Gidsel skuldar Landin bjór fyrir allar stoðsendingarnar Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 16. janúar 2024 11:31 Niklas Landin vill vera verðlaunaður með fljótandi veigum fyrir að leggja upp mörk fyrir Mathias Gidsel. getty/Sebastian Widmann Það var skiljanlega létt yfir leikmönnum danska karlalandsliðsins í handbolta eftir sigurinn stóra á Portúgal á EM í Þýskalandi í gær. Danir sýndu hvers þeir eru megnugir gegn Portúgölum sem höfðu unnið fyrstu tvo leiki sína á mótinu. Þeir unnu tíu marka sigur, 37-27, og fara því með tvö stig inn í milliriðla. Portúgalir spiluðu ítrekað með sjö sóknarmenn en Danir voru duglegir að refsa þeim með því að skora í tómt markið. Mathias Gidsel fór þar fremstur í flokki en hann skoraði alls ellefu mörk í leiknum, þar af nokkur í tómt mark Portúgals. „Það hlýtur að hafa verið pirrandi fyrir Portúgal að berjast af öllum mætti en síðan hleypur bara lítill Dani og skorar í tómt markið,“ sagði Gidsel eftir leikinn í Ólympíuhöllinni í München, þeirri sömu og leikir Íslands í C-riðli fara fram í. Niklas Landin, markvörður og fyrirliði Dana, varði ekki bara sextán skot (39 prósent) heldur átti hann þátt í fjölmörgum mörkum danska liðsins með því að vera snöggur að koma boltanum í leik. „Niklas er ekki bara einn af þeim bestu í heimi þegar kemur að því að standa í markinu heldur einnig að kasta boltanum á miðjuna,“ sagði Gidsel og bætti við að Landin vilji meina að hann skuldi sér bjór fyrir allar stoðsendingarnar. Gidsel skoraði líka nokkur mörk eftir sendingar frá línumanninum Magnusi Saugstrup. „Þetta var stoðsendingakeppni milli Niklas og Saugstrup. En það var góð stemmning í liðinu,“ sagði Gidsel. EM 2024 í handbolta Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn Davíð Smári hættur fyrir vestan Íslenski boltinn Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn Íslenski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Golf Fleiri fréttir Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Sjá meira
Danir sýndu hvers þeir eru megnugir gegn Portúgölum sem höfðu unnið fyrstu tvo leiki sína á mótinu. Þeir unnu tíu marka sigur, 37-27, og fara því með tvö stig inn í milliriðla. Portúgalir spiluðu ítrekað með sjö sóknarmenn en Danir voru duglegir að refsa þeim með því að skora í tómt markið. Mathias Gidsel fór þar fremstur í flokki en hann skoraði alls ellefu mörk í leiknum, þar af nokkur í tómt mark Portúgals. „Það hlýtur að hafa verið pirrandi fyrir Portúgal að berjast af öllum mætti en síðan hleypur bara lítill Dani og skorar í tómt markið,“ sagði Gidsel eftir leikinn í Ólympíuhöllinni í München, þeirri sömu og leikir Íslands í C-riðli fara fram í. Niklas Landin, markvörður og fyrirliði Dana, varði ekki bara sextán skot (39 prósent) heldur átti hann þátt í fjölmörgum mörkum danska liðsins með því að vera snöggur að koma boltanum í leik. „Niklas er ekki bara einn af þeim bestu í heimi þegar kemur að því að standa í markinu heldur einnig að kasta boltanum á miðjuna,“ sagði Gidsel og bætti við að Landin vilji meina að hann skuldi sér bjór fyrir allar stoðsendingarnar. Gidsel skoraði líka nokkur mörk eftir sendingar frá línumanninum Magnusi Saugstrup. „Þetta var stoðsendingakeppni milli Niklas og Saugstrup. En það var góð stemmning í liðinu,“ sagði Gidsel.
EM 2024 í handbolta Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn Davíð Smári hættur fyrir vestan Íslenski boltinn Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn Íslenski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Golf Fleiri fréttir Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn Íslenski boltinn
Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn Íslenski boltinn