Guðmundur Franklín vill Bjarna á Bessastaði Jón Þór Stefánsson skrifar 8. janúar 2024 20:51 Guðmundur Franklín Jónsson bauð sig fram til embættis forseta Íslands árið 2020. Vísir/Vilhelm Guðmundur Franklín Jónsson segist ekki liggja undir feldi þessa stundina og íhuga forsetaframboð. Hann segist ekki stefna á að gera slíkt aftur. Aðspurður segist hann ekki hafa talið að hann ætti séns í forsetakosningunum 2020. „Ég er ekki að fara að bjóða mig fram,“ segir Guðmundur. „Ég var bara að gera mína lýðræðislegu skyldu að hafa kosningar í landinu. Þetta embætti á ekki að vera á færibandi.“ Guðmundur Franklín bauð sig fram til forseta árið 2020 og hlaut 7,6 prósent atkvæða gegn Guðna Th. Jóhannessyni, fráfarandi forseta. Í kjölfarið stofnaði hann stjórnmálaflokk, Frjálslynda lýðræðisflokkinn, og bauð sig fram til Alþingis árið 2021, en komst ekki á þing. Fjölskyldan og peningar mikilvægir Í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag ræddi Guðmundur um þau ráð sem hann gefur þeim sem ætla sér á Bessastaði eða eru að íhuga forsetaframboð. „Þú gerir þetta ekkert nema þú fáir leyfi frá þínum nánustu. Fyrst og fremst er það fjölskyldan sem verður að standa á bak við þig. Annars getur þú ekki gert þetta vel.“ Þá segir Guðmundur að peningur sé líka mikilvægur ætli maður sér í framboð. Hann segir að það þurfi á bilinu fimm til tíu milljónir króna. „Þú þarft að koma þér á framfæri. Þú þarft að nota hvert einasta tækifæri til að auglýsa þig því þú hefur svo skamman tíma til að kynna þig.“ Guðmundur segir að vegna þess að tíminn sé svo skammur þá sé betra fyrir þjóðþekktur. Þá fari minni vinna í að kynna sjálfan sig. „Þú átt ekki að líta á þetta þannig að þú vitir að þú sért að fara að sigra. Ef menn hafa áhuga á að reyna við að verða forseti Íslands þá verður þú að vera heill í því,“ segir Guðmundur spurður um ráð. „Þú verður að reyna að koma þér í fjölmiðla hvar sem er og hvernig sem er.“ Einnig minnist Guðmundur á að best sé að fara um landið. „Til þess að hitta fólkið, tala við það, heyra hvað það vill.“ Að sögn Guðmundar er ekki hægt að vera í annarri vinnu á meðan maður er í forsetaframbjóðandi. „Þú verður eiginlega að taka þér frí og þú verður að koma þér upp liðsveit, og helst skrifstofuaðstöðu einhvers staðar.“ Vill Bjarna á Bessastaði Aðspurður um hvern hann vilji sjá sem næsta forseta nefnir Guðmundur utanríkisráðherra, Bjarna Benediktsson. „Ég hugsa að hann myndi vinna þetta einn, tveir og þrír. Ég myndi kjósa hann hiklaust,“ segir Guðmundur, sem viðurkennir að hann hefur ekki kynnt sér þá frambjóðendur sem eru þegar komnir fram. Forsetakosningar 2020 Forsetakosningar 2024 Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri fréttir Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Sjá meira
„Ég er ekki að fara að bjóða mig fram,“ segir Guðmundur. „Ég var bara að gera mína lýðræðislegu skyldu að hafa kosningar í landinu. Þetta embætti á ekki að vera á færibandi.“ Guðmundur Franklín bauð sig fram til forseta árið 2020 og hlaut 7,6 prósent atkvæða gegn Guðna Th. Jóhannessyni, fráfarandi forseta. Í kjölfarið stofnaði hann stjórnmálaflokk, Frjálslynda lýðræðisflokkinn, og bauð sig fram til Alþingis árið 2021, en komst ekki á þing. Fjölskyldan og peningar mikilvægir Í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag ræddi Guðmundur um þau ráð sem hann gefur þeim sem ætla sér á Bessastaði eða eru að íhuga forsetaframboð. „Þú gerir þetta ekkert nema þú fáir leyfi frá þínum nánustu. Fyrst og fremst er það fjölskyldan sem verður að standa á bak við þig. Annars getur þú ekki gert þetta vel.“ Þá segir Guðmundur að peningur sé líka mikilvægur ætli maður sér í framboð. Hann segir að það þurfi á bilinu fimm til tíu milljónir króna. „Þú þarft að koma þér á framfæri. Þú þarft að nota hvert einasta tækifæri til að auglýsa þig því þú hefur svo skamman tíma til að kynna þig.“ Guðmundur segir að vegna þess að tíminn sé svo skammur þá sé betra fyrir þjóðþekktur. Þá fari minni vinna í að kynna sjálfan sig. „Þú átt ekki að líta á þetta þannig að þú vitir að þú sért að fara að sigra. Ef menn hafa áhuga á að reyna við að verða forseti Íslands þá verður þú að vera heill í því,“ segir Guðmundur spurður um ráð. „Þú verður að reyna að koma þér í fjölmiðla hvar sem er og hvernig sem er.“ Einnig minnist Guðmundur á að best sé að fara um landið. „Til þess að hitta fólkið, tala við það, heyra hvað það vill.“ Að sögn Guðmundar er ekki hægt að vera í annarri vinnu á meðan maður er í forsetaframbjóðandi. „Þú verður eiginlega að taka þér frí og þú verður að koma þér upp liðsveit, og helst skrifstofuaðstöðu einhvers staðar.“ Vill Bjarna á Bessastaði Aðspurður um hvern hann vilji sjá sem næsta forseta nefnir Guðmundur utanríkisráðherra, Bjarna Benediktsson. „Ég hugsa að hann myndi vinna þetta einn, tveir og þrír. Ég myndi kjósa hann hiklaust,“ segir Guðmundur, sem viðurkennir að hann hefur ekki kynnt sér þá frambjóðendur sem eru þegar komnir fram.
Forsetakosningar 2020 Forsetakosningar 2024 Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri fréttir Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Sjá meira