Alfreð Gíslason ætlar að syngja báða þjóðsöngvana Henry Birgir Gunnarsson skrifar 18. janúar 2024 08:31 Það var létt yfir Alfreð í Lanxess Arena í gær. vísir/vilhelm Áhuginn á Alfreð Gíslasyni, landsliðsþjálfara Þýskalands, og þýska liðinu er magnaður. Það var heldur betur fjölmennt á fjölmiðlafundi hans í Lanxess-höllinni í gær. Það var her manna að elta kóng handboltans í landinu. Á fundinum var mikið spurt út í Ísland og hvort það væri ekki erfitt fyrir hann að þjálfa gegn Íslandi. Þessu öllu svaraði Alfreð skilmerkilega og lét aldrei koma sér úr jafnvægi. Leikurinn í kvöld verður að sjálfsögðu mjög sérstakur fyrir Alfreð. „Þetta er fyrsti alvöru leikurinn minn á móti Íslandi. Ég hef mætt þeim tvisvar í æfingaleik. Það var mjög sérstök tilfinning þá. Núna er fyrsti alvöru leikurinn og það verður mjög sérstök tilfinning,“ segir Alfreð sem ætlar sér að syngja báða þjóðsögvana í kvöld. „Ég geri það núna og gerði það í fyrra. Ég hef búið í Þýskalandi í 30 ár og kann þýska þjóðsönginn líka. Það er eiginlega Degi Sigurðssyni að kenna því þeir bentu mér einu sinni á það að Dagur hefði sungið báða söngva og spurðu af hverju í andskotanum ég gerði það ekki líka. Þá lofaði ég að gera það líka.“ Klippa: Alfreð Gíslason fyrir leikinn gegn Íslandi Alfreð segist hafa átt von á mjög sterku liði Íslands á EM og viðurkennir að slök frammistaða liðsins til þessa hafi komið honum á óvart. „Ég er mjög hissa. Þeir voru heppnir að komast áfram en eru samt í þeirri aðstöðu að geta gleymt þessu slaka gengi ef þeir bara fara að vinna næst leiki. Við erum í sömu stöðu. Ísland var líka í jöfnum og erfiðum riðli ólíkt hinum riðlunum,“ segir Alfreð og hrósar íslenska liðinu. „Íslenska liðið er mjög gott og með gífurlega breidd. Það er komið á þann stað að flestir eru reyndir með Aron sem frábæran leiðtoga.“ Alfreð mótaði marga af leikmönnum liðsins eru þeir komu til hans sem ungir og efnilegir leikmenn. „Ég fékk Aron og Gísla til Kiel. Arnór Atla kom svo til mín í Magdeburg þannig að ég hef þjálfað marga þeirra. Við Aron erum í góðu sambandi og hefur þroskast mjög mikið. Ég er mjög stoltur af honum en það er auðvitað skrítið að spila á móti þessum strákum.“ EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Íslenski boltinn Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Sport Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Enski boltinn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Fórnaði frægasta hári handboltans Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Hafa unnið 31 af síðustu 33 leikjum í deild og Meistaradeild „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Sjá meira
Á fundinum var mikið spurt út í Ísland og hvort það væri ekki erfitt fyrir hann að þjálfa gegn Íslandi. Þessu öllu svaraði Alfreð skilmerkilega og lét aldrei koma sér úr jafnvægi. Leikurinn í kvöld verður að sjálfsögðu mjög sérstakur fyrir Alfreð. „Þetta er fyrsti alvöru leikurinn minn á móti Íslandi. Ég hef mætt þeim tvisvar í æfingaleik. Það var mjög sérstök tilfinning þá. Núna er fyrsti alvöru leikurinn og það verður mjög sérstök tilfinning,“ segir Alfreð sem ætlar sér að syngja báða þjóðsögvana í kvöld. „Ég geri það núna og gerði það í fyrra. Ég hef búið í Þýskalandi í 30 ár og kann þýska þjóðsönginn líka. Það er eiginlega Degi Sigurðssyni að kenna því þeir bentu mér einu sinni á það að Dagur hefði sungið báða söngva og spurðu af hverju í andskotanum ég gerði það ekki líka. Þá lofaði ég að gera það líka.“ Klippa: Alfreð Gíslason fyrir leikinn gegn Íslandi Alfreð segist hafa átt von á mjög sterku liði Íslands á EM og viðurkennir að slök frammistaða liðsins til þessa hafi komið honum á óvart. „Ég er mjög hissa. Þeir voru heppnir að komast áfram en eru samt í þeirri aðstöðu að geta gleymt þessu slaka gengi ef þeir bara fara að vinna næst leiki. Við erum í sömu stöðu. Ísland var líka í jöfnum og erfiðum riðli ólíkt hinum riðlunum,“ segir Alfreð og hrósar íslenska liðinu. „Íslenska liðið er mjög gott og með gífurlega breidd. Það er komið á þann stað að flestir eru reyndir með Aron sem frábæran leiðtoga.“ Alfreð mótaði marga af leikmönnum liðsins eru þeir komu til hans sem ungir og efnilegir leikmenn. „Ég fékk Aron og Gísla til Kiel. Arnór Atla kom svo til mín í Magdeburg þannig að ég hef þjálfað marga þeirra. Við Aron erum í góðu sambandi og hefur þroskast mjög mikið. Ég er mjög stoltur af honum en það er auðvitað skrítið að spila á móti þessum strákum.“
EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Íslenski boltinn Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Sport Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Enski boltinn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Fórnaði frægasta hári handboltans Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Hafa unnið 31 af síðustu 33 leikjum í deild og Meistaradeild „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Sjá meira