Rússneskir hakkarar náðu tölvupóstum leiðtoga Microsoft Samúel Karl Ólason skrifar 20. janúar 2024 09:05 Tölvuþrjótarnir, sem taldir eru tilheyra rússneskri leyniþjónustu, leituðu upplýsinga um sjálfa sig í tölvukerfi Microsoft. AP/Michel Euler Rússneskir hakkarar, sem taldir eru á vegum rússnesku leyniþjónustunnar ZVR, eru sagðir hafa brotið sér leið inn í tölvukerfi Microsoft þar sem þeir komu höndum yfir tölvupósta frá fólki í leiðtogateymi fyrirtækisins auk starfsmanna netöryggis- og lögmannadeilda þess. Tölvuþrjótarnir eru þeir sömu og komu að SolarWinds árásinni, sem lýst hefur verið sem þeirri verstu í sögu Bandaríkjanna. Í yfirlýsingu á vef fyrirtækisins segir að tölvuþrjótarnir rússnesku hafi náð aðgangi að tölvupóstum örfárra innan veggja Microsoft. Árásin hófst í nóvember og komu Rússarnir þá höndum yfir gleymdan aðgang í tölvukerfi Microsoft. Þann aðgang notuðu þeir sem fótfestu í kerfinu til að ná áðurnefndum tölvupóstinum, í einföldu máli sagt. Hakkararnir náðu tökum á aðganginum með því að nota eitt algengt lykilorð til að komast inn í fjölmarga aðganga og hittu í einu tilfelli á gamlan aðgang sem var með það lykilorð. Í yfirlýsingu Microsoft segir að tölvuþrjótarnir hafi ekki nýtt sér galla á hugbúnaði fyrirtækisins. Ekki komst upp um árásina fyrr en þann 12. janúar og tókst sérfræðingum Microsoft að loka á Rússana degi síðar. Talið er að þeir hafi sérstaklega verið að leita að gögnum um sjálfa sig en hakkarahópurinn gengur undir ýmsum nöfnum, eins og Midnight Blizzard, Nobelium, APT 29 eða Cozy Bear. Helsta verkefni leyniþjónustunnar ZVR er að afla upplýsingum erlendis og hefur stofnunin verið sökuð um umfangsmiklar tölvuárásir gegn fyrirtækjum, opinberum stofnunum og hugveitum í Bandaríkjunum og í Evrópu á undanförnum árum. Auk þess að hafa gert Solarwind árásina, kom hópurinn einnig að því að stela tölvupóstum úr kerfi Landsnefndar Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum árið 2016. Wikileaks birtu svo tölvupóstunum í aðdraganda kosninganna. Í frétt AP fréttaveitunnar segir að nýjar reglur hafi tekið gildi í Bandaríkjunum í síðasta mánuði, um að fyrirtæki á markaði þurfi að opinbera árásir sem þessar, sem geti haft neikvæð áhrif á rekstur félaganna. Opinbera þarf árásirnar innan fjögurra daga eftir að upp um þær kemst. Bandaríkin Microsoft Rússland Tölvuárásir Tengdar fréttir Rússneskir tölvuþrjótar ráðast á hjálpar- og mannréttindasamtök Rússneskir tölvuþrjótar, sem taldir eru bera ábyrgð á SolarWinds árásinni svokölluðu, hafa nú gert árás á rúmlega 150 stofnanir og samtök í minnst 24 löndum víðsvegar um heiminn, með því að notast við tölvukerfi ríkisstofnunar sem sér um þróunaraðstoð Bandaríkjanna (USAID). Sérfræðingar Microsoft segja um þrjú þúsund tölvupósta úr tölvukerfi USAID hafa verið senda í árásinni. 28. maí 2021 11:14 Telja rússneska njósnara beina spjótum sínum að bóluefnisrannsóknum Tölvuþrjótar sem eru að öllum líkindum á vegum rússnesku leyniþjónustunnar beina nú spjótum sínum að stofnunum sem reyna að þróa bóluefni gegn nýju afbrigði kórónuveiru að mati leyniþjónusta Bretlands, Bandaríkjanna og Kanada. Rússar hafnað ásökununum. 16. júlí 2020 16:12 Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent Stigmögnunin heldur áfram Erlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Gular viðvaranir og hryssingslegt sunnan- og vestantil Veður Fleiri fréttir Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna Sjá meira
