Það gerir Eyðbjartur S. Skaalum, færeyskur kennari, í málgagni stéttar sinnar, Skúlablaðinu. Hann segir kennara í nágrannalöndum Færeyja hafa flosnað upp úr starfi vegna þess að þeir séu útsettir fyrir ýmiss konar ofbeldi af hálfu barna sem þeir kenna.
Í Færeyjum séu engar kannanir sem hægt er að vísa í í þeim efnum en hann sé sannfærður um að vandamálið sé útbreitt þar sem annars staðar.
Hann hafi verið í sambandi við kennara sem hafi orðið fyrir barðinu á ofbeldi nemenda. Nemendur hafi þeytt bókum, pennum og öðru lauslegu í þá og þeir segi aðeins tímaspursmál hvenær verður ráðist á þá með höggum og spörkum. Þá séu þeir einnig beittir andlegu ofbeldi.