Strákarnir okkar gefa langfæstar sendingar á Evrópumótinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. janúar 2024 13:01 Elvar Örn Jónsson sendir boltann út í vinstri hornið í leiknum á móti Serbíu. Vísir/Vilhelm Mörgum finnst vanta meiri hraða og meira tempó í sóknarleik íslenska handboltalandsliðsins á Evrópumótinu í handbolta í Þýskalandi og tölfræðin styður þá skoðun. Hnoðboltinn hefur verið allt of áberandi í þremur fyrstu leikjum Íslands og taktleysi sóknarleiksins hefur gefið andstæðingunum tækifæri til að hægja vel á sóknarleik íslenska landsliðsins. Samkvæmt opinberri tölfræði mótsins þá eru strákarnir okkar heldur ekki að gefa boltann á milli sín í leikjunum. Ekkert lið gaf færri sendingar í leikjum sínum í riðlakeppninni. Íslenska liðið gaf alls 1616 sendingar og 1586 þeirra heppnuðust. Það þýðir að 98,1 prósent sendinga heppnuðust en aðeins Ungverjar (98%) voru með lægri prósentu. Ekkert annað lið reyndi hins vegar færri en 1700 sendingar og liðið með næstafæstar heppnaðar sendingar voru Frakkar með 1692 slíkar. Íslenska liðið var því langneðst í þessum tölfræðiþætti. Liðið var nálægt sendingafjölda Svartfellinga í leik þjóðanna sem er eini sigurleikur strákanna en í leikjunum á móti Serbíu og Ungverjalandi þá var íslenska liðið langt á eftir þegar kemur að sendingum á milli manna. Færeyingar gáfu sem dæmi 2334 sendingar í þremur leikjum sínum eða 718 fleiri en íslenska liðið. 2314 sendingar þeirra heppnuðust líka sem gerir 99,1 prósent. Sendingar í leikjum Íslands í riðlakeppninni: Fyrsti leikur: Ísland 566 - Serbía 867 Annar leikur: Ísland 721 - Svartfjallaland 736 Þriðji leikur: Ísland 329 - Ungverjaland 500 Hér fyrir neðan má sjá neðstu liðin á listanum yfir flestar sendingar á Evrópumótinu i riðlakeppninni. EHF EM 2024 í handbolta Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn Åge Hareide látinn Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Körfubolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti Dagskráin í dag: Píla og Álftanes með nýjan þjálfara Sport Bardagakappi drukknaði á Amazon-svæðinu Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Fótbolti Fleiri fréttir „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Sjá meira
Hnoðboltinn hefur verið allt of áberandi í þremur fyrstu leikjum Íslands og taktleysi sóknarleiksins hefur gefið andstæðingunum tækifæri til að hægja vel á sóknarleik íslenska landsliðsins. Samkvæmt opinberri tölfræði mótsins þá eru strákarnir okkar heldur ekki að gefa boltann á milli sín í leikjunum. Ekkert lið gaf færri sendingar í leikjum sínum í riðlakeppninni. Íslenska liðið gaf alls 1616 sendingar og 1586 þeirra heppnuðust. Það þýðir að 98,1 prósent sendinga heppnuðust en aðeins Ungverjar (98%) voru með lægri prósentu. Ekkert annað lið reyndi hins vegar færri en 1700 sendingar og liðið með næstafæstar heppnaðar sendingar voru Frakkar með 1692 slíkar. Íslenska liðið var því langneðst í þessum tölfræðiþætti. Liðið var nálægt sendingafjölda Svartfellinga í leik þjóðanna sem er eini sigurleikur strákanna en í leikjunum á móti Serbíu og Ungverjalandi þá var íslenska liðið langt á eftir þegar kemur að sendingum á milli manna. Færeyingar gáfu sem dæmi 2334 sendingar í þremur leikjum sínum eða 718 fleiri en íslenska liðið. 2314 sendingar þeirra heppnuðust líka sem gerir 99,1 prósent. Sendingar í leikjum Íslands í riðlakeppninni: Fyrsti leikur: Ísland 566 - Serbía 867 Annar leikur: Ísland 721 - Svartfjallaland 736 Þriðji leikur: Ísland 329 - Ungverjaland 500 Hér fyrir neðan má sjá neðstu liðin á listanum yfir flestar sendingar á Evrópumótinu i riðlakeppninni. EHF
Sendingar í leikjum Íslands í riðlakeppninni: Fyrsti leikur: Ísland 566 - Serbía 867 Annar leikur: Ísland 721 - Svartfjallaland 736 Þriðji leikur: Ísland 329 - Ungverjaland 500
EM 2024 í handbolta Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn Åge Hareide látinn Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Körfubolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti Dagskráin í dag: Píla og Álftanes með nýjan þjálfara Sport Bardagakappi drukknaði á Amazon-svæðinu Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Fótbolti Fleiri fréttir „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Sjá meira