Umfjöllun og viðtöl: Hamar - Haukar 87-88 | Hamarsmenn grátlega nálægt fyrsta sigrinum Andri Már Eggertsson skrifar 25. janúar 2024 22:44 vísir/hulda margrét Botnlið Hamars fékk Hauka í heimsókn. Heimamenn voru yfir í hálfleik og fjórði leikhluti var æsispennandi. Haukar unnu að lokum með minnsta mun 87-88 og fimmtánda tap Hamars í Subway-deildinni staðreynd. Leikurinn fór af stað hálftíma seinna en áætlað var. Veðrið og umferðin setti strik í reikninginn þar sem leikmenn og þjálfarar beggja liða voru fastir í umferð þar sem það var ansi þung snjókoma á höfuðborgarsvæðinu. Heimamenn byrjuðu betur og gerðu fyrstu sex stigin enda hituðu flestir leikmenn Hamars upp töluvert lengur en leikmenn Hauka. Gestirnir voru ekki langt á eftir og svöruðu með sex stigum í röð. Eftir það var jafnræði með liðunum en undir lok fyrsta leikhluta datt varnarleikur Hauka í gang. Á tæplega fjórum mínútum kemur ekki karfa frá Hamri úr opnum leik og Haukar gerðu fjórtán stig gegn aðeins tveimur hjá Hamri sem komu af vítalínunni. Staðan eftir fyrsta fjórðung var 20-24. Hamar fór vel af stað í öðrum leikhluta og setti Hauka í vandræði. Gestirnir réðu ekkert við Franck Kamgain sem fór fyrir sóknarleik Hamars. Kamgain gerði 19 stig í fyrri hálfleik. Heimamenn enduðu fyrri hálfleik frábærlega og gerðu síðustu tíu stigin. Haukar voru í miklum vandræðum og gerðu ekki stig síðustu fjórar mínúturnar. Hamar var fjórum stigum yfir í hálfleik 48-44. Eftir að hafa endað fyrri hálfleik afar illa fóru Haukar mjög hægt af stað í síðari hálfleik. Máté Dalmay, þjálfari Hauka, lét ekki fimmtán mínútna hálfleik duga til að ræða við liðið sitt heldur brenndi hann leikhlé þegar tvær mínútur voru liðnar af síðari hálfleik. Eftir því sem leið á þriðja leikhluta fór allt að ganga upp hjá Haukum. Það var allt ofan í hjá gestunum á meðan ekkert gekk upp hjá Hamri. Staðan fór úr 57-50 í 57-62. Tólf stiga sveifla hjá Haukum og sjálfstraustið hjá botnliði Hamars í molum. Haukar voru fimm stigum yfir þegar haldið var í fjórða leikhluta 62-67. Heimamenn rifu sig í gang eftir hörmulegan þriðja leikhluta. Jafnræði var með liðunum og Hamar minnkaði forskot Hauka niður í eitt stig 81-82 þegar að tæplega þrjár mínútur voru eftir. Síðustu mínútur voru æsispennandi. Heimamönnum tókst að jafna leikinn í 85-85 þegar að mínúta var eftir. Hamar fékk tækifæri þegar að ellefu sekúndur voru eftir til þess að jafna með þriggja stiga körfu. Björn Ásgeir Ásgeirsson fékk opið skot í horninu en klikkaði. Ragnar Nathanaelsson náði frákasti og fékk tvö vítaskot sem hann hitti úr. Það dugði hins vegar ekki og Haukar unnu með minnsta mun 87-88. Af hverju unnu Haukar? Það munaði aðeins einu stigi á liðunum í kvöld. Hamar gerði virkilega vel í fjórða leikhluta eftir að hafa spilað afar illa í þriðja leikhluta. Björn Ásgeir Ásgeirsson fékk gott tækifæri til þess að jafna leikinn undir lokin en skotið fór ekki ofan í. Hverjir stóðu upp úr? David Okeke var stigahæstur hjá Haukum með 21 stig og tók 8 fráköst. Everage Lee Richardsson gerði 20 stig og setti ansi mikilvæga þriggja stiga körfu þegar að tæplega þrjár mínútur voru eftir. Franck Kamgain spilaði frábærlega í kvöld. Hann gerði 19 stig í fyrri hálfleik og endaði með 33 stig. Hvað gekk illa? Hamar hefur tapað öllum fimmtán leikjunum í Subway-deildinni. Það skorti hugrekki hjá Hamri í kvöld til