Gidsel skuldar Landin bjór fyrir allar stoðsendingarnar Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 16. janúar 2024 11:31 Niklas Landin vill vera verðlaunaður með fljótandi veigum fyrir að leggja upp mörk fyrir Mathias Gidsel. getty/Sebastian Widmann Það var skiljanlega létt yfir leikmönnum danska karlalandsliðsins í handbolta eftir sigurinn stóra á Portúgal á EM í Þýskalandi í gær. Danir sýndu hvers þeir eru megnugir gegn Portúgölum sem höfðu unnið fyrstu tvo leiki sína á mótinu. Þeir unnu tíu marka sigur, 37-27, og fara því með tvö stig inn í milliriðla. Portúgalir spiluðu ítrekað með sjö sóknarmenn en Danir voru duglegir að refsa þeim með því að skora í tómt markið. Mathias Gidsel fór þar fremstur í flokki en hann skoraði alls ellefu mörk í leiknum, þar af nokkur í tómt mark Portúgals. „Það hlýtur að hafa verið pirrandi fyrir Portúgal að berjast af öllum mætti en síðan hleypur bara lítill Dani og skorar í tómt markið,“ sagði Gidsel eftir leikinn í Ólympíuhöllinni í München, þeirri sömu og leikir Íslands í C-riðli fara fram í. Niklas Landin, markvörður og fyrirliði Dana, varði ekki bara sextán skot (39 prósent) heldur átti hann þátt í fjölmörgum mörkum danska liðsins með því að vera snöggur að koma boltanum í leik. „Niklas er ekki bara einn af þeim bestu í heimi þegar kemur að því að standa í markinu heldur einnig að kasta boltanum á miðjuna,“ sagði Gidsel og bætti við að Landin vilji meina að hann skuldi sér bjór fyrir allar stoðsendingarnar. Gidsel skoraði líka nokkur mörk eftir sendingar frá línumanninum Magnusi Saugstrup. „Þetta var stoðsendingakeppni milli Niklas og Saugstrup. En það var góð stemmning í liðinu,“ sagði Gidsel. EM 2024 í handbolta Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Golf Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Íslenski boltinn „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti Domino's gerði grín að Havertz Enski boltinn „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Enski boltinn „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Fleiri fréttir Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Sjá meira
Danir sýndu hvers þeir eru megnugir gegn Portúgölum sem höfðu unnið fyrstu tvo leiki sína á mótinu. Þeir unnu tíu marka sigur, 37-27, og fara því með tvö stig inn í milliriðla. Portúgalir spiluðu ítrekað með sjö sóknarmenn en Danir voru duglegir að refsa þeim með því að skora í tómt markið. Mathias Gidsel fór þar fremstur í flokki en hann skoraði alls ellefu mörk í leiknum, þar af nokkur í tómt mark Portúgals. „Það hlýtur að hafa verið pirrandi fyrir Portúgal að berjast af öllum mætti en síðan hleypur bara lítill Dani og skorar í tómt markið,“ sagði Gidsel eftir leikinn í Ólympíuhöllinni í München, þeirri sömu og leikir Íslands í C-riðli fara fram í. Niklas Landin, markvörður og fyrirliði Dana, varði ekki bara sextán skot (39 prósent) heldur átti hann þátt í fjölmörgum mörkum danska liðsins með því að vera snöggur að koma boltanum í leik. „Niklas er ekki bara einn af þeim bestu í heimi þegar kemur að því að standa í markinu heldur einnig að kasta boltanum á miðjuna,“ sagði Gidsel og bætti við að Landin vilji meina að hann skuldi sér bjór fyrir allar stoðsendingarnar. Gidsel skoraði líka nokkur mörk eftir sendingar frá línumanninum Magnusi Saugstrup. „Þetta var stoðsendingakeppni milli Niklas og Saugstrup. En það var góð stemmning í liðinu,“ sagði Gidsel.
EM 2024 í handbolta Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Golf Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Íslenski boltinn „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti Domino's gerði grín að Havertz Enski boltinn „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Enski boltinn „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Fleiri fréttir Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Sjá meira