Selur eitt frægasta Ólympíugull sögunnar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. janúar 2024 14:31 Bob Beamon við mynd af sér í sigurstökkinu á Ólympíuleikunum í Mexíkó 1968. Getty Bandaríski frjálsíþróttamaðurinn Bob Beamon vann á sínum tíma einn eftirminnilegasta sigurinn í sögu Ólympíuleikanna og nú getur einhver áhugasamur eignast gullverðlaunin sem hann fékk um hálsinn á sumarleikunum í Mexíkó árið 1968. Beamon vann ekki aðeins Ólympíugull í langstökki fyrir tæpum 56 árum heldur bætti hann heimsmetið um 55 sentimetra með því að stökkva 8,90 metra. Svo langt var stökkið að þeir gátu ekki mælt það strax. Starfsmennirnir þurftu að sækja lengra málband. @sportbladet Þetta heimsmet átti síðan eftir að standa í 23 ár eða til ársins 1991 þegar Mike Powell stökk 8,95 metra á HM í Tókýó. Beamon ræddi gullverðlaunin og söluna á þeim í viðtali við Sports Illustrated og fór þar yfir ástæðuna fyrir því að hann ætlar að selja gullið sitt. „Ég hef fengið að njóta þessara gullverðlauna í meira en 55 ár og geri enn en ég tel að heimurinn eigi að fá að sjá þau og einhver annar að fá tækifæri til dást af þeim. Ég er 77 ára gamall núna og minningarnar og ást mín á medalíunni eru engu lík. Hins vegar er það líka yndisleg tilfinning að láta þau frá mér,“ sagði Bob Beamon. Ólympíuverðlaunin eru metin á bilinu 400 til 600 þúsund Bandaríkjadali eða á bilinu 55 til 82 milljónir íslenskra króna. Uppboðshaldarinn Christie mun bjóða þau upp og ef þau seljast á fyrrnefndu verðbili verður þetta eitt það mesta sem hefur fengist fyrir Ólympíuverðlaun á slíku uppboði. Árið 2013 seldist ein af fernum gullverðlaun Jesse Owens frá ÓL í Berlin 1936 fyrir 1,46 milljónir dollara eða 200 milljónir króna. Want to buy Bob Beamon s 8.90 Mexico 68 gold medal ? Estimate: $400,000-600,000Exceptional Sale on 1 February 2024 at Christie s in New YorkIt s always a bit sad to learn that a champion has to sell their medals https://t.co/vnqJ6Up0d7 pic.twitter.com/YWOCke4z9w— PJ Vazel (@pjvazel) January 21, 2024 Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar Mest lesið Notuðu mynd af röngum manni þegar þeir minntust Jota og bróður hans Fótbolti McGregor rýfur þögnina: Sá eigin dauðdaga og fann guð Sport Heimir um Ísland: „Finnst vanta aðeins kjöt á beinin“ Fótbolti Sjáðu stórkostlega hjólhestaspyrnu Ronaldos Fótbolti Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Formúla 1 Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Enski boltinn Íhugar framtíðina og gæti hafa leikið sinn síðasta leik fyrir Breiðablik Fótbolti Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Enski boltinn Dagskráin í dag: Mikilvægur leikur á Old Trafford Sport Þjálfari sakaði leikmann um að leggja hendur á sig Sport Fleiri fréttir Vonar að titilvörnin hefjist ekki á konunni sem vann hann um daginn Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Messi með mark og stoðsendingaþrennu og liðið tveimur sigrum frá titlinum Rooney hvetur Slot til að henda Salah á bekkinn McGregor rýfur þögnina: Sá eigin dauðdaga og fann guð Þjálfari sakaði leikmann um að leggja hendur á sig Heimir um Ísland: „Finnst vanta aðeins kjöt á beinin“ Sjáðu þrennuna hjá Eze og öll mörkin úr enska Sjáðu stórkostlega hjólhestaspyrnu Ronaldos Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Notuðu mynd af röngum manni þegar þeir minntust Jota og bróður hans Íhugar framtíðina og gæti hafa leikið sinn síðasta leik fyrir Breiðablik Dagskráin í dag: Mikilvægur leikur á Old Trafford Tilþrifin: Risatroðslur og samspil Valsmanna Bellingham bjargaði stigi fyrir Madrídinga Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Pulisic hetjan í Mílanóslagnum Hákon kom inn af bekknum og Lille snéri dæminu við „Þá þurfum við kannski líka bara að breyta öllu“ Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Lið Söndru Maríu aðstoðaði Glódísi og stöllur í titilbaráttunni Martin stigahæstur í sigri Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Orri skoraði sex í stórsigri Annar frábær dagur hjá Jóni Erik í Finnlandi Sædís og Arna norskir bikarmeistarar Glódís Perla hvíld en mjög fljót að ná sér í gult spjald Morgan Rogers með sigurmarkið úr aukaspyrnu Sjá meira
Beamon vann ekki aðeins Ólympíugull í langstökki fyrir tæpum 56 árum heldur bætti hann heimsmetið um 55 sentimetra með því að stökkva 8,90 metra. Svo langt var stökkið að þeir gátu ekki mælt það strax. Starfsmennirnir þurftu að sækja lengra málband. @sportbladet Þetta heimsmet átti síðan eftir að standa í 23 ár eða til ársins 1991 þegar Mike Powell stökk 8,95 metra á HM í Tókýó. Beamon ræddi gullverðlaunin og söluna á þeim í viðtali við Sports Illustrated og fór þar yfir ástæðuna fyrir því að hann ætlar að selja gullið sitt. „Ég hef fengið að njóta þessara gullverðlauna í meira en 55 ár og geri enn en ég tel að heimurinn eigi að fá að sjá þau og einhver annar að fá tækifæri til dást af þeim. Ég er 77 ára gamall núna og minningarnar og ást mín á medalíunni eru engu lík. Hins vegar er það líka yndisleg tilfinning að láta þau frá mér,“ sagði Bob Beamon. Ólympíuverðlaunin eru metin á bilinu 400 til 600 þúsund Bandaríkjadali eða á bilinu 55 til 82 milljónir íslenskra króna. Uppboðshaldarinn Christie mun bjóða þau upp og ef þau seljast á fyrrnefndu verðbili verður þetta eitt það mesta sem hefur fengist fyrir Ólympíuverðlaun á slíku uppboði. Árið 2013 seldist ein af fernum gullverðlaun Jesse Owens frá ÓL í Berlin 1936 fyrir 1,46 milljónir dollara eða 200 milljónir króna. Want to buy Bob Beamon s 8.90 Mexico 68 gold medal ? Estimate: $400,000-600,000Exceptional Sale on 1 February 2024 at Christie s in New YorkIt s always a bit sad to learn that a champion has to sell their medals https://t.co/vnqJ6Up0d7 pic.twitter.com/YWOCke4z9w— PJ Vazel (@pjvazel) January 21, 2024
Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar Mest lesið Notuðu mynd af röngum manni þegar þeir minntust Jota og bróður hans Fótbolti McGregor rýfur þögnina: Sá eigin dauðdaga og fann guð Sport Heimir um Ísland: „Finnst vanta aðeins kjöt á beinin“ Fótbolti Sjáðu stórkostlega hjólhestaspyrnu Ronaldos Fótbolti Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Formúla 1 Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Enski boltinn Íhugar framtíðina og gæti hafa leikið sinn síðasta leik fyrir Breiðablik Fótbolti Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Enski boltinn Dagskráin í dag: Mikilvægur leikur á Old Trafford Sport Þjálfari sakaði leikmann um að leggja hendur á sig Sport Fleiri fréttir Vonar að titilvörnin hefjist ekki á konunni sem vann hann um daginn Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Messi með mark og stoðsendingaþrennu og liðið tveimur sigrum frá titlinum Rooney hvetur Slot til að henda Salah á bekkinn McGregor rýfur þögnina: Sá eigin dauðdaga og fann guð Þjálfari sakaði leikmann um að leggja hendur á sig Heimir um Ísland: „Finnst vanta aðeins kjöt á beinin“ Sjáðu þrennuna hjá Eze og öll mörkin úr enska Sjáðu stórkostlega hjólhestaspyrnu Ronaldos Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Notuðu mynd af röngum manni þegar þeir minntust Jota og bróður hans Íhugar framtíðina og gæti hafa leikið sinn síðasta leik fyrir Breiðablik Dagskráin í dag: Mikilvægur leikur á Old Trafford Tilþrifin: Risatroðslur og samspil Valsmanna Bellingham bjargaði stigi fyrir Madrídinga Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Pulisic hetjan í Mílanóslagnum Hákon kom inn af bekknum og Lille snéri dæminu við „Þá þurfum við kannski líka bara að breyta öllu“ Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Lið Söndru Maríu aðstoðaði Glódísi og stöllur í titilbaráttunni Martin stigahæstur í sigri Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Orri skoraði sex í stórsigri Annar frábær dagur hjá Jóni Erik í Finnlandi Sædís og Arna norskir bikarmeistarar Glódís Perla hvíld en mjög fljót að ná sér í gult spjald Morgan Rogers með sigurmarkið úr aukaspyrnu Sjá meira