Íbúa í kjallara gert að stöðva stöðuga kattaumferð inn um glugga Atli Ísleifsson skrifar 11. janúar 2024 08:47 Íbúinn í kjallaranum segir nauðsynlegt að lofta út um gluggann vegna mikils hita í íbúðinni sökum gólfhita á efri hæðum. Það sé honum að meinalausu að kettirnir leiti inn og séu í íbúðinni. Myndin er úr safni. Getty Óheimilt er fyrir íbúa í kjallara í fjölbýlishúsi í Reykjavík, sem lengi hefur hleypt köttum sem hann á ekkert í inn um glugga í íbúð sinni, að taka á móti köttum. Þetta er niðurstaða kærunefndar húsamála í máli þar sem eigandi íbúða á fyrstu hæð og risi umrædds húss leitaði til nefndarinnar og óskaði eftir áliti. Var ágreiningur um hvort íbúanum í kjallaranum væri heimilt að hleypa köttum inn um gluggann, en kattaumferðin hefur valdið íbúa á efri hæðum miklum heilsufarsvandræðum. Tekur á móti köttum þó hann eigi ekkert í þeim Eigandi íbúðanna á efri hæðum hússins segir í sinni greinargerð að íbúinn í kjallaranum sé sífellt að taka á móti köttum frá götum borgarinnar inn í húsið. Íbúinn í kjallaranum segir þó sjálfur að einungis sé um tvo ketti að ræða. Sá sem óskaði eftir álitinu segist vera með mikið ofnæmi fyrir köttum og öðru og sé kattaumferðin því að valda honum mikilli vanlíðan yfir daginn þar sem mikill kattarfnykur myndist í öllu húsinu, sérstaklega í sameign. „Þótt dýrin fari ekki oft í sameignina þá sé það meira en nóg að hárin berist í sameignina frá kjallaranum. Eftir síðasta húsfund hafi þetta verið rætt og nágranni tekið fram að gagnaðili væri stundum með átta ketti á heimilinu og hefði enga stjórn á því hvort þeir kæmu eða færu. Aftur á móti sé hann að fæða þá og taka inn þótt hann eigi ekkert í þeim. Þrátt fyrir að [íbúa í kjallara] hafi verið bent á í nokkra mánuði að álitsbeiðandi sé með ofnæmi og að dýr séu ekki leyfð í húsinu hafi hann ekki tekið tillit til þess. Þessar aðstæður valdi miklum óþægindum og heilsutengdum áhyggjum þar sem álitsbeiðandi hafi þurft að auka á lyfjaskammt og eigi í erfiðleikum með að anda sem geti leitt til enn alvarlegri heilsuvandamála,“ segir í úrskurðinum. Í álitinu er vísað til reglna hjá Reykjavíkurborg svo gera má ráð fyrir að umrætt hús sé í Reykjavík. Vísir/Vilhelm Heimsóknir kattanna íbúanum „að meinalausu“ Íbúinn í kjallaranum segir hins vegar í sinni greinargerð að einungis tveir kettir séu að koma í heimsókn til hans. „Þeir búi í nágrenninu og komi í gegnum opna glugga á séreign hans. Hann beri ekki ábyrgð á köttunum en heimsóknir þeirra séu honum að meinlausu. Kettirnir hafi aldrei farið í sameign og þá sé ekki um kattahald að ræða í skilningi laga um fjöleignarhús. Ekki hafi verið samþykkt á húsfundi að dýrahald sé bannað. Gagnaðili sé mjög mikið að heiman og því ekki hægt að segja hann sé í sífellu að hleypa köttum inn. Fyrri eigendur fyrstu og þriðju hæðar hafi verið með ketti sem hafi líka verið í sameign. Út frá persónuverndarsjónarmiðum sé athugavert að verið sé að taka myndir inn um glugga á íbúð gagnaðila.