Þeirra fjármunir eru ekki ástæða þess að við höfum ekki verið nógu góðir Sindri Sverrisson skrifar 21. janúar 2024 22:16 Snorri Steinn Guðjónsson þurfti að létta af sér á fundi með leikmönnum í dag. VÍSIR/VILHELM Snorri Steinn Guðjónsson segist læra eitthvað á hverjum degi á sínu fyrsta stórmóti sem landsliðsþjálfari í handbolta. Hann hafi þó engan tíma til annars en að huga strax að leiknum við Króata á morgun, eftir að hafa gert upp tapið gegn Frökkum á „þungum“ liðsfundi í dag. „Ég læri eitthvað á hverjum degi og í hverjum einasta leik. En ég er ekki kominn á þann stað að fara að gera hlutina upp. Ég er bara í einhverju skrímsli sem stórmót er, og tek á því sem fyrir höndum ber. Ég hef nógan tíma í febrúar til að fara yfir hvað ég tek út úr mótinu,“ sagði Snorri Steinn á fjölmiðlahittingi á hóteli landsliðsins í Köln í dag. Ísland hefur í síðustu leikjum átt við stórlið Frakklands og Þýskalands, og ljóst er að handknattleikssambönd þessara landa hafa úr talsvert meira fjármagni að spila en það íslenska. Er eitthvað sérstakt sem Snorri myndi nýta aukið fjármagn í, til að bæta umgjörðina á stórmóti? „Nei. Mér finnst fáránlega vel að þessu staðið hjá okkur. Hópurinn flottur og teymið frábært. Þannig að ég hef ekki yfir neinu að kvarta. Þetta eru hlutir sem ég velti ekki fyrir mér. Fjármunir þessara sambanda eru ekki ástæðan fyrir því að við höfum ekki verið nógu góðir.“ Klippa: Snorri hélt þungan fund í dag Snorri fór ekki leynt með það hve miklum vonbrigðum frammistaðan gegn Frökkum olli honum. „Þetta var þungur fundur áðan. Ég þurfti að létta af mér. Það er ég sem ber ábyrgð á því að frammistaðan hafi verið léleg. Það er líka á mína ábyrgð þá að rífa þetta í gang. Menn eru sárir og svekktir, ég finn það alveg, og það er bara eðlilegasti hlutur í heimi. En ég hef samt sem áður bullandi trú á þessum strákum. Að þeir geti sýnt hvað raunverulega býr í þeim því ég vil meina, og þeir sjálfir, að við eigum nóg inni.“ „Alltaf erfitt að eiga við Króata“ Besta leiðin til að sýna það er gegn öflugu liði Króata á morgun, en Króatía er aðeins með eitt stig og getur Ísland því farið upp fyrir Króata með sigri. „Ég held að það sé alltaf erfitt að eiga við Króata. Sagan segir okkur það. Mér finnst þeir hafa sett saman flott lið. Búnir að yngja vel upp. Margir gaurar sem hafa verið í Zagreb og í Meistaradeildinni. Líta vel út. Erfiðir við að eiga. Það er eitt og annað sem við þurfum að varast en fyrst og fremst þurfum við að kíkja á okkur sjálfa og viðurkenna að það vantaði fullt upp á eigin frammistöðu. Við þurfum að kalla hana fram og þá getum við kannski komið í veg fyrir eitthvað sem Króatarnir gera,“ sagði Snorri. Næsti leikur Íslands er gegn Króatíu á morgun klukkan 14:30 að íslenskum tíma. Öflugt teymi Vísis og Stöðvar 2 er í Köln og fjallar um mótið í máli og myndum. Landslið karla í handbolta EM 2024 í handbolta Mest lesið Tillögu Aþenu vantaði þrjú prósent til að vera tekin fyrir: Gengu út af KKÍ þinginu Körfubolti Í beinni: Ísland - Grikkland | Geta tryggt sig á fjórtánda EM í röð Handbolti Sjónvarpsbannið í enska boltanum pirrar prinsinn Enski boltinn Svona var þing KKÍ Körfubolti Hafþór Júlíus keppir á móti í Síberíu Sport Aþena fann smugu á reglunum og mætti aftur á KKÍ þingið Körfubolti Stórefast um framtíð íslenska körfuboltans ef ekkert verði gert Körfubolti Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Skoraði Messi þá ólöglegt mark í úrslitaleik HM í Katar? Fótbolti Aron verður heldur ekki með í dag Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Ísland - Grikkland | Geta tryggt sig á fjórtánda EM í röð Dana Björg með níu mörk í stórsigri Snorri Steinn um Hauk: Mér finnst hann hafa valið rétt „Viljum klára það eins fljótt og hægt er“ Aron verður heldur ekki með í dag „Hefur verið draumur minn síðan ég var lítill“ „Að fá að gera þetta alla daga er draumur“ Síðustu miðarnir ruku út og uppselt í Laugardalshöllina á morgun Donni: Ekki spilað með helmingnum af þessum strákum Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda „Engin draumastaða“ Alfreð fyrsti íslenski þjálfarinn til að tapa stigi Hart barist um að fylgja Íslandi á EM Gunnar tekur aftur við Haukum „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum „Frábært að fá fleiri gaura inn í systemið“ „Finnst við hafa sýnt hversu góðir við erum“ Hálfleiksræða Dags kveikti á króatíska liðinu Gísli og Ómar gerðir útlægir vegna skautasýningar Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Ljónin staðfesta komu Hauks rétt fyrir landsleik „Það dugar yfirleitt til að spila handboltaleik“ Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Strákarnir sem mæta Grikkjum í dag: Margir aðalleikarar utan hóps „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki Aron enn einn lykilmaðurinn sem missir af Grikklandsleiknum Sjá meira
