Rússneskir hakkarar náðu tölvupóstum leiðtoga Microsoft Samúel Karl Ólason skrifar 20. janúar 2024 09:05 Tölvuþrjótarnir, sem taldir eru tilheyra rússneskri leyniþjónustu, leituðu upplýsinga um sjálfa sig í tölvukerfi Microsoft. AP/Michel Euler Rússneskir hakkarar, sem taldir eru á vegum rússnesku leyniþjónustunnar ZVR, eru sagðir hafa brotið sér leið inn í tölvukerfi Microsoft þar sem þeir komu höndum yfir tölvupósta frá fólki í leiðtogateymi fyrirtækisins auk starfsmanna netöryggis- og lögmannadeilda þess. Tölvuþrjótarnir eru þeir sömu og komu að SolarWinds árásinni, sem lýst hefur verið sem þeirri verstu í sögu Bandaríkjanna. Í yfirlýsingu á vef fyrirtækisins segir að tölvuþrjótarnir rússnesku hafi náð aðgangi að tölvupóstum örfárra innan veggja Microsoft. Árásin hófst í nóvember og komu Rússarnir þá höndum yfir gleymdan aðgang í tölvukerfi Microsoft. Þann aðgang notuðu þeir sem fótfestu í kerfinu til að ná áðurnefndum tölvupóstinum, í einföldu máli sagt. Hakkararnir náðu tökum á aðganginum með því að nota eitt algengt lykilorð til að komast inn í fjölmarga aðganga og hittu í einu tilfelli á gamlan aðgang sem var með það lykilorð. Í yfirlýsingu Microsoft segir að tölvuþrjótarnir hafi ekki nýtt sér galla á hugbúnaði fyrirtækisins. Ekki komst upp um árásina fyrr en þann 12. janúar og tókst sérfræðingum Microsoft að loka á Rússana degi síðar. Talið er að þeir hafi sérstaklega verið að leita að gögnum um sjálfa sig en hakkarahópurinn gengur undir ýmsum nöfnum, eins og Midnight Blizzard, Nobelium, APT 29 eða Cozy Bear. Helsta verkefni leyniþjónustunnar ZVR er að afla upplýsingum erlendis og hefur stofnunin verið sökuð um umfangsmiklar tölvuárásir gegn fyrirtækjum, opinberum stofnunum og hugveitum í Bandaríkjunum og í Evrópu á undanförnum árum. Auk þess að hafa gert Solarwind árásina, kom hópurinn einnig að því að stela tölvupóstum úr kerfi Landsnefndar Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum árið 2016. Wikileaks birtu svo tölvupóstunum í aðdraganda kosninganna. Í frétt AP fréttaveitunnar segir að nýjar reglur hafi tekið gildi í Bandaríkjunum í síðasta mánuði, um að fyrirtæki á markaði þurfi að opinbera árásir sem þessar, sem geti haft neikvæð áhrif á rekstur félaganna. Opinbera þarf árásirnar innan fjögurra daga eftir að upp um þær kemst. Bandaríkin Microsoft Rússland Tölvuárásir Tengdar fréttir Rússneskir tölvuþrjótar ráðast á hjálpar- og mannréttindasamtök Rússneskir tölvuþrjótar, sem taldir eru bera ábyrgð á SolarWinds árásinni svokölluðu, hafa nú gert árás á rúmlega 150 stofnanir og samtök í minnst 24 löndum víðsvegar um heiminn, með því að notast við tölvukerfi ríkisstofnunar sem sér um þróunaraðstoð Bandaríkjanna (USAID). Sérfræðingar Microsoft segja um þrjú þúsund tölvupósta úr tölvukerfi USAID hafa verið senda í árásinni. 28. maí 2021 11:14 Telja rússneska njósnara beina spjótum sínum að bóluefnisrannsóknum Tölvuþrjótar sem eru að öllum líkindum á vegum rússnesku leyniþjónustunnar beina nú spjótum sínum að stofnunum sem reyna að þróa bóluefni gegn nýju afbrigði kórónuveiru að mati leyniþjónusta Bretlands, Bandaríkjanna og Kanada. Rússar hafnað ásökununum. 16. júlí 2020 16:12 Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Fleiri fréttir Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Sjá meira