“ Mjög heitt í íbúðinni vegna gólfhitans á efri hæðinni Íbúinn í kjallara leggur í máli sínu áherslu á að kettirnir fari ekki inn í sameignina, auk þess að bent er á að fyrri eigendur íbúa á efri hæðum hafi einnig verið með ketti. Hann geti ekki sæst á að þurfa að loka gluggum í íbúð sinni þar sem yfirleitt sé mjög heitt í íbúðinni þó skrúfað sé fyrir alla ofna. „Þessi hiti í íbúðinni hafi byrjað þegar álitsbeiðandi hafi sett gólfhita í íbúð sína. Vegna þessa og til að koma í veg fyrir myglu í þessu gamla húsi verði gagnaðili að lofta vel,“ segir í máli íbúans í kjallaranum. Fram kemur að í hvert sem íbúinn í kjallara sé heima þá geri ofnæmisviðbrögð vart við sig hjá álitsbeiðanda.Vísir/Einar Geymslur og þvottahús í kjallara Kærunefndin bendir á að samkvæmt reglum Reykjavíkurborgar sé óheimilt að halda ketti í fjöleignarhúsum liggi ekki fyrir samþykki. Bent er á að í húsinu sé sameiginlegur stigagangur og að álitsbeiðandinn eigi tvær íbúðir og sé eigandi yfir helmings hússins. Hann fari því mikið út á stigaganginn og niður í kjallara þar sem geymslur og þvottahús sé að finna. Fram kemur að í hvert sem íbúinn í kjallara sé heima þá geri ofnæmisviðbrögð vart við sig hjá álitsbeiðanda sem lýsi sér þannig að hann fái þyngsli yfir brjóstkassa, ofþurrk í varir, þreytu, magnleysi, kláða, útbrot og sviða í augum. Hann þurfi jafnframt að þrífa íbúðina oftar en venjulegt megi telja og einnig föt og gang. Þá þurfi hann stanslaust að hafa útihurðina opna til að lofta út. Dreifir mat og fisk um lóðina Álitsbeiðandinn segir að athæfi mannsins í kjallaranum – að dreifa fisk og mat um lóðina sem sé séreign og hann eigi ekkert í, að reka ekki kettina úr kjallaranum, hafa handklæði í gluggakistu svo kettirnir óhreinki hana ekki, og setja steina fyrir framan glugga svo kettirnir hafi betra aðgengi í húsið – sé komið langt út fyrir öll mörk. Álitsbeiðandi segist hafa fengið upplýsingar um að einn af köttunum sem íbúinn í kjallaranum hafi verið tæla inn í húsið sé villiköttur sem börn ættu ekki að vera nálægt. Myndin er úr safni. Getty „Álitsbeiðandi hafi fengið upplýsingar um að einn af þessum köttum sem sé verið að tæla í húsið sé villiköttur sem börn ættu ekki að vera nálægt. Álitsbeiðandi sé með tvö lítil börn og annað á leiðinni sem séu að leika sér út í garði á meðan gagnaðili sé alltaf að tæla köttinn til sín í gegnum garð álitsbeiðanda. Það sé ekki álitsbeiðanda að ákveða hvernig gagnaðila beri að verjast því að kettir séu stanslaust í kjallaranum. Þegar enginn sé þar heima séu allir gluggar skildir eftir opnir, svo kettir geti farið inn og út, fengið sér mat og vatn í gluggum.“ Óheimilt að taka á móti köttum Kærunefndin mat það sem svo að skýr ágreiningur væri milli aðila sem varði ákvæði laga um fjöleignarhús og því væri ekki tilefni til að vísa málinu frá líkt og íbúinn í kjallaranum hafi farið fram á. Bent er á að ekki liggi fyrir leyfi fyrir kattahaldi í kjallaraíbúðinni á grundvelli ákvæðis laga um fjölbýlishús. Í þessi tilfelli hátti þó svo til að ekki er um eiginlegt kattahald að ræða enda séu kettirnir ekki í eigu mannsins, en þeir dvelji þar hluta úr degi og jafnvel yfir nótt. Hafi eigendur sumra kattanna leitað í kjallaraíbúðina til að sækja þá, hafi þeir ekki skilað sér heim. Nefndin vísar í að í lögum séu skemmri heimsóknir katta heimilar í hús þar sem stigagangur sé sameiginlegur, mótmæli því enginn en dvöl þeirra yfir nótt er óheimil liggi ekki fyrir leyfi. „Ljóst er að slíkt leyfi liggur ekki fyrir og auk þess mótmælir álitsbeiðandi heimsóknum kattanna vegna ofnæmis hans. Verður þegar af þeirri ástæðu að viðurkenna að gagnaðila sé óheimilt að taka á móti köttum í íbúð sinni. Ekki eru hins vegar forsendur til að fallast á að gagnaðili þurfi að standa í sérstökum tilfæringum til að koma í veg fyrir að kettir komist inn í húsið en bent er á að slík mál má taka upp á húsfundi.“ Að lokum bendir nefndin á að álit nefndarinnar hindri ekki aðila í að leggja ágreining sinn fyrir dómstóla með venjulegum hætti. Kettir Málefni fjölbýlishúsa Nágrannadeilur Dýr Reykjavík Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Innlent Fleiri fréttir Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Sjá meira