Í yfirlýsingu á vef fyrirtækisins segir að tölvuþrjótarnir rússnesku hafi náð aðgangi að tölvupóstum örfárra innan veggja Microsoft. Árásin hófst í nóvember og komu Rússarnir þá höndum yfir gleymdan aðgang í tölvukerfi Microsoft. Þann aðgang notuðu þeir sem fótfestu í kerfinu til að ná áðurnefndum tölvupóstinum, í einföldu máli sagt. Hakkararnir náðu tökum á aðganginum með því að nota eitt algengt lykilorð til að komast inn í fjölmarga aðganga og hittu í einu tilfelli á gamlan aðgang sem var með það lykilorð. Í yfirlýsingu Microsoft segir að tölvuþrjótarnir hafi ekki nýtt sér galla á hugbúnaði fyrirtækisins. Ekki komst upp um árásina fyrr en þann 12. janúar og tókst sérfræðingum Microsoft að loka á Rússana degi síðar. Talið er að þeir hafi sérstaklega verið að leita að gögnum um sjálfa sig en hakkarahópurinn gengur undir ýmsum nöfnum, eins og Midnight Blizzard, Nobelium, APT 29 eða Cozy Bear. Helsta verkefni leyniþjónustunnar ZVR er að afla upplýsingum erlendis og hefur stofnunin verið sökuð um umfangsmiklar tölvuárásir gegn fyrirtækjum, opinberum stofnunum og hugveitum í Bandaríkjunum og í Evrópu á undanförnum árum. Auk þess að hafa gert Solarwind árásina, kom hópurinn einnig að því að stela tölvupóstum úr kerfi Landsnefndar Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum árið 2016. Wikileaks birtu svo tölvupóstunum í aðdraganda kosninganna. Í frétt AP fréttaveitunnar segir að nýjar reglur hafi tekið gildi í Bandaríkjunum í síðasta mánuði, um að fyrirtæki á markaði þurfi að opinbera árásir sem þessar, sem geti haft neikvæð áhrif á rekstur félaganna. Opinbera þarf árásirnar innan fjögurra daga eftir að upp um þær kemst.
Bandaríkin Microsoft Rússland Tölvuárásir Tengdar fréttir Rússneskir tölvuþrjótar ráðast á hjálpar- og mannréttindasamtök Rússneskir tölvuþrjótar, sem taldir eru bera ábyrgð á SolarWinds árásinni svokölluðu, hafa nú gert árás á rúmlega 150 stofnanir og samtök í minnst 24 löndum víðsvegar um heiminn, með því að notast við tölvukerfi ríkisstofnunar sem sér um þróunaraðstoð Bandaríkjanna (USAID). Sérfræðingar Microsoft segja um þrjú þúsund tölvupósta úr tölvukerfi USAID hafa verið senda í árásinni. 28. maí 2021 11:14 Telja rússneska njósnara beina spjótum sínum að bóluefnisrannsóknum Tölvuþrjótar sem eru að öllum líkindum á vegum rússnesku leyniþjónustunnar beina nú spjótum sínum að stofnunum sem reyna að þróa bóluefni gegn nýju afbrigði kórónuveiru að mati leyniþjónusta Bretlands, Bandaríkjanna og Kanada. Rússar hafnað ásökununum. 16. júlí 2020 16:12 Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent Stigmögnunin heldur áfram Erlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Gular viðvaranir og hryssingslegt sunnan- og vestantil Veður Fleiri fréttir Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna Sjá meira
Rússneskir tölvuþrjótar ráðast á hjálpar- og mannréttindasamtök Rússneskir tölvuþrjótar, sem taldir eru bera ábyrgð á SolarWinds árásinni svokölluðu, hafa nú gert árás á rúmlega 150 stofnanir og samtök í minnst 24 löndum víðsvegar um heiminn, með því að notast við tölvukerfi ríkisstofnunar sem sér um þróunaraðstoð Bandaríkjanna (USAID). Sérfræðingar Microsoft segja um þrjú þúsund tölvupósta úr tölvukerfi USAID hafa verið senda í árásinni. 28. maí 2021 11:14
Telja rússneska njósnara beina spjótum sínum að bóluefnisrannsóknum Tölvuþrjótar sem eru að öllum líkindum á vegum rússnesku leyniþjónustunnar beina nú spjótum sínum að stofnunum sem reyna að þróa bóluefni gegn nýju afbrigði kórónuveiru að mati leyniþjónusta Bretlands, Bandaríkjanna og Kanada. Rússar hafnað ásökununum. 16. júlí 2020 16:12