Þeirra fjármunir eru ekki ástæða þess að við höfum ekki verið nógu góðir Sindri Sverrisson skrifar 21. janúar 2024 22:16 Snorri Steinn Guðjónsson þurfti að létta af sér á fundi með leikmönnum í dag. VÍSIR/VILHELM Snorri Steinn Guðjónsson segist læra eitthvað á hverjum degi á sínu fyrsta stórmóti sem landsliðsþjálfari í handbolta. Hann hafi þó engan tíma til annars en að huga strax að leiknum við Króata á morgun, eftir að hafa gert upp tapið gegn Frökkum á „þungum“ liðsfundi í dag. „Ég læri eitthvað á hverjum degi og í hverjum einasta leik. En ég er ekki kominn á þann stað að fara að gera hlutina upp. Ég er bara í einhverju skrímsli sem stórmót er, og tek á því sem fyrir höndum ber. Ég hef nógan tíma í febrúar til að fara yfir hvað ég tek út úr mótinu,“ sagði Snorri Steinn á fjölmiðlahittingi á hóteli landsliðsins í Köln í dag. Ísland hefur í síðustu leikjum átt við stórlið Frakklands og Þýskalands, og ljóst er að handknattleikssambönd þessara landa hafa úr talsvert meira fjármagni að spila en það íslenska. Er eitthvað sérstakt sem Snorri myndi nýta aukið fjármagn í, til að bæta umgjörðina á stórmóti? „Nei. Mér finnst fáránlega vel að þessu staðið hjá okkur. Hópurinn flottur og teymið frábært. Þannig að ég hef ekki yfir neinu að kvarta. Þetta eru hlutir sem ég velti ekki fyrir mér. Fjármunir þessara sambanda eru ekki ástæðan fyrir því að við höfum ekki verið nógu góðir.“ Klippa: Snorri hélt þungan fund í dag Snorri fór ekki leynt með það hve miklum vonbrigðum frammistaðan gegn Frökkum olli honum. „Þetta var þungur fundur áðan. Ég þurfti að létta af mér. Það er ég sem ber ábyrgð á því að frammistaðan hafi verið léleg. Það er líka á mína ábyrgð þá að rífa þetta í gang. Menn eru sárir og svekktir, ég finn það alveg, og það er bara eðlilegasti hlutur í heimi. En ég hef samt sem áður bullandi trú á þessum strákum. Að þeir geti sýnt hvað raunverulega býr í þeim því ég vil meina, og þeir sjálfir, að við eigum nóg inni.“ „Alltaf erfitt að eiga við Króata“ Besta leiðin til að sýna það er gegn öflugu liði Króata á morgun, en Króatía er aðeins með eitt stig og getur Ísland því farið upp fyrir Króata með sigri. „Ég held að það sé alltaf erfitt að eiga við Króata. Sagan segir okkur það. Mér finnst þeir hafa sett saman flott lið. Búnir að yngja vel upp. Margir gaurar sem hafa verið í Zagreb og í Meistaradeildinni. Líta vel út. Erfiðir við að eiga. Það er eitt og annað sem við þurfum að varast en fyrst og fremst þurfum við að kíkja á okkur sjálfa og viðurkenna að það vantaði fullt upp á eigin frammistöðu. Við þurfum að kalla hana fram og þá getum við kannski komið í veg fyrir eitthvað sem Króatarnir gera,“ sagði Snorri. Næsti leikur Íslands er gegn Króatíu á morgun klukkan 14:30 að íslenskum tíma. Öflugt teymi Vísis og Stöðvar 2 er í Köln og fjallar um mótið í máli og myndum. Landslið karla í handbolta EM 2024 í handbolta Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Enski boltinn „Vont að vakna einn daginn og geta ekki gert það sem ég vil“ Sport Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Enski boltinn Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Enski boltinn Fleiri fréttir Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Sjá meira
„Ég læri eitthvað á hverjum degi og í hverjum einasta leik. En ég er ekki kominn á þann stað að fara að gera hlutina upp. Ég er bara í einhverju skrímsli sem stórmót er, og tek á því sem fyrir höndum ber. Ég hef nógan tíma í febrúar til að fara yfir hvað ég tek út úr mótinu,“ sagði Snorri Steinn á fjölmiðlahittingi á hóteli landsliðsins í Köln í dag. Ísland hefur í síðustu leikjum átt við stórlið Frakklands og Þýskalands, og ljóst er að handknattleikssambönd þessara landa hafa úr talsvert meira fjármagni að spila en það íslenska. Er eitthvað sérstakt sem Snorri myndi nýta aukið fjármagn í, til að bæta umgjörðina á stórmóti? „Nei. Mér finnst fáránlega vel að þessu staðið hjá okkur. Hópurinn flottur og teymið frábært. Þannig að ég hef ekki yfir neinu að kvarta. Þetta eru hlutir sem ég velti ekki fyrir mér. Fjármunir þessara sambanda eru ekki ástæðan fyrir því að við höfum ekki verið nógu góðir.“ Klippa: Snorri hélt þungan fund í dag Snorri fór ekki leynt með það hve miklum vonbrigðum frammistaðan gegn Frökkum olli honum. „Þetta var þungur fundur áðan. Ég þurfti að létta af mér. Það er ég sem ber ábyrgð á því að frammistaðan hafi verið léleg. Það er líka á mína ábyrgð þá að rífa þetta í gang. Menn eru sárir og svekktir, ég finn það alveg, og það er bara eðlilegasti hlutur í heimi. En ég hef samt sem áður bullandi trú á þessum strákum. Að þeir geti sýnt hvað raunverulega býr í þeim því ég vil meina, og þeir sjálfir, að við eigum nóg inni.“ „Alltaf erfitt að eiga við Króata“ Besta leiðin til að sýna það er gegn öflugu liði Króata á morgun, en Króatía er aðeins með eitt stig og getur Ísland því farið upp fyrir Króata með sigri. „Ég held að það sé alltaf erfitt að eiga við Króata. Sagan segir okkur það. Mér finnst þeir hafa sett saman flott lið. Búnir að yngja vel upp. Margir gaurar sem hafa verið í Zagreb og í Meistaradeildinni. Líta vel út. Erfiðir við að eiga. Það er eitt og annað sem við þurfum að varast en fyrst og fremst þurfum við að kíkja á okkur sjálfa og viðurkenna að það vantaði fullt upp á eigin frammistöðu. Við þurfum að kalla hana fram og þá getum við kannski komið í veg fyrir eitthvað sem Króatarnir gera,“ sagði Snorri. Næsti leikur Íslands er gegn Króatíu á morgun klukkan 14:30 að íslenskum tíma. Öflugt teymi Vísis og Stöðvar 2 er í Köln og fjallar um mótið í máli og myndum.
Landslið karla í handbolta EM 2024 í handbolta Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Enski boltinn „Vont að vakna einn daginn og geta ekki gert það sem ég vil“ Sport Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Enski boltinn Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Enski boltinn Fleiri fréttir Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Sjá meira