Sport

Bergrós stimplaði sig inn á fyrsta deginum með stóru stelpunum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Bergrós Björnsdóttir er að taka stórt skref á sínum feri.
Bergrós Björnsdóttir er að taka stórt skref á sínum feri. @bergrosbjornsdottir

Hin sextán ára gamla Bergrós Björnsdóttir er í 26. sæti eftir fyrri daginn á Wodapalooza CrossFit mótinu í Miami.

Þetta er eitt af stóru CrossFit mótum ársins og það var gaman að sjá þessa stórefnilegu CrossFit konu stimpla sig inn meðal stóru stelpnanna.

Þetta er fyrsta reynsla Bergrósar á því að keppa við bestu CrossFit konum heims enda hefur hún hingað til verið að keppa í unglingaflokki.

Bergrós minnsti vel á sig á fyrsta deginum og þá sérstaklega í fyrstu greininni. Bergrós náði fimmta sætinu í fyrstu grein þar sem hún snaraði 86 kílóum og náði síðan að taka fjórar hnébeygjur með stöngina fyrir ofan höfuð.

Hún endaði í 26. sæti í annarri greininni og í lokagrein dagsins var tvískipt. Hún endaði þar í 33. og 38. sæti. Það hellirigndi á meðan lokagreinar dagsins fóru fram sem gerði allt mun erfiðara.

Bergrós var spáð fertugasta og síðasta sæti fyrir keppnina en er með fjórtán konur fyrir neðan sig á stigalistanum. Hún ætti því að vera sátt með þennan fyrsta tímamótadag sinn. Hér má sjá stöðuna.

Keppninni lýkur í dag en fyrri grein dagsins er sundgrein sem hefst klukkan 20.30 að íslenskum tíma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×