Breki og Tindur á verðlaunapalli á Wodapalooza mótinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. janúar 2024 09:00 Breki Þórðarson stóð sig mjög vel á mótinu um helgina. @brekibjola Breki Þórðarson og Tindur Elíasen urðu báðir í þriðja sæti í sínum flokki á Wodapalooza CrossFit mótinu um helgina. Breki keppti í flokki þeirra sem hafa fötlun á efri hluta líkamans. Breki fæddist með sjaldgæfan fæðingargalla og er einhentur. Breki keppti á heimsleikunum síðasta haust og náði sér ekki alveg á strik þá. Hann gerði aftur á móti vel með því að komast á verðlaunapallinn á þessu móti sem er eitt það stærsta í CrossFit heminum. Breki var þó ekki nálægt öðru sætinu en þeir tveir efstu, Josue Maldonado og Casey Acree voru í nokkrum sérflokki. Tindur Elíasen keppti í flokki sextán til átján ára stáka. Hann varð í þriðja sæti eftir Kai Chmilak frá Bandaríkjunum og Lorenzo Pitruzzello frá Ítalíu. Tindur varð í öðru sæti í tveimur greinum og síðan í þriðja sætinu í öðrum tveimur til viðbótar. Hann var á topp fimm í sex greinum af átta sem sýnir mikinn stöðugleika og lofar góðu fyrir framhaldið. Bergrós Björnsdóttir var sú eina sem keppti í meistaraflokknum en hún endaði í 31. sæti í einstaklingskeppni kvenna. Bergrós byrjaði frábærlega með því að ná fimmta sætinu í fyrstu grein. Bergrós, sem er enn bara sextán ára gömul, náði ekki að fylgja því alveg eftir og endaði í 26. sæti eða neðar í öllum hinum greinunum. Hún fékk hins vegar þarna dýrmæta reynslu fyrir framhaldið á þessu ári. Tveir Hvergerðingar tóku þátt í liðakeppninni. Guðbjörg Valdimarsdóttir keppti með þeim Nicole Crouch frá Bretlandi og Katie Brock frá Nýja-Sjálandi. Liðið heitir NGH og vann fyrstu grein. Þær enduðu síðan í áttunda sætinu. Björgvin Karl Guðmundsson okkar öflugasti CrossFit maður í meira en áratug, var í liði með Patrick Vellner frá Kanada og Travis Mayer frá Bandaríkjunum. Liðið ber nafnið Tres Leches og endaði í fimmta sæti á mótinu. View this post on Instagram A post shared by Guðbjo rg Valdimarsdo ttir (@guccivaldimarsdottir) CrossFit Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Sport Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Ótrúlegt kast Pope vekur athygli Fótbolti „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Hjartavandamál halda Reyni frá keppni „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Ótrúlegt kast Pope vekur athygli Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu „Eins og Ísland en bara enn betra“ Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Dagskráin: Meistaradeild Evrópu og Körfuboltakvöld Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar „Þetta var erfiður sigur hjá okkur“ Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Newcastle burstaði Mourinho, Napoli steinlá og meistararnir skoruðu sjö Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni í kvöld Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Haaland skorar og skorar og Man City heldur áfram að vinna Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Íslandmeistari í bráðabirgðabann hjá Lyfjaeftirlitinu Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Barcelona fagnaði stórsigri á móti ósáttum Grikkjum Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni Svava Rós kveður fótboltann fyrir þrítugsafmælið Sjá meira
Breki keppti í flokki þeirra sem hafa fötlun á efri hluta líkamans. Breki fæddist með sjaldgæfan fæðingargalla og er einhentur. Breki keppti á heimsleikunum síðasta haust og náði sér ekki alveg á strik þá. Hann gerði aftur á móti vel með því að komast á verðlaunapallinn á þessu móti sem er eitt það stærsta í CrossFit heminum. Breki var þó ekki nálægt öðru sætinu en þeir tveir efstu, Josue Maldonado og Casey Acree voru í nokkrum sérflokki. Tindur Elíasen keppti í flokki sextán til átján ára stáka. Hann varð í þriðja sæti eftir Kai Chmilak frá Bandaríkjunum og Lorenzo Pitruzzello frá Ítalíu. Tindur varð í öðru sæti í tveimur greinum og síðan í þriðja sætinu í öðrum tveimur til viðbótar. Hann var á topp fimm í sex greinum af átta sem sýnir mikinn stöðugleika og lofar góðu fyrir framhaldið. Bergrós Björnsdóttir var sú eina sem keppti í meistaraflokknum en hún endaði í 31. sæti í einstaklingskeppni kvenna. Bergrós byrjaði frábærlega með því að ná fimmta sætinu í fyrstu grein. Bergrós, sem er enn bara sextán ára gömul, náði ekki að fylgja því alveg eftir og endaði í 26. sæti eða neðar í öllum hinum greinunum. Hún fékk hins vegar þarna dýrmæta reynslu fyrir framhaldið á þessu ári. Tveir Hvergerðingar tóku þátt í liðakeppninni. Guðbjörg Valdimarsdóttir keppti með þeim Nicole Crouch frá Bretlandi og Katie Brock frá Nýja-Sjálandi. Liðið heitir NGH og vann fyrstu grein. Þær enduðu síðan í áttunda sætinu. Björgvin Karl Guðmundsson okkar öflugasti CrossFit maður í meira en áratug, var í liði með Patrick Vellner frá Kanada og Travis Mayer frá Bandaríkjunum. Liðið ber nafnið Tres Leches og endaði í fimmta sæti á mótinu. View this post on Instagram A post shared by Guðbjo rg Valdimarsdo ttir (@guccivaldimarsdottir)
CrossFit Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Sport Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Ótrúlegt kast Pope vekur athygli Fótbolti „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Hjartavandamál halda Reyni frá keppni „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Ótrúlegt kast Pope vekur athygli Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu „Eins og Ísland en bara enn betra“ Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Dagskráin: Meistaradeild Evrópu og Körfuboltakvöld Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar „Þetta var erfiður sigur hjá okkur“ Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Newcastle burstaði Mourinho, Napoli steinlá og meistararnir skoruðu sjö Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni í kvöld Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Haaland skorar og skorar og Man City heldur áfram að vinna Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Íslandmeistari í bráðabirgðabann hjá Lyfjaeftirlitinu Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Barcelona fagnaði stórsigri á móti ósáttum Grikkjum Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni Svava Rós kveður fótboltann fyrir þrítugsafmælið Sjá meira