Settur í fjölmiðlabann tvítugur: Vonandi búinn að þroskast eitthvað Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. janúar 2024 11:01 FH-ingar fagna hér Böðvari Böðvarssyni eftir að hann skoraði í Evrópuleik FH á móti Sporting Braga. EPA-EFE/HUGO DELGADO Knattspyrnumaðurinn Böðvar Böðvarsson segir að ekkert annað lið en FH hafi komið til greina þegar hann samdi við uppeldisfélagið á nýjan leik. Fleiri lið úr Bestu deild karla í fótbolta höfðu áhuga á að semja við hann. „Það kom í rauninni ekkert annað til greina. Það voru einhver lið sem heyrðu í mér í byrjun nóvember. Ég átti samræður við FH og sagði við þá að ég myndi bara tala við þá, alla vegna út desember,“ sagði Böðvar Böðvarsson í samtali við Stefán Árna Pálsson í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Sem betur fer þá komust við að samkomulagi bara nokkuð snemma í desember þannig að það voru aldrei neinar viðræður annars staðar,“ sagði Böðvar. Hann fagnar breytingum á deildinni. „Þetta leggst mjög vel í mig og ég er mjög ánægður með það að það sé búið að fjölga leikjum og að við byrjum fyrr. Það þarf síðan að finna einhverja lausn á þessum grasvandamálum til framtíðar,“ sagði Böðvar. „Ég held að deildin verði jafnari en hún hefur verið síðustu ár. Þetta eru fimm til sex lið sem eru mjög svipuð þótt að Víkingar séu liðið til að vinna þessa stundina. Þeir virðast vera með allt sitt á hreinu og mörgu leiti langbesta og breiðasta leikmannahópinn eins og staðan er núna. Hin liðin í kring eru mjög jöfn og í rauninni er dagsformið að fara að ráða því hvaða lið klífur ofar,“ sagði Böðvar. FH stóð sig betur sumarið 2023 eftir hræðilegt sumar 2022. Sér Böðvar fyrir sér að það sé stígandi í FH og að það geti komist á sama stað og það var á fyrir ekki svo löngu? „Fyrsta skrefið er bara að koma liðinu í Evrópukeppni, bæði upp á fjárhag félagsins en eins upp á almenna stemmningu innan félagsins eftir þetta fallbaráttuár sem þú talar um. Ég fann alveg kvikna á klúbbnum í kringum knattspyrnudeildina á síðasta tímabili. Það er bara tækifæri til að bæta ofan á það núna,“ sagði Böðvar. Böðvar var kynntur til leiks hjá FH um síðustu helgi með skemmtilegu myndbandi. Þar kom meðal annars fram að síðast þegar hann lék með liðinu þá var hann settur í fjölmiðlabann. Síðan þá hefur hann spilað í Danmörku, Póllandi og Svíþjóð. Er Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, búinn að brýna fyrir Böðvari að passa sig í viðtölum? „Hann er meðvitaður um þetta viðtal og sagði við mig á skrifstofunni: Það er eins gott að þú standir þig vel í þessu viðtali. Menn eru alveg meðvitaðir um það að ég á það til að tala af mér. Sjálfur er ég að kófsvitna í þessu viðtali,“ sagði Böðvar. „Ég var í þessu fjölmiðlabanni þegar ég var tvítugur ég ætla rétt að vona það að ég hafi þroskast eitthvað á þessum níu árum. Það verður bara að koma í ljós ef þið náið mér pirruðum eftir einhvern tapleik,“ sagði Böðvar. Besta deild karla FH Mest lesið Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Fótbolti Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Fótbolti Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Fótbolti „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Fótbolti Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Íslenski boltinn Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Fótbolti Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Fótbolti Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss Fótbolti Ísland úr leik með tapi í kvöld Fótbolti Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Fótbolti Fleiri fréttir „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Sjá meira
„Það kom í rauninni ekkert annað til greina. Það voru einhver lið sem heyrðu í mér í byrjun nóvember. Ég átti samræður við FH og sagði við þá að ég myndi bara tala við þá, alla vegna út desember,“ sagði Böðvar Böðvarsson í samtali við Stefán Árna Pálsson í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Sem betur fer þá komust við að samkomulagi bara nokkuð snemma í desember þannig að það voru aldrei neinar viðræður annars staðar,“ sagði Böðvar. Hann fagnar breytingum á deildinni. „Þetta leggst mjög vel í mig og ég er mjög ánægður með það að það sé búið að fjölga leikjum og að við byrjum fyrr. Það þarf síðan að finna einhverja lausn á þessum grasvandamálum til framtíðar,“ sagði Böðvar. „Ég held að deildin verði jafnari en hún hefur verið síðustu ár. Þetta eru fimm til sex lið sem eru mjög svipuð þótt að Víkingar séu liðið til að vinna þessa stundina. Þeir virðast vera með allt sitt á hreinu og mörgu leiti langbesta og breiðasta leikmannahópinn eins og staðan er núna. Hin liðin í kring eru mjög jöfn og í rauninni er dagsformið að fara að ráða því hvaða lið klífur ofar,“ sagði Böðvar. FH stóð sig betur sumarið 2023 eftir hræðilegt sumar 2022. Sér Böðvar fyrir sér að það sé stígandi í FH og að það geti komist á sama stað og það var á fyrir ekki svo löngu? „Fyrsta skrefið er bara að koma liðinu í Evrópukeppni, bæði upp á fjárhag félagsins en eins upp á almenna stemmningu innan félagsins eftir þetta fallbaráttuár sem þú talar um. Ég fann alveg kvikna á klúbbnum í kringum knattspyrnudeildina á síðasta tímabili. Það er bara tækifæri til að bæta ofan á það núna,“ sagði Böðvar. Böðvar var kynntur til leiks hjá FH um síðustu helgi með skemmtilegu myndbandi. Þar kom meðal annars fram að síðast þegar hann lék með liðinu þá var hann settur í fjölmiðlabann. Síðan þá hefur hann spilað í Danmörku, Póllandi og Svíþjóð. Er Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, búinn að brýna fyrir Böðvari að passa sig í viðtölum? „Hann er meðvitaður um þetta viðtal og sagði við mig á skrifstofunni: Það er eins gott að þú standir þig vel í þessu viðtali. Menn eru alveg meðvitaðir um það að ég á það til að tala af mér. Sjálfur er ég að kófsvitna í þessu viðtali,“ sagði Böðvar. „Ég var í þessu fjölmiðlabanni þegar ég var tvítugur ég ætla rétt að vona það að ég hafi þroskast eitthvað á þessum níu árum. Það verður bara að koma í ljós ef þið náið mér pirruðum eftir einhvern tapleik,“ sagði Böðvar.
Besta deild karla FH Mest lesið Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Fótbolti Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Fótbolti Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Fótbolti „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Fótbolti Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Íslenski boltinn Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Fótbolti Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Fótbolti Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss Fótbolti Ísland úr leik með tapi í kvöld Fótbolti Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Fótbolti Fleiri fréttir „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Sjá meira