Þetta er niðurstaða kærunefndar húsamála í máli þar sem eigandi íbúða á fyrstu hæð og risi umrædds húss leitaði til nefndarinnar og óskaði eftir áliti. Var ágreiningur um hvort íbúanum í kjallaranum væri heimilt að hleypa köttum inn um gluggann, en kattaumferðin hefur valdið íbúa á efri hæðum miklum heilsufarsvandræðum. Tekur á móti köttum þó hann eigi ekkert í þeim Eigandi íbúðanna á efri hæðum hússins segir í sinni greinargerð að íbúinn í kjallaranum sé sífellt að taka á móti köttum frá götum borgarinnar inn í húsið. Íbúinn í kjallaranum segir þó sjálfur að einungis sé um tvo ketti að ræða. Sá sem óskaði eftir álitinu segist vera með mikið ofnæmi fyrir köttum og öðru og sé kattaumferðin því að valda honum mikilli vanlíðan yfir daginn þar sem mikill kattarfnykur myndist í öllu húsinu, sérstaklega í sameign. „Þótt dýrin fari ekki oft í sameignina þá sé það meira en nóg að hárin berist í sameignina frá kjallaranum. Eftir síðasta húsfund hafi þetta verið rætt og nágranni tekið fram að gagnaðili væri stundum með átta ketti á heimilinu og hefði enga stjórn á því hvort þeir kæmu eða færu. Aftur á móti sé hann að fæða þá og taka inn þótt hann eigi ekkert í þeim. Þrátt fyrir að [íbúa í kjallara] hafi verið bent á í nokkra mánuði að álitsbeiðandi sé með ofnæmi og að dýr séu ekki leyfð í húsinu hafi hann ekki tekið tillit til þess. Þessar aðstæður valdi miklum óþægindum og heilsutengdum áhyggjum þar sem álitsbeiðandi hafi þurft að auka á lyfjaskammt og eigi í erfiðleikum með að anda sem geti leitt til enn alvarlegri heilsuvandamála,“ segir í úrskurðinum. Í álitinu er vísað til reglna hjá Reykjavíkurborg svo gera má ráð fyrir að umrætt hús sé í Reykjavík. Vísir/Vilhelm Heimsóknir kattanna íbúanum „að meinalausu“ Íbúinn í kjallaranum segir hins vegar í sinni greinargerð að einungis tveir kettir séu að koma í heimsókn til hans. „Þeir búi í nágrenninu og komi í gegnum opna glugga á séreign hans. Hann beri ekki ábyrgð á köttunum en heimsóknir þeirra séu honum að meinlausu. Kettirnir hafi aldrei farið í sameign og þá sé ekki um kattahald að ræða í skilningi laga um fjöleignarhús. Ekki hafi verið samþykkt á húsfundi að dýrahald sé bannað. Gagnaðili sé mjög mikið að heiman og því ekki hægt að segja hann sé í sífellu að hleypa köttum inn. Fyrri eigendur fyrstu og þriðju hæðar hafi verið með ketti sem hafi líka verið í sameign. Út frá persónuverndarsjónarmiðum sé athugavert að verið sé að taka myndir inn um glugga á íbúð gagnaðila.“ Mjög heitt í íbúðinni vegna gólfhitans á efri hæðinni Íbúinn í kjallara leggur í máli sínu áherslu á að kettirnir fari ekki inn í sameignina, auk þess að bent er á að fyrri eigendur íbúa á efri hæðum hafi einnig verið með ketti. Hann geti ekki sæst á að þurfa að loka gluggum í íbúð sinni þar sem yfirleitt sé mjög heitt í íbúðinni þó skrúfað sé fyrir alla ofna. „Þessi hiti í íbúðinni hafi byrjað þegar álitsbeiðandi hafi sett gólfhita í íbúð sína. Vegna þessa og til að koma í veg fyrir myglu í þessu gamla húsi verði gagnaðili að lofta vel,“ segir í máli íbúans í kjallaranum. Fram kemur að í hvert sem íbúinn í kjallara sé heima þá geri ofnæmisviðbrögð vart við sig hjá álitsbeiðanda.Vísir/Einar Geymslur og þvottahús í kjallara