Suðurlandið heldur uppi merki Íslands á Wodapalooza mótinu í Miami Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. janúar 2024 14:01 Íslenski hópurinn á Wodapalooza. Talið frá vinstri: Breki Þórðarson, Tindur Eliasen, Guðbjörg Valdimarsdóttir, Björgvin Karl Guðmundsson. Bergrós Björnsdóttir og Eggert Ólafsson þjálfari. @brekibjola Ísland á þrjá flotta keppendur í meistaraflokki á Wodapalooza CrossFit stórmótinu í ár, einn í einstaklingskeppninni og tvo í liðakeppni og þeir eiga eitt sameiginlegt. Að auki keppa síðan tveir aðrir Íslendingar á mótinu. Wodapalooza mótið hefst í Miami á Flórída í dag og stendur yfir til sunnudags. Þetta er eitt stærsta CrossFit mót ársins. Hin unga Bergrós Björnsdóttir er sú eina sem keppnir í einstaklingskeppni mótsins en hún fékk boð um að færa sig úr unglingaflokki yfir í meistaraflokk kvenna. Bergrós vann brons í unglingaflokki á síðustu heimsleikum og er ríkjandi Íslandsmeistari kvenna í CrossFit. Hún var aðeins sextán ára þegar hún varð Íslandsmeistari og setti með því met. Hvergerðingarnir Björgvin Karl Guðmundsson og Guðbjörg Valdimarsdóttir keppa bæði í liðakeppninni en eru þó ekki í sama liðinu. Björgvin Karl, okkar öflugasti CrossFit maður í meira en áratug, er í liði með Patrick Vellner frá Kanada og Travis Mayer frá Bandaríkjunum. Liðið ber nafnið Tres Leches. Guðbjörg, sem varð Íslandsmeistari kvenna í CrossFit árið 2022 og öðru sæti á síðasta Íslandsmeistaramóti, er í liði með Nicole Crouch frá Bretlandi og Katie Brock frá Nýja-Sjálandi. Liðið ber nafnið NGH. Fyrir utan keppni í meistaraflokkunum þá eiga Íslendingar einnig tvo aðra keppendur á mótinu. Breki Þórðarson keppir í flokki fatlaðra en hann var með á heimsleikunum í fyrra. Breki fæddist með sjaldgæfan fæðingargalla og er einhentur en lætur það ekki stoppa sig. Tindur Eliasen keppir síðan í unglingaflokknum en hann komst í gegnum undankeppnina eins og Bergrós. Tindur hefur oftar en einu sinni orðið Íslandsmeisari í CrossFit í sínum aldursflokki. View this post on Instagram A post shared by The TYR Wodapalooza (@wodapalooza) CrossFit Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Fótbolti Fleiri fréttir Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Viggó færir sig um set á nýju ári Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Fyrsta liðið til að fá ekki á sig stig og sæti í úrslitakeppninni tryggt Músaskítur í leikhúsi draumanna Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Sjá meira
Wodapalooza mótið hefst í Miami á Flórída í dag og stendur yfir til sunnudags. Þetta er eitt stærsta CrossFit mót ársins. Hin unga Bergrós Björnsdóttir er sú eina sem keppnir í einstaklingskeppni mótsins en hún fékk boð um að færa sig úr unglingaflokki yfir í meistaraflokk kvenna. Bergrós vann brons í unglingaflokki á síðustu heimsleikum og er ríkjandi Íslandsmeistari kvenna í CrossFit. Hún var aðeins sextán ára þegar hún varð Íslandsmeistari og setti með því met. Hvergerðingarnir Björgvin Karl Guðmundsson og Guðbjörg Valdimarsdóttir keppa bæði í liðakeppninni en eru þó ekki í sama liðinu. Björgvin Karl, okkar öflugasti CrossFit maður í meira en áratug, er í liði með Patrick Vellner frá Kanada og Travis Mayer frá Bandaríkjunum. Liðið ber nafnið Tres Leches. Guðbjörg, sem varð Íslandsmeistari kvenna í CrossFit árið 2022 og öðru sæti á síðasta Íslandsmeistaramóti, er í liði með Nicole Crouch frá Bretlandi og Katie Brock frá Nýja-Sjálandi. Liðið ber nafnið NGH. Fyrir utan keppni í meistaraflokkunum þá eiga Íslendingar einnig tvo aðra keppendur á mótinu. Breki Þórðarson keppir í flokki fatlaðra en hann var með á heimsleikunum í fyrra. Breki fæddist með sjaldgæfan fæðingargalla og er einhentur en lætur það ekki stoppa sig. Tindur Eliasen keppir síðan í unglingaflokknum en hann komst í gegnum undankeppnina eins og Bergrós. Tindur hefur oftar en einu sinni orðið Íslandsmeisari í CrossFit í sínum aldursflokki. View this post on Instagram A post shared by The TYR Wodapalooza (@wodapalooza)
CrossFit Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Fótbolti Fleiri fréttir Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Viggó færir sig um set á nýju ári Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Fyrsta liðið til að fá ekki á sig stig og sæti í úrslitakeppninni tryggt Músaskítur í leikhúsi draumanna Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Sjá meira