„Það er alveg þörf á þessu fyrir nördana“ Snorri Már Vagnsson skrifar 24. janúar 2024 13:00 Jón Þór og Tómas hafa slegið í gegn með Fragginu, en hlaðvarpið var í öðru sæti yfir þau vinsælustu á landinu. Jón Þór Ísfeld Hermannsson og Tómas Jóhannsson standa fyrir hlaðvarpinu Fraggið, þar sem farið er yfir málin í tölvuleiknum Counter-Strike. Jón Þór og Tómas, eða Tommi, hafa þekkst lengi. Þeir stofnuðu lið í Counter-Strike árið 2014 og fóru strax að feta sig áfram í senunni. Tommi lýsti LAN-keppnum í leiknum og dró Jón með sér í að lýsa leikjum sem sýndir voru á netinu. Hugmyndina um hlaðvarp segja strákarnir hafa verið lengi viðloðna við þá, en strákarnir vildu báðir gera eitthvað efni á íslensku fyrir Counter-Strike. Tommi var með þátt sem heitir Sögur úr CS, en þá hitti hann leikmenn leiksins og spjallaði við þá um hann. „Það var í rauninni ekkert content að koma á íslensku, nema þátturinn hans Tomma,“ sagði Jón Þór. Jón Þór og Tómas hafa séð um að lýsa Ljósleiðaradeildinni í vetur og eru CS-áhangendum því kunnugir. „Það er alveg þörf á þessu fyrir nördana" Eftir að hafa lýst tímabilinu sem nú er í gangi í Ljósleiðaradeildinni ákváðu strákarnir að láta til sín taka og hófu upptökur á Fragginu, en strákunum fannst mikið pláss vera fyrir hlaðvarp af þessu tagi, enda margir Íslendingar sem hafa áhuga á Counter-Strike á Íslandi. „Það er alveg þörf á þessu fyrir nördana,“ segir Tommi. Fyrsti þátturinn af Fragginu kom út þann 22. desember síðastliðinn. Strákarnir fundu strax fyrir miklum áhuga frá CS-samfélaginu, bæði gagnrýni og hvatningu til að halda áfram. Margir hafa lýst yfir áhuga við strákana um að koma í þáttinn að spjalla sem gestir. Aðspurður segir Jón Þór að það sé ekki erfitt að finna efni til að tala um í nýjum þáttum. „CS er alltaf að breytast, og mennirnir með,“ segir Jón Þór. Fraggið fór vel af stað hjá strákunum, en hlaðvarpið komst í annað sæti Spotify yfir vinsælustu hlaðvörp hérlendis. Tommi segir þetta sýna augljósan áhuga landsmanna til að fylgjast með, hvort heldur sem þau fylgist með Ljósleiðaradeildinni eða séu bara CS-spilarar. „Þátturinn er í grunninn um CS með áherslu á íslenskan CS. Ef þú fylgist með leiknum, íslenskum deildum eða útslenskum, þá muntu heyra stóru fréttirnar hjá okkur,“ segir Tommi. Hlaðvarpið Fraggið má finna á Spotify. Rafíþróttir Ljósleiðaradeildin Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld Fótbolti Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Íslenski boltinn Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti Fleiri fréttir Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Sjá meira
Jón Þór og Tómas, eða Tommi, hafa þekkst lengi. Þeir stofnuðu lið í Counter-Strike árið 2014 og fóru strax að feta sig áfram í senunni. Tommi lýsti LAN-keppnum í leiknum og dró Jón með sér í að lýsa leikjum sem sýndir voru á netinu. Hugmyndina um hlaðvarp segja strákarnir hafa verið lengi viðloðna við þá, en strákarnir vildu báðir gera eitthvað efni á íslensku fyrir Counter-Strike. Tommi var með þátt sem heitir Sögur úr CS, en þá hitti hann leikmenn leiksins og spjallaði við þá um hann. „Það var í rauninni ekkert content að koma á íslensku, nema þátturinn hans Tomma,“ sagði Jón Þór. Jón Þór og Tómas hafa séð um að lýsa Ljósleiðaradeildinni í vetur og eru CS-áhangendum því kunnugir. „Það er alveg þörf á þessu fyrir nördana" Eftir að hafa lýst tímabilinu sem nú er í gangi í Ljósleiðaradeildinni ákváðu strákarnir að láta til sín taka og hófu upptökur á Fragginu, en strákunum fannst mikið pláss vera fyrir hlaðvarp af þessu tagi, enda margir Íslendingar sem hafa áhuga á Counter-Strike á Íslandi. „Það er alveg þörf á þessu fyrir nördana,“ segir Tommi. Fyrsti þátturinn af Fragginu kom út þann 22. desember síðastliðinn. Strákarnir fundu strax fyrir miklum áhuga frá CS-samfélaginu, bæði gagnrýni og hvatningu til að halda áfram. Margir hafa lýst yfir áhuga við strákana um að koma í þáttinn að spjalla sem gestir. Aðspurður segir Jón Þór að það sé ekki erfitt að finna efni til að tala um í nýjum þáttum. „CS er alltaf að breytast, og mennirnir með,“ segir Jón Þór. Fraggið fór vel af stað hjá strákunum, en hlaðvarpið komst í annað sæti Spotify yfir vinsælustu hlaðvörp hérlendis. Tommi segir þetta sýna augljósan áhuga landsmanna til að fylgjast með, hvort heldur sem þau fylgist með Ljósleiðaradeildinni eða séu bara CS-spilarar. „Þátturinn er í grunninn um CS með áherslu á íslenskan CS. Ef þú fylgist með leiknum, íslenskum deildum eða útslenskum, þá muntu heyra stóru fréttirnar hjá okkur,“ segir Tommi. Hlaðvarpið Fraggið má finna á Spotify.
Rafíþróttir Ljósleiðaradeildin Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld Fótbolti Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Íslenski boltinn Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti Fleiri fréttir Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Sjá meira