Í fréttatilkynningu frá Þulu segir:
„Árþúsund og augnablik tala saman og vekja upp spurningar um samband mannsins við jörðina sem hann býr á. Æviskeiðin eru ólík en þó mætumst við öll í sekúndubrotum þar sem við eigum samleið.
Í hinum ýmsu miðlum kanna listamennirnir hvað það að er að deila tímanum með umhverfi okkar, tíma sem er afstæður og hægt er að horfa á sem línulaga eða margbreytilegt fyrirbæri sem dansar um í beygjum og sveigjum.
Árin eru eins og á sem skapar farveg í lífi mannsins og kvíslast í gegnum sögu og kynslóðir, þar til við rennum saman í hafsjó eilífðarinnar.“
Hér má sjá myndir frá opnuninni:










