Opnunarleikir Evrópumótsins munu fara fram á Merkur Spiel-Arena, heimavelli Ísaks Bergmanns Jóhannessonar og félaga hans í Fortuna Düsseldorf í þýsku B-deildinni í knattspyrnu. Frakkland og Norður-Makedónía mætast í fyrsta leik mótsins áður en heimamenn í þýska landsliðinu mæta Sviss.
Merkur Spiel-Arena tekur um 54 þúsund manns í sæti á fótboltaleik, en nú hefur vellinum verið breytt í handboltahöll sem tekur um 53 þúsund manns í sæti. Eins og gefur að skilja kostar slík aðgerð tíma og vinnu, en evrópska handknattleikssambandið, EHF, birti myndband á X, áður Twitter, í gær þar sem ferlið er sýnt á aðeins 15 sekúndum.
Turning a football stadium into the biggest handball stage in 15 seconds 🤩🔥#heretoplay #ehfeuro2024 pic.twitter.com/jZETEHBmvi
— EHF EURO (@EHFEURO) January 9, 2024