Kæru þunglyndis- og kvíðasjúklingar, það er kominn tími til að LIFA! Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar 19. janúar 2024 12:00 Mér var rétt bók fyrir stuttu síðan sem ber titilinn „Live More Think Less” eftir Pia Callesen, danskan sálfræðing. Ég les örsjaldan bækur og er alveg einstaklega skeptísk á sjálfshjálparbækur. Ég byrjaði smá á henni og átti von á því að fá strax leið eftir fyrstu síðurnar eins og gerist oftar en ekki þegar ég reyni að byrja á einhverri bók. Bókin styðst við rannsóknarniðurstöður og segir að hefðbundnar hugrænar atferlismeðferðir (HAM) virka í 50% tilfellum við kvíða og þunglyndi, en þessi sem kallast ,,metacognitive therapy” (vithugræn atferlismeðferð) virkar í 80% tilfellum. Þarna var ég ennþá skeptísk en ákvað samt að prófa að lesa áfram. Viti menn, bókin greip mig strax í fyrsta kaflanum og mér fannst ég þurfa að klára að lesa hana. Þarna voru kynnt fyrir mér glæný hugtök sem ég er nú strax farin að nota í daglegu lífi. Ber fyrst að nefna ,,trigger thought” þegar hugsun dúkkar upp í höfðinu á manni og biður um athygli. Í bókinni er þessu lýst þannig að hugurinn í manni er annasöm lestarstöð og það eru alltaf einhverjar lestir að koma og fara. Lest er ,,trigger”-hugsun. Dæmi um trigger-hugsanir sem ég fær stundum er: ,,Af hverju er ég með svona þungan og hraðan hjartslátt? Af hverju líður mér svona illa? Ég er svo þreytt.” Þetta eru bara ,,lestir” sem stoppa við lestarstöð hugans og ég ÞARF EKKI að stíga upp í þessar lestir, kafa inn í sjálfa mig og reyna að finna svör við þessum spurningum eða verða upptekin af einhverri tilfinningu. Ég er bara meðvituð um að þessar hugsanir eru þarna og tek meðvitaða ákvörðun um að láta þessar hugsanir eiga sig, leyfa lestunum bara að fara. Ég beini athyglinni eitthvert annað. Þetta er í grundvallaratriðum bara það. Svona ótrúlega einfalt, svo einfalt að ég trúði því varla sjálf. Núna er ég allt í einu orðin meðvituð um trigger-hugsanir mínar og stjórna að miklu leyti því sjálf hvort ég ,,ruminate”-a. Orðið ,,ruminate” kemur líklega fyrir hundrað sinnum í þessari bók og þýðir bókstaflega að ,,jórtra” hugsun. Það ferli að fara inn í sjálfa/sjálfan/sjálft sig, sökkva sér inn í hugsun sem vindur upp á sig enn fleiri spurningar til að leita svara við, eða þegar við erum komin upp í ,,hugsanalest”. Þegar maður er kominn upp í hugsanalest getur orðið erfitt að stíga út úr henni, sérstaklega ef maður áttar sig ekki sjálfur á því að maður sé kominn upp í slíka lest. Þú gætir trúað því að þú hefur ekkert val og getur ekkert stjórnað því. Þú hefur rangt fyrir þér! Enginn hefur gott af því að dvelja tímunum saman í hugsunum sínum. Ofhugsanir ræna mann tíma, orku og leiða til kvíða og þunglyndis. Það er miklu meiri ávinningur í því að láta hugsanir eiga sig heldur en að reyna að kryfja hverja einustu hugsun sem kemur upp til mergjar. Trigger-hugsanirnar eru langflestar ekkert mikilvægar og best að leyfa þessum lestum bara að fara án þess að stíga um borð. Þú ert ekki að missa af neinu. Ef þetta er virkilega mikilvæg lest þá mun hún pottþétt koma aftur síðar. Undirmeðvitundin mun sjá um það. Í bókinni er fólki ráðlagt að skammta sér tíma dags til þess að ruminate-a því að sumir hlutir eru vissulega mikilvægir og ættu að ígrunda vel. Hinsvegar er það bara skaðlegur og slæmur ávani að fara um borð í hverja einustu hugsanalest. Það er orðið löngu tímabært að við venjum okkur af því. Lifum lífinu frekar en að hafa endalausar áhyggjur og detta í þunglyndi vegna ofhugsana. Það er vissulega hægt að þjálfa sig í því að stíga út úr hugsunum eða velja að veita vissum hlutum enga athygli sem koma upp í hugann og beina athyglinni eitthvert annað. Höfundur er tónlistarkona og bókhaldsfulltrúi með langa sögu kvíða og þunglyndis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Mamiko Dís Ragnarsdóttir Mest lesið Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon Skoðun Þúsund hjúkrunarrými óskast strax í gær Aríel Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar fíllinn byltir sér.... Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Leyfi til að syrgja Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson skrifar Skoðun VR-members, exercise your right to vote! Christopher Eva skrifar Skoðun Stöðvum það sem gott er Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Kjósum Kolbrúnu – Styrk stjórnun á tímum breytinga Margrét Sigrún Sigurðardóttir skrifar Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með börnum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun „Án orku verður ekki hagvöxtur“ Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson skrifar Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar Skoðun Flosa í formanninn Jónas Már Torfason skrifar Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir skrifar Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson skrifar Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Takk fyrir stuðninginn félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni og mikilvægi háskóla Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að kenna eða ekki kenna Helga Margrét Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Þúsund hjúkrunarrými óskast strax í gær Aríel Pétursson skrifar Skoðun Nú ertu á (síðasta) séns! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til allra félagsmanna VR Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Líffræðileg fjölbreytni og tækifæri Íslands Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Táknrænar 350 milljónir Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Átök Bandaríkjanna við Evrópu Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Þjóðin tapar, bankarnir græða – Innleiðing RÍR og mótspyrna bankanna Aron Heiðar Steinsson skrifar Skoðun „Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Mér var rétt bók fyrir stuttu síðan sem ber titilinn „Live More Think Less” eftir Pia Callesen, danskan sálfræðing. Ég les örsjaldan bækur og er alveg einstaklega skeptísk á sjálfshjálparbækur. Ég byrjaði smá á henni og átti von á því að fá strax leið eftir fyrstu síðurnar eins og gerist oftar en ekki þegar ég reyni að byrja á einhverri bók. Bókin styðst við rannsóknarniðurstöður og segir að hefðbundnar hugrænar atferlismeðferðir (HAM) virka í 50% tilfellum við kvíða og þunglyndi, en þessi sem kallast ,,metacognitive therapy” (vithugræn atferlismeðferð) virkar í 80% tilfellum. Þarna var ég ennþá skeptísk en ákvað samt að prófa að lesa áfram. Viti menn, bókin greip mig strax í fyrsta kaflanum og mér fannst ég þurfa að klára að lesa hana. Þarna voru kynnt fyrir mér glæný hugtök sem ég er nú strax farin að nota í daglegu lífi. Ber fyrst að nefna ,,trigger thought” þegar hugsun dúkkar upp í höfðinu á manni og biður um athygli. Í bókinni er þessu lýst þannig að hugurinn í manni er annasöm lestarstöð og það eru alltaf einhverjar lestir að koma og fara. Lest er ,,trigger”-hugsun. Dæmi um trigger-hugsanir sem ég fær stundum er: ,,Af hverju er ég með svona þungan og hraðan hjartslátt? Af hverju líður mér svona illa? Ég er svo þreytt.” Þetta eru bara ,,lestir” sem stoppa við lestarstöð hugans og ég ÞARF EKKI að stíga upp í þessar lestir, kafa inn í sjálfa mig og reyna að finna svör við þessum spurningum eða verða upptekin af einhverri tilfinningu. Ég er bara meðvituð um að þessar hugsanir eru þarna og tek meðvitaða ákvörðun um að láta þessar hugsanir eiga sig, leyfa lestunum bara að fara. Ég beini athyglinni eitthvert annað. Þetta er í grundvallaratriðum bara það. Svona ótrúlega einfalt, svo einfalt að ég trúði því varla sjálf. Núna er ég allt í einu orðin meðvituð um trigger-hugsanir mínar og stjórna að miklu leyti því sjálf hvort ég ,,ruminate”-a. Orðið ,,ruminate” kemur líklega fyrir hundrað sinnum í þessari bók og þýðir bókstaflega að ,,jórtra” hugsun. Það ferli að fara inn í sjálfa/sjálfan/sjálft sig, sökkva sér inn í hugsun sem vindur upp á sig enn fleiri spurningar til að leita svara við, eða þegar við erum komin upp í ,,hugsanalest”. Þegar maður er kominn upp í hugsanalest getur orðið erfitt að stíga út úr henni, sérstaklega ef maður áttar sig ekki sjálfur á því að maður sé kominn upp í slíka lest. Þú gætir trúað því að þú hefur ekkert val og getur ekkert stjórnað því. Þú hefur rangt fyrir þér! Enginn hefur gott af því að dvelja tímunum saman í hugsunum sínum. Ofhugsanir ræna mann tíma, orku og leiða til kvíða og þunglyndis. Það er miklu meiri ávinningur í því að láta hugsanir eiga sig heldur en að reyna að kryfja hverja einustu hugsun sem kemur upp til mergjar. Trigger-hugsanirnar eru langflestar ekkert mikilvægar og best að leyfa þessum lestum bara að fara án þess að stíga um borð. Þú ert ekki að missa af neinu. Ef þetta er virkilega mikilvæg lest þá mun hún pottþétt koma aftur síðar. Undirmeðvitundin mun sjá um það. Í bókinni er fólki ráðlagt að skammta sér tíma dags til þess að ruminate-a því að sumir hlutir eru vissulega mikilvægir og ættu að ígrunda vel. Hinsvegar er það bara skaðlegur og slæmur ávani að fara um borð í hverja einustu hugsanalest. Það er orðið löngu tímabært að við venjum okkur af því. Lifum lífinu frekar en að hafa endalausar áhyggjur og detta í þunglyndi vegna ofhugsana. Það er vissulega hægt að þjálfa sig í því að stíga út úr hugsunum eða velja að veita vissum hlutum enga athygli sem koma upp í hugann og beina athyglinni eitthvert annað. Höfundur er tónlistarkona og bókhaldsfulltrúi með langa sögu kvíða og þunglyndis.
Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar
Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðin tapar, bankarnir græða – Innleiðing RÍR og mótspyrna bankanna Aron Heiðar Steinsson skrifar
Skoðun „Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir skrifar