Félagslækningar og frelsi til bata Elsa Kristín Sigurðardóttir skrifar 5. janúar 2024 17:30 Umræðan um skaðaminnkandi lyfjameðferðir síðustu vikur hefur litast mikið af hinu læknisfræðilega módeli. Að horfa bara á líkamlegu hlið sjúkdóma kemur okkur ekki langt í heilsueflingu. Það er misjafnt hve mikil áhrif veikindi hafa á umhverfi okkar og það er mjög misjafnt hve vel samfélagið sýnir hinum mismunandi áskorunum veikinda skilning og stuðning. Skaðinn sem fíknivandi veldur er sjaldnast bara líkamlegur. Ef svo væri myndu mínir skjólstæðingar og þeirra fjölskyldur líklega ná bata mun fyrr. Fíknisjúkdómurinn tekur yfir líf fólks og öll samskipti þess. Þessi sjúkdómur umturnar öllum fjölskyldum og skilur eftir sig heldjúp sár þar sem erfitt er að finna vonina. Oftast þurfa margir þættir að koma saman þegar einstaklingur veikist af fíknisjúkdómi og að sama skapi er bataferlið flókið. Það krefst þess að margir þættir virki saman og á réttum tíma. Þetta hefur verið starf mitt síðustu ár – að berjast fyrir réttum stuðningi á réttum tíma en umfram allt að finna og halda í vonina. Það eru ýmsar meðferðir í boði, en þær henta ekki öllum. Þetta vitum við sem störfum á vettvangi. Leiðin sem Árni Tómas læknir hefur boðið upp á fyrir þá sem að hafa marg- og fullreynt allar aðrar leiðir hefur veitt fólki með fjölþættan og alvarlegan vímuefnavanda frelsi til að ná andanum og byrja að vinna í sínum bata. Oft eru fyrstu og stærstu skrefin í þeim bata félagsleg og það að ná stjórn á aðstæðum sínum. Þetta eru ekki nákvæmlega sömu lyf og flestar aðrar stofnanir bjóða upp á en þetta eru allt keimlík efni. Stóri munurinn er að meðferðin sem Árni veitir bíður skjólstæðingnum upp á að stýra sinni meðferð að einhverju leyti sjálfum, velja lyf sem henta þeim best og taka á þeim tíma sem gagnast best. Þetta er frelsi sem flestir telja sjálfsagt, en því miður virðist forræðishyggjan í samfélaginu enn vera yfirsterkari þegar kemur að þeim sem glíma við þennan sjúkdóm. Ótti samfélagsins og þörfin til að stjórna má ekki hefta frelsi einstaklinga til að leita sér bata. Þó til séu meðferðarúrræði sem gefið hafa góða raun þá er ekki þar með sagt að þau hjálpi og henti öllum og ættu þau ekki að útiloka önnur úrræði. Heilbrigði þýðir ekki að vera laus við sjúkdóma. Margir sjúkdómar krefjast þess að við lærum að lifa með þeim. Við finnum leiðir til þess að veikindin hafi sem minnst áhrif svo við sjálf fáum tímann og plássið í lífum okkar. Þetta gerum við ekki meðan við erum einangruð eða jaðarsett. Þetta gerum við í tengslum við okkar nánustu, virk og sjáanleg í samfélaginu og með stuðningi heilbrigðiskerfisins. Þannig næst raunverulegt heilbrigði og aukning lífsgæða. Mín von er sú að hlustað verði á þá sem þekkja til – einstaklingana sem hafa reynslu af meðferðinni og þverfaglegu vettvangsstarfsmennina sem sjá árangurinn, frelsið og lífsgæðabætinguna hjá fólki sem glímir við fíknivanda. Höfundur er vettvangs-hjúkrunarfræðingur með M.Sc. í hnattrænni heilsu og félagslegu réttlæti frá King's College London. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fíkn Lyf Mest lesið Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson Skoðun Nú þurfa foreldrar að vera hugrakkir Jón Pétur Zimsen Skoðun Landsvirkjun semur lög um bráðabirgðavirkjanir Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun Útúrsnúningur um „gigg-hagkerfið“ Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Við erum ennþá minni fiskur nú! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Brýn þörf á auknum fjárveitingum vegna sjávarflóða Anton Guðmundsson Skoðun Sjálfbærni í stað sóunar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Árangur Eden stefnunnar - fimmtán ára saga á Íslandi Sigrún Huld Þorgrímsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mikilvægi tjáningar erfiðrar reynslu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ný sýn á almenningssjónvarp í almannaþágu, eða hvað? Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir skrifar Skoðun Nú þurfa foreldrar að vera hugrakkir Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Að vera manneskja Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Útúrsnúningur um „gigg-hagkerfið“ Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Árangur Eden stefnunnar - fimmtán ára saga á Íslandi Sigrún Huld Þorgrímsdóttir skrifar Skoðun Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Brýn þörf á auknum fjárveitingum vegna sjávarflóða Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni í stað sóunar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Landsvirkjun semur lög um bráðabirgðavirkjanir Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Við erum ennþá minni fiskur nú! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Umræðan um skaðaminnkandi lyfjameðferðir síðustu vikur hefur litast mikið af hinu læknisfræðilega módeli. Að horfa bara á líkamlegu hlið sjúkdóma kemur okkur ekki langt í heilsueflingu. Það er misjafnt hve mikil áhrif veikindi hafa á umhverfi okkar og það er mjög misjafnt hve vel samfélagið sýnir hinum mismunandi áskorunum veikinda skilning og stuðning. Skaðinn sem fíknivandi veldur er sjaldnast bara líkamlegur. Ef svo væri myndu mínir skjólstæðingar og þeirra fjölskyldur líklega ná bata mun fyrr. Fíknisjúkdómurinn tekur yfir líf fólks og öll samskipti þess. Þessi sjúkdómur umturnar öllum fjölskyldum og skilur eftir sig heldjúp sár þar sem erfitt er að finna vonina. Oftast þurfa margir þættir að koma saman þegar einstaklingur veikist af fíknisjúkdómi og að sama skapi er bataferlið flókið. Það krefst þess að margir þættir virki saman og á réttum tíma. Þetta hefur verið starf mitt síðustu ár – að berjast fyrir réttum stuðningi á réttum tíma en umfram allt að finna og halda í vonina. Það eru ýmsar meðferðir í boði, en þær henta ekki öllum. Þetta vitum við sem störfum á vettvangi. Leiðin sem Árni Tómas læknir hefur boðið upp á fyrir þá sem að hafa marg- og fullreynt allar aðrar leiðir hefur veitt fólki með fjölþættan og alvarlegan vímuefnavanda frelsi til að ná andanum og byrja að vinna í sínum bata. Oft eru fyrstu og stærstu skrefin í þeim bata félagsleg og það að ná stjórn á aðstæðum sínum. Þetta eru ekki nákvæmlega sömu lyf og flestar aðrar stofnanir bjóða upp á en þetta eru allt keimlík efni. Stóri munurinn er að meðferðin sem Árni veitir bíður skjólstæðingnum upp á að stýra sinni meðferð að einhverju leyti sjálfum, velja lyf sem henta þeim best og taka á þeim tíma sem gagnast best. Þetta er frelsi sem flestir telja sjálfsagt, en því miður virðist forræðishyggjan í samfélaginu enn vera yfirsterkari þegar kemur að þeim sem glíma við þennan sjúkdóm. Ótti samfélagsins og þörfin til að stjórna má ekki hefta frelsi einstaklinga til að leita sér bata. Þó til séu meðferðarúrræði sem gefið hafa góða raun þá er ekki þar með sagt að þau hjálpi og henti öllum og ættu þau ekki að útiloka önnur úrræði. Heilbrigði þýðir ekki að vera laus við sjúkdóma. Margir sjúkdómar krefjast þess að við lærum að lifa með þeim. Við finnum leiðir til þess að veikindin hafi sem minnst áhrif svo við sjálf fáum tímann og plássið í lífum okkar. Þetta gerum við ekki meðan við erum einangruð eða jaðarsett. Þetta gerum við í tengslum við okkar nánustu, virk og sjáanleg í samfélaginu og með stuðningi heilbrigðiskerfisins. Þannig næst raunverulegt heilbrigði og aukning lífsgæða. Mín von er sú að hlustað verði á þá sem þekkja til – einstaklingana sem hafa reynslu af meðferðinni og þverfaglegu vettvangsstarfsmennina sem sjá árangurinn, frelsið og lífsgæðabætinguna hjá fólki sem glímir við fíknivanda. Höfundur er vettvangs-hjúkrunarfræðingur með M.Sc. í hnattrænni heilsu og félagslegu réttlæti frá King's College London.
Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir Skoðun
Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun
Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir skrifar
Skoðun Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson skrifar
Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar
Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir Skoðun
Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun