Fagnar áfanga með Google og hlær að umtöluðustu mynd ársins Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 27. janúar 2024 20:01 Inga Tinna segist hafa viljað birta mynd af Köln sem sýndi að hún væri í Köln. Instagram Inga Tinna Sigurðardóttir, forstjóri og eigandi Dineout, hefur fyrir hönd fyrirtækisins náð samningum við bandaríska tæknirisann Google. Hún segir nóg að gera og segir fréttaflutning af einni umtöluðustu mynd ársins fara inn um eitt eyra og út um hitt. „Við erum búin að vera í marga mánuði að undirbúa þetta og reyndum fyrir nokkrum árum að ná samningum við Google um þetta en það gekk ekki þá þar sem við höfðum ekki nógu stóra markaðshlutdeild,“ segir Inga Tinna í samtali við Vísi. Í dag er fyrirtækið með 95 prósent markaðshlutdeild og nota rúmlega 400 veitingastaðir hér á landi tækni fyrirtækisins við borðapantanir. Inga segist afar stolt af samningunum við Google. Samningarnir fela það í sér að nú hefur Dineout rétt til að nýta hinn svokallaða Reserve hnapp á Google. Það þýðir að þegar notast er við leitarvél og yfirlitskort fyrirtækisins til að afla upplýsinga um veitingastaði er hægt að nota bókunarkerfi Dineout í leitarvél Google. „Það hefur oft verið talað um að Ísland sé lítið þegar það kemur að hugbúnaðarheiminum en þetta sýnir hvað við erum að gera margt vel hérna og við eigum að vera stolt af því sem Íslendingar að svona stórfyrirtæki taki eftir okkur í þessum geira.“ Inga Tinna segir samstarfið við Google risastökk fyrir Dineout og íslenska hugbúnaðargeirann. Muni laða að fleiri notendur Inga segir Dineout stórhuga. Fyrirtækið hafi opnað skrifstofur í Danmörku og þá séu veitingastaðir á Tenerife á Kanaríeyjunum einnig farnir að nýta sér tækni fyrirtækisins. Inga segir Ísland hinsvegar alltaf í forgrunni og segir reynsluna annars staðar frá sýna að líklega muni notkunin á Dineout aukast með samstarfinu við Google. „Þetta mun klárlega fjölga ferðamönnum sem bóka í gegnum okkur og það hefur sést annars staðar þar sem Google hefur gert svona samninga, til að mynda eins og við Open Table fyrirtækið í Bandaríkjunum. Þar jókst notkunin gríðarlega eftir að þessi tenging var komin. Þetta er þegar komið í loftið hjá okkur og við hlökkum til að sjá hvernig notkunin verður.“ Ekkert að velta sér upp úr myndamálinu Inga Tinna er nýbúin að fá heiðursverðlaun Félags kvenna í atvinnulífinu. Þá er hún auk þess nýkomin heim frá Þýskalandi þar sem hún var stödd í Köln til að fylgjast með EM í handbolta, ásamt kærastanum sínum, handboltagoðssögninni Loga Geirssyni. Inga Tinna birti Instagram mynd af sér frá Köln sem vakti landsathygli. Smartland fékk til liðs við ljósmyndara sem fullyrt að Inga hefði átt við bakgrunn myndarinnar og DV fylgdi því eftir og endurbirti fréttina. View this post on Instagram A post shared by Inga Tinna Sigurðardóttir (@ingatinna) „Ég held þetta hafi ekki farið framhjá neinum í landinu. Þetta var frekar fyndið, eða fyndið og ekki fyndið, ég held ég hafi bara aldrei fengið jafn mörg símtöl eða skilaboð og náttúrulega líka frá fjölmiðlafólki,“ segir Inga Tinna. „En þetta gerist á sama degi og ég var að veita risastórum verðlaunum viðtöku hjá FKA, þannig mér finnst ég geta sagt að ég hafi haft svona málefnanlegri hnöppum að hneppa,“ segir Inga hlæjandi. Finnst málið ekkert vandræðalegt Hún segist meðal annars hafa fengið sent fréttir þar sem því var slegið upp að um vandræðaleg mistök hafi verið að ræða. Það sé af og frá. „Fyrir mér er bara ekkert til sem heitir vandræðalegt. Þetta er bara ein af þeim fjölda mynda sem ég hef birt inni á mínum persónulega miðli. Og myndin er af Köln og hún átti að vera af Köln og sýna að ég væri í Köln.