Í yfirlýsingu á vef fyrirtækisins segir að tölvuþrjótarnir rússnesku hafi náð aðgangi að tölvupóstum örfárra innan veggja Microsoft. Árásin hófst í nóvember og komu Rússarnir þá höndum yfir gleymdan aðgang í tölvukerfi Microsoft. Þann aðgang notuðu þeir sem fótfestu í kerfinu til að ná áðurnefndum tölvupóstinum, í einföldu máli sagt. Hakkararnir náðu tökum á aðganginum með því að nota eitt algengt lykilorð til að komast inn í fjölmarga aðganga og hittu í einu tilfelli á gamlan aðgang sem var með það lykilorð. Í yfirlýsingu Microsoft segir að tölvuþrjótarnir hafi ekki nýtt sér galla á hugbúnaði fyrirtækisins. Ekki komst upp um árásina fyrr en þann 12. janúar og tókst sérfræðingum Microsoft að loka á Rússana degi síðar. Talið er að þeir hafi sérstaklega verið að leita að gögnum um sjálfa sig en hakkarahópurinn gengur undir ýmsum nöfnum, eins og Midnight Blizzard, Nobelium, APT 29 eða Cozy Bear. Helsta verkefni leyniþjónustunnar ZVR er að afla upplýsingum erlendis og hefur stofnunin verið sökuð um umfangsmiklar tölvuárásir gegn fyrirtækjum, opinberum stofnunum og hugveitum í Bandaríkjunum og í Evrópu á undanförnum árum. Auk þess að hafa gert Solarwind árásina, kom hópurinn einnig að því að stela tölvupóstum úr kerfi Landsnefndar Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum árið 2016. Wikileaks birtu svo tölvupóstunum í aðdraganda kosninganna. Í frétt AP fréttaveitunnar segir að nýjar reglur hafi tekið gildi í Bandaríkjunum í síðasta mánuði, um að fyrirtæki á markaði þurfi að opinbera árásir sem þessar, sem geti haft neikvæð áhrif á rekstur félaganna. Opinbera þarf árásirnar innan fjögurra daga eftir að upp um þær kemst.
Bandaríkin Microsoft Rússland Tölvuárásir Tengdar fréttir Rússneskir tölvuþrjótar ráðast á hjálpar- og mannréttindasamtök Rússneskir tölvuþrjótar, sem taldir eru bera ábyrgð á SolarWinds árásinni svokölluðu, hafa nú gert árás á rúmlega 150 stofnanir og samtök í minnst 24 löndum víðsvegar um heiminn, með því að notast við tölvukerfi ríkisstofnunar sem sér um þróunaraðstoð Bandaríkjanna (USAID). Sérfræðingar Microsoft segja um þrjú þúsund tölvupósta úr tölvukerfi USAID hafa verið senda í árásinni. 28. maí 2021 11:14 Telja rússneska njósnara beina spjótum sínum að bóluefnisrannsóknum Tölvuþrjótar sem eru að öllum líkindum á vegum rússnesku leyniþjónustunnar beina nú spjótum sínum að stofnunum sem reyna að þróa bóluefni gegn nýju afbrigði kórónuveiru að mati leyniþjónusta Bretlands, Bandaríkjanna og Kanada. Rússar hafnað ásökununum. 16. júlí 2020 16:12 Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Fleiri fréttir Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Sjá meira
Rússneskir tölvuþrjótar ráðast á hjálpar- og mannréttindasamtök Rússneskir tölvuþrjótar, sem taldir eru bera ábyrgð á SolarWinds árásinni svokölluðu, hafa nú gert árás á rúmlega 150 stofnanir og samtök í minnst 24 löndum víðsvegar um heiminn, með því að notast við tölvukerfi ríkisstofnunar sem sér um þróunaraðstoð Bandaríkjanna (USAID). Sérfræðingar Microsoft segja um þrjú þúsund tölvupósta úr tölvukerfi USAID hafa verið senda í árásinni. 28. maí 2021 11:14
Telja rússneska njósnara beina spjótum sínum að bóluefnisrannsóknum Tölvuþrjótar sem eru að öllum líkindum á vegum rússnesku leyniþjónustunnar beina nú spjótum sínum að stofnunum sem reyna að þróa bóluefni gegn nýju afbrigði kórónuveiru að mati leyniþjónusta Bretlands, Bandaríkjanna og Kanada. Rússar hafnað ásökununum. 16. júlí 2020 16:12