Kærunefndin bendir á að samkvæmt reglum Reykjavíkurborgar sé óheimilt að halda ketti í fjöleignarhúsum liggi ekki fyrir samþykki. Bent er á að í húsinu sé sameiginlegur stigagangur og að álitsbeiðandinn eigi tvær íbúðir og sé eigandi yfir helmings hússins. Hann fari því mikið út á stigaganginn og niður í kjallara þar sem geymslur og þvottahús sé að finna. Fram kemur að í hvert sem íbúinn í kjallara sé heima þá geri ofnæmisviðbrögð vart við sig hjá álitsbeiðanda sem lýsi sér þannig að hann fái þyngsli yfir brjóstkassa, ofþurrk í varir, þreytu, magnleysi, kláða, útbrot og sviða í augum. Hann þurfi jafnframt að þrífa íbúðina oftar en venjulegt megi telja og einnig föt og gang. Þá þurfi hann stanslaust að hafa útihurðina opna til að lofta út. Dreifir mat og fisk um lóðina Álitsbeiðandinn segir að athæfi mannsins í kjallaranum – að dreifa fisk og mat um lóðina sem sé séreign og hann eigi ekkert í, að reka ekki kettina úr kjallaranum, hafa handklæði í gluggakistu svo kettirnir óhreinki hana ekki, og setja steina fyrir framan glugga svo kettirnir hafi betra aðgengi í húsið – sé komið langt út fyrir öll mörk. Álitsbeiðandi segist hafa fengið upplýsingar um að einn af köttunum sem íbúinn í kjallaranum hafi verið tæla inn í húsið sé villiköttur sem börn ættu ekki að vera nálægt. Myndin er úr safni. Getty „Álitsbeiðandi hafi fengið upplýsingar um að einn af þessum köttum sem sé verið að tæla í húsið sé villiköttur sem börn ættu ekki að vera nálægt. Álitsbeiðandi sé með tvö lítil börn og annað á leiðinni sem séu að leika sér út í garði á meðan gagnaðili sé alltaf að tæla köttinn til sín í gegnum garð álitsbeiðanda. Það sé ekki álitsbeiðanda að ákveða hvernig gagnaðila beri að verjast því að kettir séu stanslaust í kjallaranum. Þegar enginn sé þar heima séu allir gluggar skildir eftir opnir, svo kettir geti farið inn og út, fengið sér mat og vatn í gluggum.“ Óheimilt að taka á móti köttum Kærunefndin mat það sem svo að skýr ágreiningur væri milli aðila sem varði ákvæði laga um fjöleignarhús og því væri ekki tilefni til að vísa málinu frá líkt og íbúinn í kjallaranum hafi farið fram á. Bent er á að ekki liggi fyrir leyfi fyrir kattahaldi í kjallaraíbúðinni á grundvelli ákvæðis laga um fjölbýlishús. Í þessi tilfelli hátti þó svo til að ekki er um eiginlegt kattahald að ræða enda séu kettirnir ekki í eigu mannsins, en þeir dvelji þar hluta úr degi og jafnvel yfir nótt. Hafi eigendur sumra kattanna leitað í kjallaraíbúðina til að sækja þá, hafi þeir ekki skilað sér heim. Nefndin vísar í að í lögum séu skemmri heimsóknir katta heimilar í hús þar sem stigagangur sé sameiginlegur, mótmæli því enginn en dvöl þeirra yfir nótt er óheimil liggi ekki fyrir leyfi. „Ljóst er að slíkt leyfi liggur ekki fyrir og auk þess mótmælir álitsbeiðandi heimsóknum kattanna vegna ofnæmis hans. Verður þegar af þeirri ástæðu að viðurkenna að gagnaðila sé óheimilt að taka á móti köttum í íbúð sinni. Ekki eru hins vegar forsendur til að fallast á að gagnaðili þurfi að standa í sérstökum tilfæringum til að koma í veg fyrir að kettir komist inn í húsið en bent er á að slík mál má taka upp á húsfundi.“ Að lokum bendir nefndin á að álit nefndarinnar hindri ekki aðila í að leggja ágreining sinn fyrir dómstóla með venjulegum hætti.
Kettir Málefni fjölbýlishúsa Nágrannadeilur Dýr Reykjavík Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Innlent Fleiri fréttir Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Sjá meira