Mennska og mannréttindi Sigurvin Lárus Jónsson skrifar 5. janúar 2024 23:34 Kristin kirkja er frá upphafi pólitísk hreyfing. Boðskapur Jesú fjallaði um valdskipulag ráðandi afla og hann boðaði hugarfarsbyltingu. Boðskapurinn er að Guð upphefji fátæka, útlendinga, sjúka og valdslausa, og standi gegn þeim sem loka eyrum sínum og hjörtum fyrir aðstæðum þeirra. Sagan af Jesú frá jólum til páska er í grunninn valdgreining. Sagan hefst með veraldlegum valdshöfum við fæðingu Jesú, Heródesi konungi og Ágústusi keisara, og endar á pólitískum réttarhöldum og aftöku þegar Jesús er sendur á milli Pontíusar og Pílatusar. Biblíusögur eru best notaðar sem hjálpartæki til að setja okkur í spor þeirra sem við annars myndum ekki samsama okkur við, annaðhvort vegna þess að viðkomandi eru okkur framandi í uppruna eða vegna þess að reynsluheimur þeirra er eðlisólíkur okkar. Undanfarin jól hafa kirkjur um allan heim haldið því til haga að fjölskylda Jesú var á hrakhólum með nýfætt barn, þau voru flóttamenn í eiginlegum skilningi, ég þar á meðal. Ekki nægilega þó, segja leikarnir Benedikt Erlingsson og Halldóra Geirharðsdóttir, í jóla-ádeilu í herferð fyrir félagasamtökin Réttur barna á flótta þar sem hinn fyrnefndi í gervi starfsmanns útlendingastofnunar segir: „Sem betur fer, og það mega íslenskir prestar eiga, þeir eru ekki mikið að tala um þetta um jólin“. Kristin trú er pólitísk vegna þess að hún krefur fylgjendur sína að horfa aldrei framhjá mennskunni og gerir róttæka kröfu um samtöðu með öðrum, sérstaklega þeim sem standa okkur fjær í félagslegu tilliti. Það er erindi Biblíunnar í heild. Sögur hebresku Biblíunnar byrja á því að segja allt mannkyn tilheyra sömu fjölskyldu, erfðafræðin hefur staðfest það. Það þýðir að hælisleitendur sem hingað leita eru systur mínar og bræður. Í lagaákvæðum Mósebóka er að finna perlur á borð við kærleiksboðorðið „Þú skalt elska náunga þinn eins og sjálfan þig“ (3M 19.18) og eftirfarandi texta: „Aðkomumaður, sem dvelur hjá ykkur, skal njóta sama réttar og innborinn maður. Þú skalt elska hann eins og sjálfan þig því að þið voruð aðkomumenn í Egyptalandi“ (3M 19.33-34). Krafan er skýr, kallast í dag mannréttindi, en merkilegri þó er ástæðan sem er gefin: forfeður þínir voru eitt sinn í sömu aðstæðum og þú. Það eru ekki tvær aldir síðan fimmtungur Íslendinga flúði til Vesturheims undan harðindum á Íslandi. Það þýðir að forfeður mínir deildu kjörum með hælisleitandanum sem borin var út nú haust. Þá gerir Kristur kröfu um að í hverjum sem við mætum sé að finna það sem við leitum að í lífinu. „Sannlega segi ég yður: Allt sem þér gerðuð ekki einum minna minnstu bræðra, það hafið þér ekki heldur gert mér.“ Krafan er algild, að mennskan ráði för í hvert sinn sem við mætum fólki í þörf og að þegar þú horfir í augu náungans, horfi Kristur sjálfur á þig til baka. Það þýðir að útlendingurinn sem hingað er kominn er Kristur sjálfur kominn í heimsókn. Það er síðan okkar að svara, hvort hann sé velkominn eða skuli vísað úr landi? Höfundur er prestur við fríkirkjuna í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurvin Lárus Jónsson Mest lesið Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Sjá meira
Kristin kirkja er frá upphafi pólitísk hreyfing. Boðskapur Jesú fjallaði um valdskipulag ráðandi afla og hann boðaði hugarfarsbyltingu. Boðskapurinn er að Guð upphefji fátæka, útlendinga, sjúka og valdslausa, og standi gegn þeim sem loka eyrum sínum og hjörtum fyrir aðstæðum þeirra. Sagan af Jesú frá jólum til páska er í grunninn valdgreining. Sagan hefst með veraldlegum valdshöfum við fæðingu Jesú, Heródesi konungi og Ágústusi keisara, og endar á pólitískum réttarhöldum og aftöku þegar Jesús er sendur á milli Pontíusar og Pílatusar. Biblíusögur eru best notaðar sem hjálpartæki til að setja okkur í spor þeirra sem við annars myndum ekki samsama okkur við, annaðhvort vegna þess að viðkomandi eru okkur framandi í uppruna eða vegna þess að reynsluheimur þeirra er eðlisólíkur okkar. Undanfarin jól hafa kirkjur um allan heim haldið því til haga að fjölskylda Jesú var á hrakhólum með nýfætt barn, þau voru flóttamenn í eiginlegum skilningi, ég þar á meðal. Ekki nægilega þó, segja leikarnir Benedikt Erlingsson og Halldóra Geirharðsdóttir, í jóla-ádeilu í herferð fyrir félagasamtökin Réttur barna á flótta þar sem hinn fyrnefndi í gervi starfsmanns útlendingastofnunar segir: „Sem betur fer, og það mega íslenskir prestar eiga, þeir eru ekki mikið að tala um þetta um jólin“. Kristin trú er pólitísk vegna þess að hún krefur fylgjendur sína að horfa aldrei framhjá mennskunni og gerir róttæka kröfu um samtöðu með öðrum, sérstaklega þeim sem standa okkur fjær í félagslegu tilliti. Það er erindi Biblíunnar í heild. Sögur hebresku Biblíunnar byrja á því að segja allt mannkyn tilheyra sömu fjölskyldu, erfðafræðin hefur staðfest það. Það þýðir að hælisleitendur sem hingað leita eru systur mínar og bræður. Í lagaákvæðum Mósebóka er að finna perlur á borð við kærleiksboðorðið „Þú skalt elska náunga þinn eins og sjálfan þig“ (3M 19.18) og eftirfarandi texta: „Aðkomumaður, sem dvelur hjá ykkur, skal njóta sama réttar og innborinn maður. Þú skalt elska hann eins og sjálfan þig því að þið voruð aðkomumenn í Egyptalandi“ (3M 19.33-34). Krafan er skýr, kallast í dag mannréttindi, en merkilegri þó er ástæðan sem er gefin: forfeður þínir voru eitt sinn í sömu aðstæðum og þú. Það eru ekki tvær aldir síðan fimmtungur Íslendinga flúði til Vesturheims undan harðindum á Íslandi. Það þýðir að forfeður mínir deildu kjörum með hælisleitandanum sem borin var út nú haust. Þá gerir Kristur kröfu um að í hverjum sem við mætum sé að finna það sem við leitum að í lífinu. „Sannlega segi ég yður: Allt sem þér gerðuð ekki einum minna minnstu bræðra, það hafið þér ekki heldur gert mér.“ Krafan er algild, að mennskan ráði för í hvert sinn sem við mætum fólki í þörf og að þegar þú horfir í augu náungans, horfi Kristur sjálfur á þig til baka. Það þýðir að útlendingurinn sem hingað er kominn er Kristur sjálfur kominn í heimsókn. Það er síðan okkar að svara, hvort hann sé velkominn eða skuli vísað úr landi? Höfundur er prestur við fríkirkjuna í Reykjavík.
Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun