Hafa enga trú á okkar konu á Wodapalooza Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. janúar 2024 11:01 Bergrós Björnsdóttir fær tækifæri til að keppa við margar af þeim bestu í heimi en fyrirfram er ekki búist við miklu af henni ef marka má styrkleikaröðun keppenda. @bergrosbjornsdottir Íslendingar eiga einn fulltrúa í einstaklingskeppninni á Wodapalooza CrossFit mótinu í Miami í Bandaríkjunum. Bergrós Björnsdóttir þáði boð um að færa sig úr unglingakeppninni yfir í keppni kvenna. Þetta er eitt af stóru CrossFit mótum ársins og krefjandi byrjun á árinu hjá þessari sextán ára gömlu Selfossmær. Mótið hefst 11. janúar næstkomandi og klárast þremur dögum síðar. Bergrós varð í þriðja sæti í flokki 16 til 17 ára á síðustu heimsleikum en þetta verður hennar fyrsta alþjóðlega mót í flokki fullorðinna. Það er aftur á móti óhætt að segja að væntingarnar séu ekki miklar til okkar konu á mótinu í ár. BFriendly Fitness vefurinn styrkleikaraðaði öllum keppendunum á mótinu. 39 karlar og 40 konur keppa þar um sigurinn og sigurvegararnir fá 75 þúsund dollara hvor eða 10,3 milljónir íslenskra króna. Heildarverðlaunafé mótsins er 312 þúsund dollarar eða 43 milljónir króna. Í þessari styrkleikaröðun var Bergrós sett í fertugasta og síðasta sætið hjá konunum. BFriendly Fitness hefur því enga trú á okkar konu á Wodapalooza. Það þýðir auðvitað bara eitt eða að nú er leiðin bara upp á við hjá Bergrós, tími til að sanna sig. Það verður því fróðlegt að sjá hvort hún sýni þeim á BFriendly að þeir eru á villigötum með styrkleikamati sínu á þessari sterku og stórefnilegu stelpu. Þetta líka mjög dýrmæt reynsla fyrir framhaldið hjá Bergrós sem ætlar sér stóra hluti á þessu ári. Bergrós varð Íslandsmeistari kvenna í CrossFit í október og fyrir tæpu ári vann hún Reykjarvíkurleikana við hlið Anníe Mist Þórisdóttur. View this post on Instagram A post shared by B.FRIENDLY FITNESS (@bfriendlyfitness) CrossFit Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fótbolti Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Fótbolti Fleiri fréttir Fékk tveggja vikna bann og sekt fyrir að hrinda starfsmanni lyfjaeftirlits Dagleg mótmæli trufla Spánarhjólreiðarnar Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Vann Ólympíusilfur en ætlar núna að keppa á Steraleikunum Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Yankees heiðruðu Charlie Kirk Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Ómar Ingi fór áfram hamförum Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Álftanes mætir stórliði Benfica „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ Sjá meira
Þetta er eitt af stóru CrossFit mótum ársins og krefjandi byrjun á árinu hjá þessari sextán ára gömlu Selfossmær. Mótið hefst 11. janúar næstkomandi og klárast þremur dögum síðar. Bergrós varð í þriðja sæti í flokki 16 til 17 ára á síðustu heimsleikum en þetta verður hennar fyrsta alþjóðlega mót í flokki fullorðinna. Það er aftur á móti óhætt að segja að væntingarnar séu ekki miklar til okkar konu á mótinu í ár. BFriendly Fitness vefurinn styrkleikaraðaði öllum keppendunum á mótinu. 39 karlar og 40 konur keppa þar um sigurinn og sigurvegararnir fá 75 þúsund dollara hvor eða 10,3 milljónir íslenskra króna. Heildarverðlaunafé mótsins er 312 þúsund dollarar eða 43 milljónir króna. Í þessari styrkleikaröðun var Bergrós sett í fertugasta og síðasta sætið hjá konunum. BFriendly Fitness hefur því enga trú á okkar konu á Wodapalooza. Það þýðir auðvitað bara eitt eða að nú er leiðin bara upp á við hjá Bergrós, tími til að sanna sig. Það verður því fróðlegt að sjá hvort hún sýni þeim á BFriendly að þeir eru á villigötum með styrkleikamati sínu á þessari sterku og stórefnilegu stelpu. Þetta líka mjög dýrmæt reynsla fyrir framhaldið hjá Bergrós sem ætlar sér stóra hluti á þessu ári. Bergrós varð Íslandsmeistari kvenna í CrossFit í október og fyrir tæpu ári vann hún Reykjarvíkurleikana við hlið Anníe Mist Þórisdóttur. View this post on Instagram A post shared by B.FRIENDLY FITNESS (@bfriendlyfitness)
CrossFit Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fótbolti Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Fótbolti Fleiri fréttir Fékk tveggja vikna bann og sekt fyrir að hrinda starfsmanni lyfjaeftirlits Dagleg mótmæli trufla Spánarhjólreiðarnar Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Vann Ólympíusilfur en ætlar núna að keppa á Steraleikunum Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Yankees heiðruðu Charlie Kirk Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Ómar Ingi fór áfram hamförum Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Álftanes mætir stórliði Benfica „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ Sjá meira