Halldór Karl: Aganefnd KKÍ tekur mál Ragnars mögulega fyrir í maí Andri Már Eggertsson skrifar 25. janúar 2024 22:20 Halldór Karl Þórsson, þjálfari Hamars, var svekktur eftir tap gegn Haukum Vísir/Hulda Margrét Halldór Karl Þórsson, þjálfari Hamars, var hundfúll eftir eins stigs tap gegn Haukum á heimavelli. Hamar hefur tapað öllum fimmtán leikjunum í Subway-deildinni. Halldór var einnig allt annað en sáttur út í vinnubrögð KKÍ. „Mér er drullusama um að við höfum verið að tapa fimmtánda leiknum í röð. Í kvöld töpuðum við með einu stigi og það var leiðinlegt að tapa þessum. Ég nenni ekki að horfa til baka og tala um síðustu leiki. Þetta var leiðinlegt og ég held að það sé auðvelt svar að segja að það hafi verið leiðinlegt að tapa,“ sagði Halldór Karl svekktur eftir leik. Halldór Karl var ánægður með fyrri hálfleik liðsins þar sem Hamar gerði síðustu tíu stigin og var fjórum stigum yfir í hálfleik. „Það var margt flott í fyrri hálfleik. Það var barátta í þessum leikmönnum sem ég er með. Við gerðum rosalega vel gegn þeim á hálfum velli. Haukar geta bara skorað á opnum velli og þannig leggur maður upp leikinn gegn þeim. Ef þú nærð að koma í veg fyrir að Kaninn hjá Haukum skori á opnum velli þá gerir hann ekki neitt.“ Lokamínúturnar voru æsispennandi en Halldór fann fyrir að hans menn voru þreyttir enda spilaði hann mest á fimm leikmönnum. „Við vorum að hlaupa á fimm mönnum en Haukar fóru dýpra á bekkinn og við fengum ekki mikið frá bekknum enda var það mín ákvörðun að spila á fáum leikmönnum.“ Halldór Karl nýtti tækifærið og hrósaði dómurunum fyrir vel dæmdan leik og sagði að þetta hafi verið besta dómgæsla sem hann hafi fengið í vetur. „Þetta var langbesta dómgæsla sem við höfum fengið í vetur og við höfum fengið allskonar dúdda hingað og þetta var virkilega vel dæmdur leikur. Þvílíkur munur að hafa fengið svona sendingu og við erum ekki eftir leik að pæla í einhverjum dómum. Ég er ótrúlega ánægður þegar að við fáum svona dómara sem koma með gæði inn í leikinn.“ Ummæli Ragnars Nathanaelsson um dómara í leik Keflavíkur og Hamars rataði inn á borð aganefndar KKÍ. Í kjölfarið neitaði Halldór Karl að tala við fjölmiðla en kom í viðtal eftir leik kvöldsins og var allt annað en sáttur með vinnubrögð KKÍ þar sem þetta hefur tekið alltof langan tíma. „Þessi mál eru einhvers staðar í bunka hjá KKÍ. Það er fáránlegt að við höfum ekki fengið að vita neitt um þetta. Við vorum ekki í fjölmiðlabanni heldur að vekja athygli bæði á að KKÍ hafi kært þetta og Stöð 2 Sport að hafa klikkað á þessu. Það skapaði umræðu að við höfum ekki mætt í viðtöl sem við vildum þar sem okkur finnst þetta ekki vera sanngjarnt.“ „KKÍ tekur þetta fyrir kannski í maí eða eitthvað. Það væri voðalega gott að fara að dæma í þessu þar sem það er langt síðan gögnin komu til þeirra.“ „Á miðvikudagskvöldum bíðum við eftir tölvupósti þegar að við höfum gert allan undirbúning fyrir leik um hvort Ragnar verði með liðinu. Hann er eini stóri leikmaðurinn okkar og þá verð ég bara að kalla liðið saman um kvöldið og segja þeim að gleyma öllu sem við höfum unnið í. Við verðum að fara að fá eitthvað út úr þessu strax,“ sagði Halldór Karl Þórsson að lokum. Subway-deild karla Hamar Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Dýrmæt stig í súginn hjá Venezia Xabi vill sækja liðsstyrk til Pep Segir VAR ekki hafa þorað að snupra Oliver Stjarnfræðileg upphæð fyrir Super Bowl auglýsingu Í klandri eftir að hafa þóst míga á bikar „Ég viðurkenni að það var algjör þvæla hjá þér“ Endaði með fjörutíu prósent markvörslu á HM Lék ungan Messi og fer nú á kostum með argentínska landsliðinu Nainggolan handtekinn vegna rannsóknar á kókaínsmygli Þjálfari AC Milan um lætin í gær: Þetta er ekki kirkja Fór í sex og hálfan hring í loftinu Hefur verulegar áhyggjur af Hauki: „Þetta er eins og Fóstbræðraskets“ Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi Viktor Gísli besti maður Íslands á HM Neymar á leið heim í Santos HM í dag: Ferðalok og síðasti sundspretturinn „Cole, Pep var að spila með þig“ Fékk rautt spjald fyrir að slá eigin liðsfélaga Vill sjá breytingar á landsliðinu: „Aðeins að poppa þetta upp“ Ena Viso til Grindavíkur Vill ekki halda áfram eftir komu Freys Voru að deyja úr hlátri um kvöldið HSÍ planaði heimför fyrir Argentínuleikinn: „Finnst það frekar taktlaust“ Amorim segist nota 63 ára markmannsþjálfara sinn frekar en Rashford Kansas City Chiefs enn á ný komið í Super Bowl Markaskorarinn Martínez: Ég var heppinn Nítján ára hjólakona lést: „Við verðum að stöðva þetta blóðbað“ Dagskráin í dag: Gleðitíðindi fyrir Leeds-samfélagið á Íslandi Myndasyrpa frá súrsæta sigrinum á Argentínu Skýrsla Henrys: Endurtekið efni enn eitt árið Sjá meira
