Handbolti

Silfur niður­staðan hjá læri­sveinum Dags

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Dagur Sigurðsson og hans menn enduðu í 2. sæti.
Dagur Sigurðsson og hans menn enduðu í 2. sæti. Getty Images/Slavko Midzor

Dagur Sigurðsson og lærisveinar hans í japanska landsliðinu í handbolta máttu þola tap gegn Katar í úrslitum Asíumóts karla sem fram fór í Barein. Lokatölur 30-26 Katar í vil.

Um er að ræða besta árangur Japans á Asíumótinu í tvo áratugi en liðið endaði einnig í öðru sæti árið 2004. Fyrir fjórum árum vann liðið brons undir stjórn Dags svo ef hann verður áfram með liðið næstu fjögur árin gæti gullið loks skilað sér til Japan.

Hvað varðar leik dagsins þá var leikurinn jafn framan af fyrri hálfleik en svo tók Katar öll völd á vellinum. Staðan var 17-11 í hálfleik og Japan átti í raun aldrei möguleika á að komast inn í leikinn í síðari hálfleik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×