„Ég læri eitthvað á hverjum degi og í hverjum einasta leik. En ég er ekki kominn á þann stað að fara að gera hlutina upp. Ég er bara í einhverju skrímsli sem stórmót er, og tek á því sem fyrir höndum ber. Ég hef nógan tíma í febrúar til að fara yfir hvað ég tek út úr mótinu,“ sagði Snorri Steinn á fjölmiðlahittingi á hóteli landsliðsins í Köln í dag. Ísland hefur í síðustu leikjum átt við stórlið Frakklands og Þýskalands, og ljóst er að handknattleikssambönd þessara landa hafa úr talsvert meira fjármagni að spila en það íslenska. Er eitthvað sérstakt sem Snorri myndi nýta aukið fjármagn í, til að bæta umgjörðina á stórmóti? „Nei. Mér finnst fáránlega vel að þessu staðið hjá okkur. Hópurinn flottur og teymið frábært. Þannig að ég hef ekki yfir neinu að kvarta. Þetta eru hlutir sem ég velti ekki fyrir mér. Fjármunir þessara sambanda eru ekki ástæðan fyrir því að við höfum ekki verið nógu góðir.“ Klippa: Snorri hélt þungan fund í dag Snorri fór ekki leynt með það hve miklum vonbrigðum frammistaðan gegn Frökkum olli honum. „Þetta var þungur fundur áðan. Ég þurfti að létta af mér. Það er ég sem ber ábyrgð á því að frammistaðan hafi verið léleg. Það er líka á mína ábyrgð þá að rífa þetta í gang. Menn eru sárir og svekktir, ég finn það alveg, og það er bara eðlilegasti hlutur í heimi. En ég hef samt sem áður bullandi trú á þessum strákum. Að þeir geti sýnt hvað raunverulega býr í þeim því ég vil meina, og þeir sjálfir, að við eigum nóg inni.“ „Alltaf erfitt að eiga við Króata“ Besta leiðin til að sýna það er gegn öflugu liði Króata á morgun, en Króatía er aðeins með eitt stig og getur Ísland því farið upp fyrir Króata með sigri. „Ég held að það sé alltaf erfitt að eiga við Króata. Sagan segir okkur það. Mér finnst þeir hafa sett saman flott lið. Búnir að yngja vel upp. Margir gaurar sem hafa verið í Zagreb og í Meistaradeildinni. Líta vel út. Erfiðir við að eiga. Það er eitt og annað sem við þurfum að varast en fyrst og fremst þurfum við að kíkja á okkur sjálfa og viðurkenna að það vantaði fullt upp á eigin frammistöðu. Við þurfum að kalla hana fram og þá getum við kannski komið í veg fyrir eitthvað sem Króatarnir gera,“ sagði Snorri. Næsti leikur Íslands er gegn Króatíu á morgun klukkan 14:30 að íslenskum tíma. Öflugt teymi Vísis og Stöðvar 2 er í Köln og fjallar um mótið í máli og myndum.
Landslið karla í handbolta EM 2024 í handbolta Mest lesið Tillögu Aþenu vantaði þrjú prósent til að vera tekin fyrir: Gengu út af KKÍ þinginu Körfubolti Í beinni: Ísland - Grikkland | Geta tryggt sig á fjórtánda EM í röð Handbolti Sjónvarpsbannið í enska boltanum pirrar prinsinn Enski boltinn Svona var þing KKÍ Körfubolti Hafþór Júlíus keppir á móti í Síberíu Sport Aþena fann smugu á reglunum og mætti aftur á KKÍ þingið Körfubolti Stórefast um framtíð íslenska körfuboltans ef ekkert verði gert Körfubolti Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Skoraði Messi þá ólöglegt mark í úrslitaleik HM í Katar? Fótbolti Aron verður heldur ekki með í dag Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Ísland - Grikkland | Geta tryggt sig á fjórtánda EM í röð Dana Björg með níu mörk í stórsigri Snorri Steinn um Hauk: Mér finnst hann hafa valið rétt „Viljum klára það eins fljótt og hægt er“ Aron verður heldur ekki með í dag „Hefur verið draumur minn síðan ég var lítill“ „Að fá að gera þetta alla daga er draumur“ Síðustu miðarnir ruku út og uppselt í Laugardalshöllina á morgun Donni: Ekki spilað með helmingnum af þessum strákum Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda „Engin draumastaða“ Alfreð fyrsti íslenski þjálfarinn til að tapa stigi Hart barist um að fylgja Íslandi á EM Gunnar tekur aftur við Haukum „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum „Frábært að fá fleiri gaura inn í systemið“ „Finnst við hafa sýnt hversu góðir við erum“ Hálfleiksræða Dags kveikti á króatíska liðinu Gísli og Ómar gerðir útlægir vegna skautasýningar Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Ljónin staðfesta komu Hauks rétt fyrir landsleik „Það dugar yfirleitt til að spila handboltaleik“ Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Strákarnir sem mæta Grikkjum í dag: Margir aðalleikarar utan hóps „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki Aron enn einn lykilmaðurinn sem missir af Grikklandsleiknum Sjá meira