Mando og Grogu á leið á hvíta tjaldið Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 9. janúar 2024 23:44 Þættirnir um Mando og Grogu hafa leitt af sér aðrar þáttaraðir sem gerast í Star Wars heiminum, Book of Boba Fett og Ahsoka. AP Framleiðslurisinn Disney tilkynnti í dag að bíómynd um sögupersónurnar Mandalorian og Grogu, sem finna má í sjónvarpsþáttunum The Mandalorian sem gerast í Star Wars-heiminum, sé nú í bígerð. Þriðja sería sjónvarpsþáttanna The Mandalorian fór í sýningu á Disney+ efnisveitunni í mars í fyrra en sú fyrsta var frumsýnd árið 2019. Þættirnir fjalla um ævintýri stríðsmannsins Din Djarin, eða Mando, og krúttsprengjunnar Grogu, sem netverjar kalla gjarnan Baby Yoda, þrátt fyrir að Yoda og Grogu séu tvær ólíkar persónur. Velgengni þáttanna hefur greinilega verið talsverð en persónurnar eru nú á leið í bíó. Í tilkynningu frá Disney kemur fram að framleiðsla á bíómyndinni hefjist á þessu ári og að Jon Favreau komi til með að leikstýra, en hann hefur leikstýrt öllum þremur seríunum af Mandalorian-þáttunum. Meðal leikara eru Pedro Pascal, Katee Sackhoff og Carl Weathers. „Ég hef dýrkað að segja sögur úr hinum ríka heimi sem George Lucas skapaði. Tækifærið sem felst í að koma Mandalorian og Grogu, lærlingnum hans, á hvíta tjaldið er vægast sagt spennandi,“ sagði Favreau um verkefnið. Star Wars Disney Bíó og sjónvarp Mest lesið Frumsýning hjá Auðunni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Leikstjórinn James Foley er látinn Lífið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Sígild sumarterta að hætti Dana Lífið Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Lífið Fleiri fréttir Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
Þriðja sería sjónvarpsþáttanna The Mandalorian fór í sýningu á Disney+ efnisveitunni í mars í fyrra en sú fyrsta var frumsýnd árið 2019. Þættirnir fjalla um ævintýri stríðsmannsins Din Djarin, eða Mando, og krúttsprengjunnar Grogu, sem netverjar kalla gjarnan Baby Yoda, þrátt fyrir að Yoda og Grogu séu tvær ólíkar persónur. Velgengni þáttanna hefur greinilega verið talsverð en persónurnar eru nú á leið í bíó. Í tilkynningu frá Disney kemur fram að framleiðsla á bíómyndinni hefjist á þessu ári og að Jon Favreau komi til með að leikstýra, en hann hefur leikstýrt öllum þremur seríunum af Mandalorian-þáttunum. Meðal leikara eru Pedro Pascal, Katee Sackhoff og Carl Weathers. „Ég hef dýrkað að segja sögur úr hinum ríka heimi sem George Lucas skapaði. Tækifærið sem felst í að koma Mandalorian og Grogu, lærlingnum hans, á hvíta tjaldið er vægast sagt spennandi,“ sagði Favreau um verkefnið.
Star Wars Disney Bíó og sjónvarp Mest lesið Frumsýning hjá Auðunni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Leikstjórinn James Foley er látinn Lífið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Sígild sumarterta að hætti Dana Lífið Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Lífið Fleiri fréttir Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira