Þá fjöllum við um ástandið í Grindavík en vinna við að koma hita á öll hús í bænum er nú langt komin.
Að auki segjum við frá nýrri fylgiskönnun þar sem Samfylkingin mælist enn stærst en Miðflokkurinn sækir í sig veðrið þriðju mælinguna í röð.
Í íþróttapakkanum verður áherslan á handboltalandsliðið en enn ein ögurstundin rennur upp á morgun þegar strákarnir okkar mæta Austurríkismönnum.