þess að vinna leikinn. Slæmi kaflinn í þriðja leikhluta þar sem Haukar gerðu tólf stig í röð reyndist dýr ásamt því fékk Björn Ásgeir opið skot til þess að jafna leikinn undir lokin en klikkaði. Hvað gerist næst? Næsta fimmtudag mætast Haukar og Keflavík í Ólafssal klukkan 19:15. Á sama tíma eigast við Höttur og Hamar. Máté: Erum í einskismannslandi á töflunni Maté Dalmay var ánægður með sigurinnVísir / Anton Brink Máté Dalmay, þjálfari Hauka, var ánægður með sigurinn en fannst frammistaðan ekki upp á marga fiska. „Þeir eru alveg fínir það er ekki hægt að segja annað. En þegar að við náðum nokkrum stoppum þá hlupum við á einhvern, klikkuðum á sniðskoti eða fórum að væla í dómaranum. Mér fannst koma nokkur augnablik þar sem við gátum slitið okkur frá þeim en þá fórum við að klikka,“ sagði Máté Dalmay og hélt áfram. „Við erum brothættir og það er langt síðan við höfum unnið leik. Þessi mannskapur sem við erum með í dag hefur ekki unnið leik. Mér líður eins og þegar að það kemur smá hávaði ekki bara í fólkinu heldur líka í hinu liðinu og á hinum bekknum þá lendum við í vandræðum.“ Eftir sigur kvöldsins eru Haukar í 10. sæti með átta stig sem er fjórum stigum meira en Breiðablik sem er í sæti fyrir neðan og Máté finnst liðið vera í einskismannslandi á töflunni. „Við höfum búið til andrými frá Blikunum og ég held að menn hafi verið hræddir við það að tapa í kvöld. Það var frábært að hafa unnið en núna erum við í einskismannslandi nema að Breiðablik vinni þrjá leiki og við töpum öllu.“ „Þessi sigur undirstrikaði sætið okkar í deildinni og núna erum við í einskismannslandi og getum einbeitt okkur að vera betri í körfubolta og haft gaman af þessu,“ sagði Máté Dalmay að lokum. Subway-deild karla Hamar Haukar
Botnlið Hamars fékk Hauka í heimsókn. Heimamenn voru yfir í hálfleik og fjórði leikhluti var æsispennandi. Haukar unnu að lokum með minnsta mun 87-88 og fimmtánda tap Hamars í Subway-deildinni staðreynd. Leikurinn fór af stað hálftíma seinna en áætlað var. Veðrið og umferðin setti strik í reikninginn þar sem leikmenn og þjálfarar beggja liða voru fastir í umferð þar sem það var ansi þung snjókoma á höfuðborgarsvæðinu. Heimamenn byrjuðu betur og gerðu fyrstu sex stigin enda hituðu flestir leikmenn Hamars upp töluvert lengur en leikmenn Hauka. Gestirnir voru ekki langt á eftir og svöruðu með sex stigum í röð. Eftir það var jafnræði með liðunum en undir lok fyrsta leikhluta datt varnarleikur Hauka í gang. Á tæplega fjórum mínútum kemur ekki karfa frá Hamri úr opnum leik og Haukar gerðu fjórtán stig gegn aðeins tveimur hjá Hamri sem komu af vítalínunni. Staðan eftir fyrsta fjórðung var 20-24. Hamar fór vel af stað í öðrum leikhluta og setti Hauka í vandræði. Gestirnir réðu ekkert við Franck Kamgain sem fór fyrir sóknarleik Hamars. Kamgain gerði 19 stig í fyrri hálfleik. Heimamenn enduðu fyrri hálfleik frábærlega og gerðu síðustu tíu stigin. Haukar voru í miklum vandræðum og gerðu ekki stig síðustu fjórar mínúturnar. Hamar var fjórum stigum yfir í hálfleik 48-44. Eftir að hafa endað fyrri hálfleik afar illa fóru Haukar mjög hægt af stað í síðari hálfleik. Máté Dalmay, þjálfari Hauka, lét ekki fimmtán mínútna hálfleik duga til að ræða við liðið sitt heldur brenndi hann leikhlé þegar tvær mínútur voru liðnar af síðari hálfleik. Eftir því sem leið á þriðja leikhluta fór allt