Fyrstir með afglæpavæðingu en draga nú í land Samúel Karl Ólason skrifar 24. janúar 2024 14:31 Neysluskammtar fíkniefna verða mögulega aftur refsiverðir í Oregon í lok árs. AP/Dave Killen Þingmenn á ríkisþingi Oregon í Bandaríkjunum lögðu í gær fram frumvarp þar sem fyrri lög ríkisins varðandi afglæpavæðingu fíkniefnanotkunar eru felld úr gildi. Oregon var fyrsta ríki Bandaríkjanna til að taka stór skref í afglæpavæðingu en viðhorf íbúa ríkisins hefur tekið miklum breytingum samhliða mikilli fíkniefnanotkun á almannafæri og umfangsmikilli notkun fentanyls. Frumvarpið mun gera vörslu lítils magns af fíkniefnum aftur að minniháttar afbrotum og gera lögregluþjónum kleift að leggja hald á fíkniefni og stöðva notkun þeirra á almannafæri eins og á gangstéttum og í almenningsgörðum. Samkvæmt AP fréttaveitunni á frumvarpið einnig að gera yfirvöldum auðveldara að lögsækja fíkniefnasala, auðvelda aðgengi fólks að lyfjum sem hjálpa við fíkn og hjálpa fólki í afvötnun við að finna húsnæði. Fréttaveitan hefur eftir einum þingmannanna að um málamiðlun sé að ræða. Þetta sé besta leiðin til að tryggja öryggi fólks og halda áfram að bjarga mannslífum. Kjósendur í Oregon samþykktu með 58 prósenta stuðningi árið 2020 umfangsmikla afglæpavæðingu fíkniefnaneyslu í ríkinu. Síðan þá hefur dauðsföllum vegna ofstórra skammta fjölgað gífurlega og pólitískur þrýstingur á meirihluta Demókrata í ríkinu aukist mjög. Segja handtökur aldrei hafa virkað Rannsakendur segja enn of snemmt að segja til um hvort kenna megi afglæpavæðingunni um fjölgun dauðsfalla í Oregon og aðrir gagnrýndur nýja frumvarpsins segja það aldrei hafa virkað að handtaka fólk fyrir neyslu. Frumvarpið felur í sér að fólk sem er handtekið með neysluskammta á að fá tækifæri til að sleppa við lögsókn með því að hitta meðferðarfulltrúa. Verði fólk dæmt fyrir vörslu neysluskammta á það að geta afmáð það af sakaskrá sinni með tiltölulega auðveldum hætti, samkvæmt frétt ríkisútvarps Oregon. Þar er þó haft eftir Repúblikönum á ríkisþinginu að frumvarpið gangi ekki nægilega langt í að fella afglæpavæðingu úr gildi. Samtök lögregluþjóna og saksóknara hafa einnig slegið á svipaða strengi. Héraðssaksóknarar Oregon segja að varsla neysluskammta eigi að vera refsiverð með allt að árs fangelsisvist. Það sé eina leiðin til að fá fólk til að leita sér aðstoðar. Bandaríkin Fíkn Mest lesið Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Innlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Fleiri fréttir Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Sjá meira
Frumvarpið mun gera vörslu lítils magns af fíkniefnum aftur að minniháttar afbrotum og gera lögregluþjónum kleift að leggja hald á fíkniefni og stöðva notkun þeirra á almannafæri eins og á gangstéttum og í almenningsgörðum. Samkvæmt AP fréttaveitunni á frumvarpið einnig að gera yfirvöldum auðveldara að lögsækja fíkniefnasala, auðvelda aðgengi fólks að lyfjum sem hjálpa við fíkn og hjálpa fólki í afvötnun við að finna húsnæði. Fréttaveitan hefur eftir einum þingmannanna að um málamiðlun sé að ræða. Þetta sé besta leiðin til að tryggja öryggi fólks og halda áfram að bjarga mannslífum. Kjósendur í Oregon samþykktu með 58 prósenta stuðningi árið 2020 umfangsmikla afglæpavæðingu fíkniefnaneyslu í ríkinu. Síðan þá hefur dauðsföllum vegna ofstórra skammta fjölgað gífurlega og pólitískur þrýstingur á meirihluta Demókrata í ríkinu aukist mjög. Segja handtökur aldrei hafa virkað Rannsakendur segja enn of snemmt að segja til um hvort kenna megi afglæpavæðingunni um fjölgun dauðsfalla í Oregon og aðrir gagnrýndur nýja frumvarpsins segja það aldrei hafa virkað að handtaka fólk fyrir neyslu. Frumvarpið felur í sér að fólk sem er handtekið með neysluskammta á að fá tækifæri til að sleppa við lögsókn með því að hitta meðferðarfulltrúa. Verði fólk dæmt fyrir vörslu neysluskammta á það að geta afmáð það af sakaskrá sinni með tiltölulega auðveldum hætti, samkvæmt frétt ríkisútvarps Oregon. Þar er þó haft eftir Repúblikönum á ríkisþinginu að frumvarpið gangi ekki nægilega langt í að fella afglæpavæðingu úr gildi. Samtök lögregluþjóna og saksóknara hafa einnig slegið á svipaða strengi. Héraðssaksóknarar Oregon segja að varsla neysluskammta eigi að vera refsiverð með allt að árs fangelsisvist. Það sé eina leiðin til að fá fólk til að leita sér aðstoðar.
Bandaríkin Fíkn Mest lesið Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Innlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Fleiri fréttir Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Sjá meira