Segir neytendur ósátta með miklar breytingar á rafrettureglum Bjarki Sigurðsson skrifar 18. janúar 2024 20:00 Erna Margrét Oddsdóttir er eigandi rafrettuverslunarinnar Gryfjunnar. Vísir/Einar Reglur um rafrettur taka gífurlegum breytingum um mánaðamótin. Neytendur eru alls ekki sáttir að sögn verslunareiganda sem vill meina að breytingarnar séu slæmar fyrir alla sem koma að viðskiptunum, sem og umhverfið. Breyting á reglugerð um innihaldsefni nikótínvara tekur gildi um mánaðamótin. Breytingin er tilkomin vegna Evróputilskipunar en samkvæmt henni mega ekki vera meira en tveir millilítrar af nikótínvökva í einnota rafrettum. Þá má ekki selja áfyllingarílát fyrir fjölnota rafrettur sem innihalda meira en tíu millilítra af vökva. Mannlíf vakti nýlega athygli á þessari breytingu. Miklar takmarkanir Einnota rafrettur hafa vaxið gríðarlega í vinsældum hér síðustu ár. Oftast er nýting þeirra mæld í „pöffum“ eða hversu oft má anda að sér úr rafrettunni áður en vökvinn klárast. Flestar retturnar innihalda tíu millilítra af vökva sem samsvarar rúmlega þrjú þúsund „pöffum“. Frá og með fyrsta febrúar verður það þó takmarkað við tvo millilítra, um sex til átta hundruð „pöff“. En hvað finnst rafrettusölufólki um þessa breytingu? „Þetta leggst alls ekki vel í okkur því þetta er heftandi bæði fyrir neytandann og söluaðilann. Þetta er meiri mengun fyrir umhverfið, dýrara fyrir neytandann og fyrir okkur öll þannig þetta er ekki gott,“ segir Erna Margrét Oddsdóttir, eigandi rafrettuverslunarinnar Gryfjunnar. Það verður bannað að flytja allar þessar rafrettur inn frá og með 1. febrúar næstkomandi.Vísir/Einar Vont fyrir umhverfið Hún segir hagaðila ekki hafa fengið að gera athugasemdir við breytinguna því hún hafi ekki farið í gegnum samráðsgátt. Ljóst sé að þetta sé mikið tjón fyrir verslanir og missir fyrir viðskiptavini sem eru alls ekki sáttir. Hún spyr hvað sé gott við þessa breytingu. „Það er enginn sem getur svarað mér því því þetta er skelfilegt fyrir umhverfið og slæmt fyrir neytandann og söluaðila. Fólk vill kaupa vökvana í stærri flösku og borga minna, minni plasteyðsla. Þarna er verið að neyða fullorðið fólk í að kaupa bara litlu flöskuna. Þú mátt ekki kaupa stóra, þú þarft að borga meira,“ segir Erna. Rafrettur sem brátt verða ólöglegar.Vísir/Einar Mikill hluti lagersins ónýtur Hún er með lager sem hún verður að selja fyrir 31. maí, annars þarf hún að farga þeim vörum sem eru orðnar ólöglegar. „Ef þetta hefði farið í gegnum Samráðsgátt og ég fengið tíma til þess að pæla í þessu og hugsa hefði ég aldrei pantað svona mikið. Flestar vörurnar sem við erum með, tankarnir eru yfir tveir millilítrar. Þetta eru ekki bara einnota veipurnar, þetta eru tankarnir, stærðirnar á vökvunum. Þetta er svo margt. Þetta er svo stór prósenta af vörunum okkar sem eru ónýtar,“ segir Erna. sd Rafrettur Evrópusambandið Heilbrigðismál Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Atvinnulíf Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf Vara við „Lafufu“ Viðskipti erlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Fleiri fréttir Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Tuttugu tonn af íþróttanammi á sextíu dögum Komi á óvart hve lítið er keppt um lægsta verðið Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Íslendingar aldrei verið ferðaglaðari Tugir bíltegunda innkallaðir eftir 35 dauðsföll Súpan með pappírnum innkölluð Kúgaðist og missti matarlystina við að finna pappír í súpunni „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ Olíufélögin hafi átt í samráði án þess að tala saman Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G sem heyra sögunni til um áramótin Vísar ásökunum um samráð á bug Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Gagnrýna seinagang olíufélaganna og ýja að samráði Grunur um listeríu í vinsælum ostum Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Kvartanir vegna bílastæðamála daglegt brauð hjá Neytendastofu Rukkuð um sex þúsund kall eftir lagningu á Snæfellsnesi Bretland aftur inn í Reiki í Evrópu hjá Sýn, Símanum og Nova Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Sjá meira
