Ferðalangarnir fóru á sögulegar slóðir hinna fornu Inka og heimsóttu borgina, Machu Picchu í Perú. Borgin var byggð um miðja 15. öld og er einn vinsælasti ferðamannastaður heims. Þar fóru þau meðal annar í fjallaklifur riðu um á hestum í blíðviðrinu og voru í návist lamadýra.
Á myndskeiði sem Nína Dögg birti á samfélagsmiðlum mátti sjá þegar hópurinn gekk um í ævintýralegum regnskóginum, upp fjallið Montana Wayna Picchu, og naut samverunnar við varðeld að göngu lokinni.
Þá tóku fjölskyldurnar einnig á móti nýju ári saman, prúbúðin og stórglæsileg.

Gísli Örn og Nína Dögg hafa verið á ferðalagi um Suður-Ameríku síðastliðinar vikur ásamt börnum sínum tveimur og birt stórkostalegar myndir á samfélagsmiðlum. Eins og fram hefur komið varð Gísli Örn fimmtugur á meðan á ferð þeirra um álfuna stóð.
Björgólfur þekkir vel til í Suður-Ameríku en hann á fjarskiptafyrirtækið WOM í Chile.
Fjárfestingafélagið Novator sem er í eigu Björgólfs hefur fjárfest í fjarskiptafyrirtækjum víða um heim undanfarin ár. Fyrirtækið kom m.a. að stofnun Nova á Íslandi.