Þrír voru handteknir í aðgerðum lögreglunnar í Breiðholti í dag. Einn þeirra handteknu hafði hótað því að gera árás í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti en sá er fyrrverandi nemandi skólans.
Rafmagnslaust varð víða í Reykjavík og á Suðurnesjum í dag. Kolniðamyrkur var í Kringlunni og umferðarljós óvirk um tíma með tilheyrandi umferðaröngþveiti. Við ræðum við forstöðumann hjá Veitum í beinni útsendingu.
Þá fáum við að vita allt um nýtt verkefni sem kallast Lífsbrú, heyrum frá umræðum á Alþingi og forvitnumst um svokallaða gullhúðun við innleiðingu EES-reglugerða.