Rannsóknarnefnd um snjóflóðið í Súðavík Sunna Sæmundsdóttir skrifar 19. janúar 2024 11:57 Minnisvarði í Súðavík um þau fjórtán sem létust í snjóflóðinu árið 1995. Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis hefur sent beiðni um skipan rannsóknarnefndar um Snjóflóðin til forseta Alþingis. vísir/Vilhelm Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis hefur sent þingforseta beiðni um skipan rannsóknarnefndar um snjóflóðið á Súðavík. Algjör samstaða ríkti um málið þvert á flokka innan nefndarinnar. Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd samþykkti samhljóða í gær beiðni um skipan rannsóknarnefndar um snjóðflóðið og hefur nú sent tillögu til forseta Alþingis um skipan nefndarinnar að sögn Þórunnar Sveinbjarnardóttur, nefndarformanns. „Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd barst bréf frá forsætisráðherra síðastliðið sumar með erindi frá aðstandendum og eftirlifendum snjóflóðsins í Súðavík 16. janúar 1995. Sá hópur hefur lengi reynt að fá svör frá hinu opinbera um ýmislegt sem gerðist í aðdraganda flóðsins og eftir það. Við höfum fjallað um þetta erindi í nefndinni í allan vetur, fengið til okkar gesti og rætt allar hliðar málsins og niðurstaðan var að gera tillögu um að Alþingi stofni sjálfstæða og óháða rannsóknarnefnd,“ segir Þórunn. Heimildin greindi fyrst frá skipan nefndarinnar en fyrrnefnt erindi var sent eftir umfjöllun fjölmiðilsins um snjóflóðin í fyrra. Þórunn Sveinbjarnardóttir er formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis.Vísir/Vilhelm Afgreiði forseti Alþingis málið frá sér fer það fyrir þingið sem greiðir þá atkvæði um stofnun nefndarinnar. Þórunn ítrekar að nefndin sé sjálfstæð en að það blasi við að hún muni kanna og rýna aðdraganda snjóflóðsins og eftirmála þess. Fjórtán létust í snjóflóðinu og þar af átta börn. Þórunn segir það marka ákveðin tímamót að nefndin hafi náð saman um málið. „Lögin um rannsóknarnefndir Alþingis eru frá 2011 og hingað til hafa rannsóknarnefndir snúist um eftirmál hrunsins. En það má líka, eins og dæmin sanna frá öðrum löndum, nýta þær til að rannsaka önnur mál sem varða almannahagsmuni,“ segir Þórunn Sveinbjarnardóttir formaður stjórnskipunar og eftirlitsnefndar Alþingis. Snjóflóðin í Súðavík Alþingi Snjóflóð á Íslandi Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ Segir ESB stærstu ógnina við viðskiptahagsmuni landsins Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Sjá meira
Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd samþykkti samhljóða í gær beiðni um skipan rannsóknarnefndar um snjóðflóðið og hefur nú sent tillögu til forseta Alþingis um skipan nefndarinnar að sögn Þórunnar Sveinbjarnardóttur, nefndarformanns. „Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd barst bréf frá forsætisráðherra síðastliðið sumar með erindi frá aðstandendum og eftirlifendum snjóflóðsins í Súðavík 16. janúar 1995. Sá hópur hefur lengi reynt að fá svör frá hinu opinbera um ýmislegt sem gerðist í aðdraganda flóðsins og eftir það. Við höfum fjallað um þetta erindi í nefndinni í allan vetur, fengið til okkar gesti og rætt allar hliðar málsins og niðurstaðan var að gera tillögu um að Alþingi stofni sjálfstæða og óháða rannsóknarnefnd,“ segir Þórunn. Heimildin greindi fyrst frá skipan nefndarinnar en fyrrnefnt erindi var sent eftir umfjöllun fjölmiðilsins um snjóflóðin í fyrra. Þórunn Sveinbjarnardóttir er formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis.Vísir/Vilhelm Afgreiði forseti Alþingis málið frá sér fer það fyrir þingið sem greiðir þá atkvæði um stofnun nefndarinnar. Þórunn ítrekar að nefndin sé sjálfstæð en að það blasi við að hún muni kanna og rýna aðdraganda snjóflóðsins og eftirmála þess. Fjórtán létust í snjóflóðinu og þar af átta börn. Þórunn segir það marka ákveðin tímamót að nefndin hafi náð saman um málið. „Lögin um rannsóknarnefndir Alþingis eru frá 2011 og hingað til hafa rannsóknarnefndir snúist um eftirmál hrunsins. En það má líka, eins og dæmin sanna frá öðrum löndum, nýta þær til að rannsaka önnur mál sem varða almannahagsmuni,“ segir Þórunn Sveinbjarnardóttir formaður stjórnskipunar og eftirlitsnefndar Alþingis.
Snjóflóðin í Súðavík Alþingi Snjóflóð á Íslandi Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ Segir ESB stærstu ógnina við viðskiptahagsmuni landsins Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Sjá meira