“ Inga segist hafa mikinn húmor fyrir málinu. Hún og Logi og vinir þeir hafi grínast með það að þetta hlyti að enda í Áramótaskaupinu. Inga segist hafa verið gríðarlega hrifin af dómkirkjunni í Köln, sem er ótrúlegt mannvirki. Þannig að þig langaði bara að eiga flotta mynd af ferðalaginu? „Það var bara akkúrat þannig. Ég legg það nú ekki í vana minn að vera á öðrum stöðum en ég raunverulega er. Ekki það að það komi fólki yfirhöfuð við en ætlunin var bara að sýna mynd af þessari fallegu borg,“ segir Inga. Hún segist aldrei hafa opnað Photoshop forritið og segir í gríni að einhverjir eldri þekkji það forrit kannski frekar. Inga segist hafa nóg að gera annað en að spá í fréttaflutningi af eigin myndum á Instagram. „Það er svo margt annað sem er málefnanlegra og meira spennandi. Þannig að þetta fór inn um eitt eyra og svo út um hitt, eins og gerist bara oft. Maður þarf bara að stýra því hverju maður veitir athygli í þessu blessaða lífi.“ Google Veitingastaðir Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Inga Tinna og Logi Geirs nýtt stjörnupar Inga Tinna Sigurðardóttir stofnandi og framkvæmdarstýra Dineout og Logi Geirsson fyrrum landsliðsmaður í handbolta og einkaþjálfari eru nýtt par. 25. júlí 2023 16:27 Mest lesið „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
„Við erum búin að vera í marga mánuði að undirbúa þetta og reyndum fyrir nokkrum árum að ná samningum við Google um þetta en það gekk ekki þá þar sem við höfðum ekki nógu stóra markaðshlutdeild,“ segir Inga Tinna í samtali við Vísi. Í dag er fyrirtækið með 95 prósent markaðshlutdeild og nota rúmlega 400 veitingastaðir hér á landi tækni fyrirtækisins við borðapantanir. Inga segist afar stolt af samningunum við Google. Samningarnir fela það í sér að nú hefur Dineout rétt til að nýta hinn svokallaða Reserve hnapp á Google. Það þýðir að þegar notast er við leitarvél og yfirlitskort fyrirtækisins til að afla upplýsinga um veitingastaði er hægt að nota bókunarkerfi Dineout í leitarvél Google. „Það hefur oft verið talað um að Ísland sé lítið þegar það kemur að hugbúnaðarheiminum en þetta sýnir hvað við erum að gera margt vel hérna og við eigum að vera stolt af því sem Íslendingar að svona stórfyrirtæki taki eftir okkur í þessum geira.“ Inga Tinna segir samstarfið við Google risastökk fyrir Dineout og íslenska hugbúnaðargeirann. Muni laða að fleiri notendur Inga segir Dineout stórhuga. Fyrirtækið hafi opnað skrifstofur í Danmörku og þá séu veitingastaðir á Tenerife á Kanaríeyjunum einnig farnir að nýta sér tækni fyrirtækisins. Inga segir Ísland hinsvegar alltaf í forgrunni og segir reynsluna annars staðar frá sýna að líklega muni notkunin á Dineout aukast með samstarfinu við Google. „Þetta mun klárlega fjölga ferðamönnum sem bóka í gegnum okkur og það hefur sést annars staðar þar sem Google hefur gert svona samninga, til að mynda eins og við Open Table fyrirtækið í Bandaríkjunum. Þar jókst notkunin gríðarlega eftir að þessi tenging var komin. Þetta er þegar komið í loftið hjá okkur og við hlökkum til að sjá hvernig notkunin verður.“ Ekkert að velta sér upp úr myndamálinu Inga Tinna er nýbúin að fá heiðursverðlaun Félags kvenna í atvinnulífinu. Þá er hún auk þess nýkomin heim frá Þýskalandi þar sem hún var stödd í Köln til að fylgjast með EM í handbolta, ásamt kærastanum sínum, handboltagoðssögninni Loga Geirssyni. Inga Tinna birti Instagram mynd af sér frá Köln sem vakti landsathygli. Smartland fékk til liðs við ljósmyndara sem fullyrt að Inga hefði átt við bakgrunn myndarinnar og DV fylgdi því eftir og endurbirti fréttina. View this post on Instagram A post shared by Inga Tinna Sigurðardóttir (@ingatinna) „Ég held þetta hafi ekki farið framhjá neinum í landinu. Þetta var frekar fyndið, eða fyndið og ekki fyndið, ég held ég hafi bara aldrei fengið jafn mörg símtöl eða skilaboð og náttúrulega líka frá fjölmiðlafólki,“ segir Inga Tinna. „En þetta gerist á sama degi og ég var að veita risastórum verðlaunum viðtöku hjá FKA, þannig mér finnst ég geta sagt að ég hafi haft svona málefnanlegri hnöppum að hneppa,“ segir Inga hlæjandi. Finnst málið ekkert vandræðalegt Hún segist meðal annars hafa fengið sent fréttir þar sem því var slegið upp að um vandræðaleg mistök hafi verið að ræða. Það sé af og frá. „Fyrir mér er bara ekkert til sem heitir vandræðalegt. Þetta er bara ein af þeim fjölda mynda sem ég hef birt inni á mínum persónulega miðli. Og myndin er af Köln og hún átti að vera af Köln og sýna að ég væri í Köln.“ Inga segist hafa mikinn húmor fyrir málinu. Hún og Logi og vinir þeir hafi grínast með það að þetta hlyti að enda í Áramótaskaupinu. Inga segist hafa verið gríðarlega hrifin af dómkirkjunni í Köln, sem er ótrúlegt mannvirki. Þannig að þig langaði bara að eiga flotta mynd af ferðalaginu? „Það var bara akkúrat þannig. Ég legg það nú ekki í vana minn að vera á öðrum stöðum en ég raunverulega er. Ekki það að það komi fólki yfirhöfuð við en ætlunin var bara að sýna mynd af þessari fallegu borg,“ segir Inga. Hún segist aldrei hafa opnað Photoshop forritið og segir í gríni að einhverjir eldri þekkji það forrit kannski frekar. Inga segist hafa nóg að gera annað en að spá í fréttaflutningi af eigin myndum á Instagram. „Það er svo margt annað sem er málefnanlegra og meira spennandi. Þannig að þetta fór inn um eitt eyra og svo út um hitt, eins og gerist bara oft. Maður þarf bara að stýra því hverju maður veitir athygli í þessu blessaða lífi.“
Google Veitingastaðir Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Inga Tinna og Logi Geirs nýtt stjörnupar Inga Tinna Sigurðardóttir stofnandi og framkvæmdarstýra Dineout og Logi Geirsson fyrrum landsliðsmaður í handbolta og einkaþjálfari eru nýtt par. 25. júlí 2023 16:27 Mest lesið „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Inga Tinna og Logi Geirs nýtt stjörnupar Inga Tinna Sigurðardóttir stofnandi og framkvæmdarstýra Dineout og Logi Geirsson fyrrum landsliðsmaður í handbolta og einkaþjálfari eru nýtt par. 25. júlí 2023 16:27