„Mér er drullusama um að við höfum verið að tapa fimmtánda leiknum í röð. Í kvöld töpuðum við með einu stigi og það var leiðinlegt að tapa þessum. Ég nenni ekki að horfa til baka og tala um síðustu leiki. Þetta var leiðinlegt og ég held að það sé auðvelt svar að segja að það hafi verið leiðinlegt að tapa,“ sagði Halldór Karl svekktur eftir leik. Halldór Karl var ánægður með fyrri hálfleik liðsins þar sem Hamar gerði síðustu tíu stigin og var fjórum stigum yfir í hálfleik. „Það var margt flott í fyrri hálfleik. Það var barátta í þessum leikmönnum sem ég er með. Við gerðum rosalega vel gegn þeim á hálfum velli. Haukar geta bara skorað á opnum velli og þannig leggur maður upp leikinn gegn þeim. Ef þú nærð að koma í veg fyrir að Kaninn hjá Haukum skori á opnum velli þá gerir hann ekki neitt.“ Lokamínúturnar voru æsispennandi en Halldór fann fyrir að hans menn voru þreyttir enda spilaði hann mest á fimm leikmönnum. „Við vorum að hlaupa á fimm mönnum en Haukar fóru dýpra á bekkinn og við fengum ekki mikið frá bekknum enda var það mín ákvörðun að spila á fáum leikmönnum.“ Halldór Karl nýtti tækifærið og hrósaði dómurunum fyrir vel dæmdan leik og sagði að þetta hafi verið besta dómgæsla sem hann hafi fengið í vetur. „Þetta var langbesta dómgæsla sem við höfum fengið í vetur og við höfum fengið allskonar dúdda hingað og þetta var virkilega vel dæmdur leikur. Þvílíkur munur að hafa fengið svona sendingu og við erum ekki eftir leik að pæla í einhverjum dómum. Ég er ótrúlega ánægður þegar að við fáum svona dómara sem koma með gæði inn í leikinn.“ Ummæli Ragnars Nathanaelsson um dómara í leik Keflavíkur og Hamars rataði inn á borð aganefndar KKÍ. Í kjölfarið neitaði Halldór Karl að tala við fjölmiðla en kom í viðtal eftir leik kvöldsins og var allt annað en sáttur með vinnubrögð KKÍ þar sem þetta hefur tekið alltof langan tíma. „Þessi mál eru einhvers staðar í bunka hjá KKÍ. Það er fáránlegt að við höfum ekki fengið að vita neitt um þetta. Við vorum ekki í fjölmiðlabanni heldur að vekja athygli bæði á að KKÍ hafi kært þetta og Stöð 2 Sport að hafa klikkað á þessu. Það skapaði umræðu að við höfum ekki mætt í viðtöl sem við vildum þar sem okkur finnst þetta ekki vera sanngjarnt.“ „KKÍ tekur þetta fyrir kannski í maí eða eitthvað. Það væri voðalega gott að fara að dæma í þessu þar sem það er langt síðan gögnin komu til þeirra.“ „Á miðvikudagskvöldum bíðum við eftir tölvupósti þegar að við höfum gert allan undirbúning fyrir leik um hvort Ragnar verði með liðinu. Hann er eini stóri leikmaðurinn okkar og þá verð ég bara að kalla liðið saman um kvöldið og segja þeim að gleyma öllu sem við höfum unnið í. Við verðum að fara að fá eitthvað út úr þessu strax,“ sagði Halldór Karl Þórsson að lokum.
Subway-deild karla Hamar Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Dýrmæt stig í súginn hjá Venezia Xabi vill sækja liðsstyrk til Pep Segir VAR ekki hafa þorað að snupra Oliver Stjarnfræðileg upphæð fyrir Super Bowl auglýsingu Í klandri eftir að hafa þóst míga á bikar „Ég viðurkenni að það var algjör þvæla hjá þér“ Endaði með fjörutíu prósent markvörslu á HM Lék ungan Messi og fer nú á kostum með argentínska landsliðinu Nainggolan handtekinn vegna rannsóknar á kókaínsmygli Þjálfari AC Milan um lætin í gær: Þetta er ekki kirkja Fór í sex og hálfan hring í loftinu Hefur verulegar áhyggjur af Hauki: „Þetta er eins og Fóstbræðraskets“ Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi Viktor Gísli besti maður Íslands á HM Neymar á leið heim í Santos HM í dag: Ferðalok og síðasti sundspretturinn „Cole, Pep var að spila með þig“ Fékk rautt spjald fyrir að slá eigin liðsfélaga Vill sjá breytingar á landsliðinu: „Aðeins að poppa þetta upp“ Ena Viso til Grindavíkur Vill ekki halda áfram eftir komu Freys Voru að deyja úr hlátri um kvöldið HSÍ planaði heimför fyrir Argentínuleikinn: „Finnst það frekar taktlaust“ Amorim segist nota 63 ára markmannsþjálfara sinn frekar en Rashford Kansas City Chiefs enn á ný komið í Super Bowl Markaskorarinn Martínez: Ég var heppinn Nítján ára hjólakona lést: „Við verðum að stöðva þetta blóðbað“ Dagskráin í dag: Gleðitíðindi fyrir Leeds-samfélagið á Íslandi Myndasyrpa frá súrsæta sigrinum á Argentínu Skýrsla Henrys: Endurtekið efni enn eitt árið Sjá meira
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti