Endurspila leikinn frá upphafi vegna VAR mistaka Ágúst Orri Arnarson skrifar 27. janúar 2024 12:01 Vítaspyrnan sem Schmeichel varði var dæmd ólögleg, en hefði átt að vera endurtekin. Isosport/MB Media/Getty Images Leikur Anderlecht og Genk í belgísku úrvalsdeildinni verður endurspilaður frá upphafi vegna slæmra mistaka VAR dómara leiksins. Atvikið átti sér stað á 23. mínútu leiksins þegar Kasper Schmeichel, markvörður Anderlecht, varði vítaspyrnu frá Bryan Heynan og Yira Sor skoraði úr frákastinu. Þegar atvikið var endurspilað sást að Yira Sor hafði lagt of snemma af stað og staðið inni í vítateig andstæðinganna þegar spyrnan var tekin. Markið var dæmt ógilt og aukaspyrna dæmt fyrir Anderlecht. Það sem VAR dómaranum yfirsást hins vegar var að tveir leikmenn Anderlecht höfðu líka lagt of snemma af stað og samkvæmt reglum leiksins hefði spyrnan átt að vera endurtekin. Anderlecht vann leikinn að endingu 2-1 með sigurmarki í uppbótartíma. Genk kærði niðurstöðu leiksins til knattspyrnusambands Belgíu, sem dæmdi í þeirra hag og gerði leikinn ógildan. Ný dagsetning verður fundin fyrir leikinn og hann verður endurspilaður frá upphafi. Niðurstaða málsins gæti gefið fordæmi fyrir frekari endurspilanir í öðrum deildum í framtíðinni. Frægt er atvikið orðið sem átti sér stað í leik Tottenham og Liverpool fyrr á þessu tímabili. Liverpool fór þá fram á endurspilun eftir mistök sem leiddu til þess að mark Luis Diaz var dæmt ógilt. Belgíska úrvalsdeildin hefur verið óhrædd við að fara eigin leiðir í slíkum málum. Íslendingaliðið K.A.S. Eupen kláraði til dæmis leik á móti RWD Molenbeek þremur dögum eftir að leikur hófst, en leikurinn var stöðvaður vegna óláta áhorfenda. Belgíski boltinn Belgía Tengdar fréttir Spila síðustu fimm mínúturnar þremur dögum eftir að leikurinn hófst Íslendingaliðið K.A.S. Eupen klárar leikinn á móti RWD Molenbeek í belgísku deildinni í dag en leikurinn var stöðvaður um helgina vegna óláta áhorfenda. 24. janúar 2024 12:31 Tilfinningaþrunginn Freyr í fyrsta leik sínum í Belgíu Freyr Alexandersson byrjaði þjálfunarferil sinn í Belgíu með látum þegar lið hans KV Kortrijk vann óvæntan 1-0 útisigur á Standard Liege. Nú hefur félag hans birt gríðarlega tilfinningaþrungið myndband frá sigrinum þar sem heyra má hvað Freyr sagði við mannskapinn fyrir leikinn. 22. janúar 2024 23:01 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Körfubolti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Fleiri fréttir Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Sjá meira
Atvikið átti sér stað á 23. mínútu leiksins þegar Kasper Schmeichel, markvörður Anderlecht, varði vítaspyrnu frá Bryan Heynan og Yira Sor skoraði úr frákastinu. Þegar atvikið var endurspilað sást að Yira Sor hafði lagt of snemma af stað og staðið inni í vítateig andstæðinganna þegar spyrnan var tekin. Markið var dæmt ógilt og aukaspyrna dæmt fyrir Anderlecht. Það sem VAR dómaranum yfirsást hins vegar var að tveir leikmenn Anderlecht höfðu líka lagt of snemma af stað og samkvæmt reglum leiksins hefði spyrnan átt að vera endurtekin. Anderlecht vann leikinn að endingu 2-1 með sigurmarki í uppbótartíma. Genk kærði niðurstöðu leiksins til knattspyrnusambands Belgíu, sem dæmdi í þeirra hag og gerði leikinn ógildan. Ný dagsetning verður fundin fyrir leikinn og hann verður endurspilaður frá upphafi. Niðurstaða málsins gæti gefið fordæmi fyrir frekari endurspilanir í öðrum deildum í framtíðinni. Frægt er atvikið orðið sem átti sér stað í leik Tottenham og Liverpool fyrr á þessu tímabili. Liverpool fór þá fram á endurspilun eftir mistök sem leiddu til þess að mark Luis Diaz var dæmt ógilt. Belgíska úrvalsdeildin hefur verið óhrædd við að fara eigin leiðir í slíkum málum. Íslendingaliðið K.A.S. Eupen kláraði til dæmis leik á móti RWD Molenbeek þremur dögum eftir að leikur hófst, en leikurinn var stöðvaður vegna óláta áhorfenda.
Belgíski boltinn Belgía Tengdar fréttir Spila síðustu fimm mínúturnar þremur dögum eftir að leikurinn hófst Íslendingaliðið K.A.S. Eupen klárar leikinn á móti RWD Molenbeek í belgísku deildinni í dag en leikurinn var stöðvaður um helgina vegna óláta áhorfenda. 24. janúar 2024 12:31 Tilfinningaþrunginn Freyr í fyrsta leik sínum í Belgíu Freyr Alexandersson byrjaði þjálfunarferil sinn í Belgíu með látum þegar lið hans KV Kortrijk vann óvæntan 1-0 útisigur á Standard Liege. Nú hefur félag hans birt gríðarlega tilfinningaþrungið myndband frá sigrinum þar sem heyra má hvað Freyr sagði við mannskapinn fyrir leikinn. 22. janúar 2024 23:01 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Körfubolti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Fleiri fréttir Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Sjá meira
Spila síðustu fimm mínúturnar þremur dögum eftir að leikurinn hófst Íslendingaliðið K.A.S. Eupen klárar leikinn á móti RWD Molenbeek í belgísku deildinni í dag en leikurinn var stöðvaður um helgina vegna óláta áhorfenda. 24. janúar 2024 12:31
Tilfinningaþrunginn Freyr í fyrsta leik sínum í Belgíu Freyr Alexandersson byrjaði þjálfunarferil sinn í Belgíu með látum þegar lið hans KV Kortrijk vann óvæntan 1-0 útisigur á Standard Liege. Nú hefur félag hans birt gríðarlega tilfinningaþrungið myndband frá sigrinum þar sem heyra má hvað Freyr sagði við mannskapinn fyrir leikinn. 22. janúar 2024 23:01