Hafa aldrei klúðrað svo mörgum vítum á einu EM en einn toppar Ómar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. janúar 2024 13:01 Ómari Inga Magnússyni gekk skelfilega á vítalínunni á þessu Evrópumóti. Vísir/Vilhelm Það kemur kannski ekki mörgum á óvart en íslenska karlalandsliðið í handbolta hefur aldrei verið með verri vítanýtingu á einu Evrópumóti en einmitt á mótinu í Þýskalandi sem kláraðist hjá íslenska landsliðinu á miðvikudaginn. Íslenska liðið nýtti aðeins 21 af 34 vítaköstum sínum á mótinu sem gerir tæplega 62 prósent vítanýtingu. Þetta er næstum því tuttugu prósent lægri vítanýting á mótinu 2022 þegar liðið skoraði úr 81 prósent víta sinna. Íslenska liðið klúðraði alls þrettán vítum á mótinu eða 1,9 að meðaltali í leik. Mest áður hafði íslenska liðið klikkað á ellefu vítaköstum á einu Evrópumóti en það var á EM í Svíþjóð 2002. Íslenska liðið lék samt einum leik fleira á því móti. Ómar Ingi Magnússon nýtti aðeins 53 prósent vítaskota sinna sem er næstversta vítanýting íslensk leikmanns á EM af þeim sem hafa tekið sex víti eða fleiri á einu móti. Metið óvinsæla á enn Arnór Þór Gunnarsson sem nýtti aðeins fimm af tíu vítum sínum á EM í Austurríki, Noregi og Svíþjóð árið 2020. Ómar Ingi er þó ekki sá sem hefur klúðrað flestum vítaskotum á einu Evrópumóti en Ólafur Stefánsson klúðraði átta vítum á EM 2002. Ólafur skoraði hins vegar úr átján vítum og nýtt því 69 prósent víta sinna. Vítanýting Ómars Inga hrundi á milli Evrópumóta því hann var með 84 prósent vítanýtingu á Evrópumótinu fyrir tveimur árum þegar hann skilaði 21 af 25 vítum í mark andstæðinganna. Þetta slæma þróun í vítanýtingu gerist á fyrsta stórmóti íslenska liðsins undir stjórn Snorra Steins Guðjónssonar sem sjálfur nýtti vítin sín best af öllum íslenskum leikmönnum í sögu EM eða 79 prósent. Enginn af þeim sem hafa tekið fleiri en átta vítaköst fyrir Ísland á EM eru með betri vítanýtingu en Snorri. Lélegasta vítanýting Íslands á einu EM: 61,8% - EM í Þýskalandi 2024 (34/21) 66,7& - EM í Austurríki, Noregi og Svíþjóð 2020 (27/18) 67,6% - EM í Svíþjóð 2002 (34/23) 67,9% - EM í Noregi 2008 (28/19) Flest vítaklúður á einu EM: 13 - EM í Þýskalandi 2024 11 - EM í Svíþjóð 2022 9 - EM í Noregi 2008 9 - EM í Austurríki, Noregi og Svíþjóð 2020 Flest víti fengin að meðatali: 5,3 - EM í Svíþjóð 2022 5,3 - EM í Sviss 2006 5,2 - EM í Króatíu 2000 4,9 - EM í Þýskalandi 2024 4,7 - EM í Póllandi 2016 Versta vítanýting leikmanns á einu EM: (Lágmark sex víti tekin) 50% - Arnór Þór Gunnarsson á EM 2020 (10/5) 53% - Ómar Ingi Magnússon á EM 2024 (15/8) 57% - Ólafur Stefánsson á EM 2006 (7/4) 67% - Guðjón Valur Sigurðsson á EM 2008 (9/6) 67% - Snorri Steinn Guðjónsson á EM 2008 (9/6) 67% - Bjarki Már Elísson á EM 2022 (6/4) 69% - Ólafur Stefánsson á EM 2002 (26/18) EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Íslenski boltinn Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík Körfubolti Fleiri fréttir Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Sjá meira
Íslenska liðið nýtti aðeins 21 af 34 vítaköstum sínum á mótinu sem gerir tæplega 62 prósent vítanýtingu. Þetta er næstum því tuttugu prósent lægri vítanýting á mótinu 2022 þegar liðið skoraði úr 81 prósent víta sinna. Íslenska liðið klúðraði alls þrettán vítum á mótinu eða 1,9 að meðaltali í leik. Mest áður hafði íslenska liðið klikkað á ellefu vítaköstum á einu Evrópumóti en það var á EM í Svíþjóð 2002. Íslenska liðið lék samt einum leik fleira á því móti. Ómar Ingi Magnússon nýtti aðeins 53 prósent vítaskota sinna sem er næstversta vítanýting íslensk leikmanns á EM af þeim sem hafa tekið sex víti eða fleiri á einu móti. Metið óvinsæla á enn Arnór Þór Gunnarsson sem nýtti aðeins fimm af tíu vítum sínum á EM í Austurríki, Noregi og Svíþjóð árið 2020. Ómar Ingi er þó ekki sá sem hefur klúðrað flestum vítaskotum á einu Evrópumóti en Ólafur Stefánsson klúðraði átta vítum á EM 2002. Ólafur skoraði hins vegar úr átján vítum og nýtt því 69 prósent víta sinna. Vítanýting Ómars Inga hrundi á milli Evrópumóta því hann var með 84 prósent vítanýtingu á Evrópumótinu fyrir tveimur árum þegar hann skilaði 21 af 25 vítum í mark andstæðinganna. Þetta slæma þróun í vítanýtingu gerist á fyrsta stórmóti íslenska liðsins undir stjórn Snorra Steins Guðjónssonar sem sjálfur nýtti vítin sín best af öllum íslenskum leikmönnum í sögu EM eða 79 prósent. Enginn af þeim sem hafa tekið fleiri en átta vítaköst fyrir Ísland á EM eru með betri vítanýtingu en Snorri. Lélegasta vítanýting Íslands á einu EM: 61,8% - EM í Þýskalandi 2024 (34/21) 66,7& - EM í Austurríki, Noregi og Svíþjóð 2020 (27/18) 67,6% - EM í Svíþjóð 2002 (34/23) 67,9% - EM í Noregi 2008 (28/19) Flest vítaklúður á einu EM: 13 - EM í Þýskalandi 2024 11 - EM í Svíþjóð 2022 9 - EM í Noregi 2008 9 - EM í Austurríki, Noregi og Svíþjóð 2020 Flest víti fengin að meðatali: 5,3 - EM í Svíþjóð 2022 5,3 - EM í Sviss 2006 5,2 - EM í Króatíu 2000 4,9 - EM í Þýskalandi 2024 4,7 - EM í Póllandi 2016 Versta vítanýting leikmanns á einu EM: (Lágmark sex víti tekin) 50% - Arnór Þór Gunnarsson á EM 2020 (10/5) 53% - Ómar Ingi Magnússon á EM 2024 (15/8) 57% - Ólafur Stefánsson á EM 2006 (7/4) 67% - Guðjón Valur Sigurðsson á EM 2008 (9/6) 67% - Snorri Steinn Guðjónsson á EM 2008 (9/6) 67% - Bjarki Már Elísson á EM 2022 (6/4) 69% - Ólafur Stefánsson á EM 2002 (26/18)
Lélegasta vítanýting Íslands á einu EM: 61,8% - EM í Þýskalandi 2024 (34/21) 66,7& - EM í Austurríki, Noregi og Svíþjóð 2020 (27/18) 67,6% - EM í Svíþjóð 2002 (34/23) 67,9% - EM í Noregi 2008 (28/19) Flest vítaklúður á einu EM: 13 - EM í Þýskalandi 2024 11 - EM í Svíþjóð 2022 9 - EM í Noregi 2008 9 - EM í Austurríki, Noregi og Svíþjóð 2020 Flest víti fengin að meðatali: 5,3 - EM í Svíþjóð 2022 5,3 - EM í Sviss 2006 5,2 - EM í Króatíu 2000 4,9 - EM í Þýskalandi 2024 4,7 - EM í Póllandi 2016 Versta vítanýting leikmanns á einu EM: (Lágmark sex víti tekin) 50% - Arnór Þór Gunnarsson á EM 2020 (10/5) 53% - Ómar Ingi Magnússon á EM 2024 (15/8) 57% - Ólafur Stefánsson á EM 2006 (7/4) 67% - Guðjón Valur Sigurðsson á EM 2008 (9/6) 67% - Snorri Steinn Guðjónsson á EM 2008 (9/6) 67% - Bjarki Már Elísson á EM 2022 (6/4) 69% - Ólafur Stefánsson á EM 2002 (26/18)
EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Íslenski boltinn Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík Körfubolti Fleiri fréttir Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Sjá meira