti með 32 stig eftir 19 leiki og hefði getað komast yfir Fiorentina með sigri í kvöld. Genoa aftur á móti siglir nokkuð lygnan sjó um miðja deild í 12. sæti.