að ganga upp hjá Haukum. Það var allt ofan í hjá gestunum á meðan ekkert gekk upp hjá Hamri. Staðan fór úr 57-50 í 57-62. Tólf stiga sveifla hjá Haukum og sjálfstraustið hjá botnliði Hamars í molum. Haukar voru fimm stigum yfir þegar haldið var í fjórða leikhluta 62-67. Heimamenn rifu sig í gang eftir hörmulegan þriðja leikhluta. Jafnræði var með liðunum og Hamar minnkaði forskot Hauka niður í eitt stig 81-82 þegar að tæplega þrjár mínútur voru eftir. Síðustu mínútur voru æsispennandi. Heimamönnum tókst að jafna leikinn í 85-85 þegar að mínúta var eftir. Hamar fékk tækifæri þegar að ellefu sekúndur voru eftir til þess að jafna með þriggja stiga körfu. Björn Ásgeir Ásgeirsson fékk opið skot í horninu en klikkaði. Ragnar Nathanaelsson náði frákasti og fékk tvö vítaskot sem hann hitti úr. Það dugði hins vegar ekki og Haukar unnu með minnsta mun 87-88. Af hverju unnu Haukar? Það munaði aðeins einu stigi á liðunum í kvöld. Hamar gerði virkilega vel í fjórða leikhluta eftir að hafa spilað afar illa í þriðja leikhluta. Björn Ásgeir Ásgeirsson fékk gott tækifæri til þess að jafna leikinn undir lokin en skotið fór ekki ofan í. Hverjir stóðu upp úr? David Okeke var stigahæstur hjá Haukum með 21 stig og tók 8 fráköst. Everage Lee Richardsson gerði 20 stig og setti ansi mikilvæga þriggja stiga körfu þegar að tæplega þrjár mínútur voru eftir. Franck Kamgain spilaði frábærlega í kvöld. Hann gerði 19 stig í fyrri hálfleik og endaði með 33 stig. Hvað gekk illa? Hamar hefur tapað öllum fimmtán leikjunum í Subway-deildinni. Það skorti hugrekki hjá Hamri í kvöld til þess að vinna leikinn. Slæmi kaflinn í þriðja leikhluta þar sem Haukar gerðu tólf stig í röð reyndist dýr ásamt því fékk Björn Ásgeir opið skot til þess að jafna leikinn undir lokin en klikkaði. Hvað gerist næst? Næsta fimmtudag mætast Haukar og Keflavík í Ólafssal klukkan 19:15. Á sama tíma eigast við Höttur og Hamar. Máté: Erum í einskismannslandi á töflunni Maté Dalmay var ánægður með sigurinnVísir / Anton Brink Máté Dalmay, þjálfari Hauka, var ánægður með sigurinn en fannst frammistaðan ekki upp á marga fiska. „Þeir eru alveg fínir það er ekki hægt að segja annað. En þegar að við náðum nokkrum stoppum þá hlupum við á einhvern, klikkuðum á sniðskoti eða fórum að væla í dómaranum. Mér fannst koma nokkur augnablik þar sem við gátum slitið okkur frá þeim en þá fórum við að klikka,“ sagði Máté Dalmay og hélt áfram. „Við erum brothættir og það er langt síðan við höfum unnið leik. Þessi mannskapur sem við erum með í dag hefur ekki unnið leik. Mér líður eins og þegar að það kemur smá hávaði ekki bara í fólkinu heldur líka í hinu liðinu og á hinum bekknum þá lendum við í vandræðum.“ Eftir sigur kvöldsins eru Haukar í 10. sæti með átta stig sem er fjórum stigum meira en Breiðablik sem er í sæti fyrir neðan og Máté finnst liðið vera í einskismannslandi á töflunni. „Við höfum búið til andrými frá Blikunum og ég held að menn hafi verið hræddir við það að tapa í kvöld. Það var frábært að hafa unnið en núna erum við í einskismannslandi nema að Breiðablik vinni þrjá leiki og við töpum öllu.“ „Þessi sigur undirstrikaði sætið okkar í deildinni og núna erum við í einskismannslandi og getum einbeitt okkur að vera betri í körfubolta og haft gaman af þessu,“ sagði Máté Dalmay að lokum.
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti