Hlakka til að skrúfa frá í febrúar Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 25. janúar 2024 06:46 Arna Lára Jónsdóttir, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, segir bæinn bíða aðfanga til að geta gert við laugina á Þingeyri. Aðföngin komi í febrúar. Vísir Ísafjarðarbær á von á því að fá aðföng til þess að geta gert við sundlaugina á Þingeyri í febrúar. Forstöðukona segir gesti sársakna laugarinnar. Ljóst varð í nóvember síðastliðnum að ráðast þyrfti í framkvæmdir á laugarkeri sundlaugarinnar í bænum. Í ljós kom að dúkur laugarinnar var ónýtur með þeim afleiðingum að sundlaugin lak. Dúkurinn í laugarkerinu var frá byggingarári hússins, 1996 og var því orðinn 28 ára gamall. Almennt er endingartími um tuttugu ár. Tólf milljón króna framkvæmd „Við erum að bíða eftir aðföngum. Það þarf að skipta um dúkinn í sundlauginni og setja nýja stúta,“ segir Arna Lára Jónsdóttir, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar í skriflegu svari til Vísis. „Það þarf að skipta um dúkinn í sundlauginni og setja nýja stúta. Við eigum von á því að fá aðföngin í febrúar og þá verður strax hafist handa við að skipta. Það er gert ráð fyrir að framkvæmdin kosti 12. mkr.“ Dugleg að mæta en sakna laugarinnar Þorbjörg Gunnarsdóttir, forstöðukona Sundlaugar og íþróttamiðstöðvar Þingeyrar, segir í samtali við Vísi að fastagestir hafi verið duglegir að mæta undanfarna tvo mánuði þrátt fyrir að laugarinnar sé sárt saknað. „Þetta er lítið þorp og þetta er félagsmiðstöð þorpsbúa, þannig að hennar er sárt saknað. En við erum með íþróttasal, rækt, heita potta og sánu. Fólk er mjög duglegt að mæta í það. Sem betur fer, en það sárvantar liðkunina og styrkinguna sem fylgir sundinu,“ segir Þorbjörg. Hún segir að auk þess hafi ekki verið hægt að taka á móti grunnskólakrökkum í skólasundi. Von sé á aðföngum um miðjan febrúar og segir Þorbjörg að framkvæmdir muni taka rúma viku. „Við bara vonum að það standist allt saman. Við erum farin að láta okkur hlakka til að skrúfa frá vatninu.“ Ísafjarðarbær Sundlaugar Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Sjá meira
Ljóst varð í nóvember síðastliðnum að ráðast þyrfti í framkvæmdir á laugarkeri sundlaugarinnar í bænum. Í ljós kom að dúkur laugarinnar var ónýtur með þeim afleiðingum að sundlaugin lak. Dúkurinn í laugarkerinu var frá byggingarári hússins, 1996 og var því orðinn 28 ára gamall. Almennt er endingartími um tuttugu ár. Tólf milljón króna framkvæmd „Við erum að bíða eftir aðföngum. Það þarf að skipta um dúkinn í sundlauginni og setja nýja stúta,“ segir Arna Lára Jónsdóttir, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar í skriflegu svari til Vísis. „Það þarf að skipta um dúkinn í sundlauginni og setja nýja stúta. Við eigum von á því að fá aðföngin í febrúar og þá verður strax hafist handa við að skipta. Það er gert ráð fyrir að framkvæmdin kosti 12. mkr.“ Dugleg að mæta en sakna laugarinnar Þorbjörg Gunnarsdóttir, forstöðukona Sundlaugar og íþróttamiðstöðvar Þingeyrar, segir í samtali við Vísi að fastagestir hafi verið duglegir að mæta undanfarna tvo mánuði þrátt fyrir að laugarinnar sé sárt saknað. „Þetta er lítið þorp og þetta er félagsmiðstöð þorpsbúa, þannig að hennar er sárt saknað. En við erum með íþróttasal, rækt, heita potta og sánu. Fólk er mjög duglegt að mæta í það. Sem betur fer, en það sárvantar liðkunina og styrkinguna sem fylgir sundinu,“ segir Þorbjörg. Hún segir að auk þess hafi ekki verið hægt að taka á móti grunnskólakrökkum í skólasundi. Von sé á aðföngum um miðjan febrúar og segir Þorbjörg að framkvæmdir muni taka rúma viku. „Við bara vonum að það standist allt saman. Við erum farin að láta okkur hlakka til að skrúfa frá vatninu.“
Ísafjarðarbær Sundlaugar Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Sjá meira