Breyting á reglugerð um innihaldsefni nikótínvara tekur gildi um mánaðamótin. Breytingin er tilkomin vegna Evróputilskipunar en samkvæmt henni mega ekki vera meira en tveir millilítrar af nikótínvökva í einnota rafrettum. Þá má ekki selja áfyllingarílát fyrir fjölnota rafrettur sem innihalda meira en tíu millilítra af vökva. Mannlíf vakti nýlega athygli á þessari breytingu. Miklar takmarkanir Einnota rafrettur hafa vaxið gríðarlega í vinsældum hér síðustu ár. Oftast er nýting þeirra mæld í „pöffum“ eða hversu oft má anda að sér úr rafrettunni áður en vökvinn klárast. Flestar retturnar innihalda tíu millilítra af vökva sem samsvarar rúmlega þrjú þúsund „pöffum“. Frá og með fyrsta febrúar verður það þó takmarkað við tvo millilítra, um sex til átta hundruð „pöff“. En hvað finnst rafrettusölufólki um þessa breytingu? „Þetta leggst alls ekki vel í okkur því þetta er heftandi bæði fyrir neytandann og söluaðilann. Þetta er meiri mengun fyrir umhverfið, dýrara fyrir neytandann og fyrir okkur öll þannig þetta er ekki gott,“ segir Erna Margrét Oddsdóttir, eigandi rafrettuverslunarinnar Gryfjunnar. Það verður bannað að flytja allar þessar rafrettur inn frá og með 1. febrúar næstkomandi.Vísir/Einar Vont fyrir umhverfið Hún segir hagaðila ekki hafa fengið að gera athugasemdir við breytinguna því hún hafi ekki farið í gegnum samráðsgátt. Ljóst sé að þetta sé mikið tjón fyrir verslanir og missir fyrir viðskiptavini sem eru alls ekki sáttir. Hún spyr hvað sé gott við þessa breytingu. „Það er enginn sem getur svarað mér því því þetta er skelfilegt fyrir umhverfið og slæmt fyrir neytandann og söluaðila. Fólk vill kaupa vökvana í stærri flösku og borga minna, minni plasteyðsla. Þarna er verið að neyða fullorðið fólk í að kaupa bara litlu flöskuna. Þú mátt ekki kaupa stóra, þú þarft að borga meira,“ segir Erna. Rafrettur sem brátt verða ólöglegar.Vísir/Einar Mikill hluti lagersins ónýtur Hún er með lager sem hún verður að selja fyrir 31. maí, annars þarf hún að farga þeim vörum sem eru orðnar ólöglegar. „Ef þetta hefði farið í gegnum Samráðsgátt og ég fengið tíma til þess að pæla í þessu og hugsa hefði ég aldrei pantað svona mikið. Flestar vörurnar sem við erum með, tankarnir eru yfir tveir millilítrar. Þetta eru ekki bara einnota veipurnar, þetta eru tankarnir, stærðirnar á vökvunum. Þetta er svo margt. Þetta er svo stór prósenta af vörunum okkar sem eru ónýtar,“ segir Erna. sd
Rafrettur Evrópusambandið Heilbrigðismál Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Atvinnulíf Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf Vara við „Lafufu“ Viðskipti erlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Fleiri fréttir Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Tuttugu tonn af íþróttanammi á sextíu dögum Komi á óvart hve lítið er keppt um lægsta verðið Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Íslendingar aldrei verið ferðaglaðari Tugir bíltegunda innkallaðir eftir 35 dauðsföll Súpan með pappírnum innkölluð Kúgaðist og missti matarlystina við að finna pappír í súpunni „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ Olíufélögin hafi átt í samráði án þess að tala saman Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G sem heyra sögunni til um áramótin Vísar ásökunum um samráð á bug Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Gagnrýna seinagang olíufélaganna og ýja að samráði Grunur um listeríu í vinsælum ostum Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Kvartanir vegna bílastæðamála daglegt brauð hjá Neytendastofu Rukkuð um sex þúsund kall eftir lagningu á Snæfellsnesi Bretland aftur inn í Reiki í Evrópu hjá Sýn, Símanum og Nova Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Sjá meira
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“