Gefur Snorra sem leitaði í grunninn feitan plús: „Gamla góða Ísland“ Aron Guðmundsson skrifar 19. janúar 2024 08:00 Snorri Steinn Guðjónsson bauð upp á áherslubreytingar í leik íslenska liðsins í leiknum gegn Þjóðverjum í gær. Leitað var í grunninn og er Snorra Steini hrósað fyrir það. VÍSIR/VILHELM Ísland mátti þola tveggja marka tap, 26-24, gegn Þjóðverjum í fyrstu umferð milliriðla EM í handbolta í gærkvöldi. Léleg færanýting kom í bakið á Strákunum okkar sem sýndu þó miklar framfarir og íslensku geðveikina sem hafði vantað upp á fram að þessu. Leikur Þýskalands og Íslands var krufinn til mergjar í hlaðvarsþættinum Besta sætið. Þar sem að Aron Guðmundsson fékk til sín sérfræðingana Einar Jónsson, þjálfara FRAM og Bjarna Fritzson, fyrrverandi landsliðsmann í handbolta. Íslenska landsliðið mætti til leiks gegn Þjóðverjum á þeirra heimavelli eftir þungt tap gegn Ungverjum en í krefjandi aðstæðum stigu Strákarnir okkar upp. Fín frammistaða í mörgum þáttum en staðreyndin hins vegar tveggja marka tap og dýrkeypt mistök áttu sér stað í sóknarleik liðsins. Snorri Steinn Guðjónsson hlaut hins vegar mikið lof hjá sérfræðingum Besta sætisins fyrir upplegg sitt og djarfar ákvarðanir í aðdraganda leiks og á meðan á leik liðanna stóð í gærkvöldi. „Munurinn á liðinu núna, í fyrsta leik í milliriðli, og frá því í riðlakeppninni er bara himinn og haf,“ sagði Einar Jónsson aðspurður um sína skoðun á frammistöðu Strákanna okkar gegn Þjóðverjum. „Það er allt annað að sjá þetta. Andinn í liðinu góður, menn slepptu af sér beislinu og mættu til leiks. Maður sá það á spilamennsku liðsins að leikmenn voru að njóta þess að spila, höfðu gaman af því að spila.“ Sneri hann sér því næst að ákvörðunum Snorra Steins, sem er á sínu fyrsta stórmóti sem landsliðsþjálfari Íslands. „Þær breytingar sem Snorri Steinn gerir fyrir þennan leik, áherslubreytingarnar sem hann kemur með. Ég ætla að gefa honum feitan plús fyrir þær. Hann fer bara aftur í grunninn. Mér fannst hann bara fara í gamla boltann. Þann sem íslenska landsliðið hefur verið að spila undanfarin ár. Það sem hefur gengið vel. Hann fór aftur í týpíska taktík sem liðið hefur verið að spila. Taktík sem hefur gengið vel en jafnframt taktík sem Snorri Steinn hefur ekki verið að leita í fram að þessu. Mér finnst það geggjað hjá honum að hafa sjálfstraust í að fara einhvern veginn til baka. Allir leikmenn liðsins þekkja þetta upplegg. Við vorum farnir að spila leikkerfi á borð við Barca og Kaíró aftur, taka löngu klippinguna og það var miklu betra flæði út úr fyrstu árásunum.“ Góðar áherslubreytingar áttu einnig við um varnarleik liðsins. „Mér fannst Snorri þar líka hafa farið í Gumma Gumm varnarleikinn. Við vorum ógeðslega agressífir. Hann hendir Ými Erni, sem hafði ekki spilað mikið í riðlakeppninni, þarna inn. Við sáum það bara á fyrstu fimm vörnum liðsins að Ýmir kom þarna inn og slátraði þeim. Ég sá bara gamla góða Ísland. Vel þjálfað, vel stýrt. Bara flott. Auðvitað er hundleiðinlegt að klúðra öllum þesssum færum úr horninu og vítunum. Kannski er standardinn hjá manni bara orðinn svona lágur. En ég heillaðist.“ Þáttinn má heyra í spilaranum að ofan. Besta sætið er aðgengilegt á öllum helstu hlaðvarpsveitum, t.a.m. á Spotify hér. Hver einasti leikur Íslands á EM verður gerður upp af sérfræðingum í Besta sætinu. EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Íslenski boltinn Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Sport Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Enski boltinn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Fórnaði frægasta hári handboltans Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Hafa unnið 31 af síðustu 33 leikjum í deild og Meistaradeild „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Sjá meira
Leikur Þýskalands og Íslands var krufinn til mergjar í hlaðvarsþættinum Besta sætið. Þar sem að Aron Guðmundsson fékk til sín sérfræðingana Einar Jónsson, þjálfara FRAM og Bjarna Fritzson, fyrrverandi landsliðsmann í handbolta. Íslenska landsliðið mætti til leiks gegn Þjóðverjum á þeirra heimavelli eftir þungt tap gegn Ungverjum en í krefjandi aðstæðum stigu Strákarnir okkar upp. Fín frammistaða í mörgum þáttum en staðreyndin hins vegar tveggja marka tap og dýrkeypt mistök áttu sér stað í sóknarleik liðsins. Snorri Steinn Guðjónsson hlaut hins vegar mikið lof hjá sérfræðingum Besta sætisins fyrir upplegg sitt og djarfar ákvarðanir í aðdraganda leiks og á meðan á leik liðanna stóð í gærkvöldi. „Munurinn á liðinu núna, í fyrsta leik í milliriðli, og frá því í riðlakeppninni er bara himinn og haf,“ sagði Einar Jónsson aðspurður um sína skoðun á frammistöðu Strákanna okkar gegn Þjóðverjum. „Það er allt annað að sjá þetta. Andinn í liðinu góður, menn slepptu af sér beislinu og mættu til leiks. Maður sá það á spilamennsku liðsins að leikmenn voru að njóta þess að spila, höfðu gaman af því að spila.“ Sneri hann sér því næst að ákvörðunum Snorra Steins, sem er á sínu fyrsta stórmóti sem landsliðsþjálfari Íslands. „Þær breytingar sem Snorri Steinn gerir fyrir þennan leik, áherslubreytingarnar sem hann kemur með. Ég ætla að gefa honum feitan plús fyrir þær. Hann fer bara aftur í grunninn. Mér fannst hann bara fara í gamla boltann. Þann sem íslenska landsliðið hefur verið að spila undanfarin ár. Það sem hefur gengið vel. Hann fór aftur í týpíska taktík sem liðið hefur verið að spila. Taktík sem hefur gengið vel en jafnframt taktík sem Snorri Steinn hefur ekki verið að leita í fram að þessu. Mér finnst það geggjað hjá honum að hafa sjálfstraust í að fara einhvern veginn til baka. Allir leikmenn liðsins þekkja þetta upplegg. Við vorum farnir að spila leikkerfi á borð við Barca og Kaíró aftur, taka löngu klippinguna og það var miklu betra flæði út úr fyrstu árásunum.“ Góðar áherslubreytingar áttu einnig við um varnarleik liðsins. „Mér fannst Snorri þar líka hafa farið í Gumma Gumm varnarleikinn. Við vorum ógeðslega agressífir. Hann hendir Ými Erni, sem hafði ekki spilað mikið í riðlakeppninni, þarna inn. Við sáum það bara á fyrstu fimm vörnum liðsins að Ýmir kom þarna inn og slátraði þeim. Ég sá bara gamla góða Ísland. Vel þjálfað, vel stýrt. Bara flott. Auðvitað er hundleiðinlegt að klúðra öllum þesssum færum úr horninu og vítunum. Kannski er standardinn hjá manni bara orðinn svona lágur. En ég heillaðist.“ Þáttinn má heyra í spilaranum að ofan. Besta sætið er aðgengilegt á öllum helstu hlaðvarpsveitum, t.a.m. á Spotify hér. Hver einasti leikur Íslands á EM verður gerður upp af sérfræðingum í Besta sætinu.
EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Íslenski boltinn Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Sport Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Enski boltinn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Fórnaði frægasta hári handboltans Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Hafa unnið 31 af síðustu 33 leikjum í deild og Meistaradeild „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Sjá meira