Varði titilinn með afslappaðri nálgun utan vallar Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 28. janúar 2024 08:01 Ástríða. Andy Cheung/Getty Images Aryna Shabalenka varði á laugardag titil sinn er hún sigraði Opna ástralska í tennis annað árið í röð. Shabalenka lét skapið lengi vel hlaupa með sig í gönur og var gríðarlega stressuð utan vallar sem innan. Nú er tíðin hins vegar önnur og allir vegir henni færir. Shabalenka, sem er um þessar mundir í 2. sæti heimslistans í tennis, lagði Zheng Qinwen í úrslitum í ár. Sigrarnir voru öruggir með eindæmum, 6-3 og 6-2. Tók úrslitaleikurinn aðeins 76 mínútur. Í viðtali hinnar 26 ára gömlu Shabalenku hjá breska ríkisútvarpinu segir að hafi á árum áður reglulega misst stjórn á skapi sínu og yfirgefið tennisvöllinn með tár á hvarmi. Á mótinu í ár sýndi hún á sér allt aðra hlið. Aryna Sabalenka does a runway walk after winning her 2nd Grand Slam title. Strut. pic.twitter.com/vain0mMQeo— The Tennis Letter (@TheTennisLetter) January 27, 2024 „Það er nóg pressa á manni innan vallar, utan vallar hef ég því reynt að halda í hið einfalda, halda hlutunum skemmtilegum og séð til þess að öll okkar njótum vegferðarinnar.“ Fyrir leiki á mótinu mátti sjá hina Shabalenku grínast með þjálfarateymi sínu og njóta sín í botn í upphitunaræfingum sem meðal annars innihéldu leik þar sem hún gerði sitt besta til að stöðva blöðrur frá því að lenda á jörðinni. Drop it like it's hot @Infosys #InfosysAI #AusOpenWithInfosys #AusOpen @wwos @espn @eurosport @wowowtennis pic.twitter.com/VSgPirUumC— #AusOpen (@AustralianOpen) January 27, 2024 Ef það var ekki nóg þá áritaði hún einnig áritað höfuðið á Jason Stacy, styrktarþjálfara sínum, fyrir hverja viðureign mótsins í ár. „Nú vilja þau meina að ég verði að húðflúra áritunina á höfuðið á mér. Ég veit ekki alveg með það. Fólk lærir betur og hefur meiri athygli þegar það er ferskt og fær að njóta sín aðeins,“ sagði Stacy upp nýjasta uppátæki Shabalenku. Það er hins vegar ljóst að uppátækið skilaði sínu þar sem hún tapaði ekki setti í þeim sjö leikjum sem hún lék á mótinu. BACK-TO-BACK! Aryna Sabalenka defeats Qinwen Zheng to win the #AusOpen without dropping a set the entire tournament pic.twitter.com/ZCWoiQF2yF— Eurosport (@eurosport) January 27, 2024 „Það voru augnablik á ferli mínum þar sem ég hafði enga trú á að ég myndi vinna risamót. Þetta hefur verið upp og niður en ég neitaði að gefast upp.“ Aðeins eru fjórir mánuðir síðan Shabalenka rústaði tennisspaða sínum eftir að hafa tapað fyrir Coco Gauff í úrslitum Opna bandaríska. „Auðvitað var ég miður mín eftir þá viðureign. Ég grét og skemmdi spaðann. Ég var virkilega brjáluð.“ Shabalenka náði fram hefndum í Ástralíu. „Ég hef meiri stjórn og leyfi ekki öðrum hlutum að komast að í huga mínum. Ég einbeiti mér aðeins að sjálfri mér, held að það sé munurinn. Þó það bjáti eitthvað á þá verð ég ekki brjáluð eins og ég var vön að gera. Ég hef þessa trú að sama hvað gerist þá geti ég barist fyrir sigri.“ Tennis Mest lesið Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn „Heyri í mínum mönnum í FCK“ Fótbolti „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ Fótbolti Selvén aftur í Vestra Íslenski boltinn „Svekktur og stoltur á sama tíma“ Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Fótbolti Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast Fótbolti McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Fótbolti Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Fótbolti Fleiri fréttir Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Barcelona heiðrar Kobe Bryant með sérstökum búningi Tónlist og partýstemming á Meistaramóti Íslands í tíu þúsund metrum Hafnaði Los Angeles og valdi frekar Vancouver McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu „Í þeirra augum er það skandall ef þeir detta út á móti KA“ Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Börsungar skoruðu sjö mörk í tíu marka leik Bætti fjórtán ára heimsmet um ótrúlega heila sekúndu „Þeir sannfærðu okkur um að þetta hafi verið algjörlega einstakt tilfelli“ Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Sjá meira
Shabalenka, sem er um þessar mundir í 2. sæti heimslistans í tennis, lagði Zheng Qinwen í úrslitum í ár. Sigrarnir voru öruggir með eindæmum, 6-3 og 6-2. Tók úrslitaleikurinn aðeins 76 mínútur. Í viðtali hinnar 26 ára gömlu Shabalenku hjá breska ríkisútvarpinu segir að hafi á árum áður reglulega misst stjórn á skapi sínu og yfirgefið tennisvöllinn með tár á hvarmi. Á mótinu í ár sýndi hún á sér allt aðra hlið. Aryna Sabalenka does a runway walk after winning her 2nd Grand Slam title. Strut. pic.twitter.com/vain0mMQeo— The Tennis Letter (@TheTennisLetter) January 27, 2024 „Það er nóg pressa á manni innan vallar, utan vallar hef ég því reynt að halda í hið einfalda, halda hlutunum skemmtilegum og séð til þess að öll okkar njótum vegferðarinnar.“ Fyrir leiki á mótinu mátti sjá hina Shabalenku grínast með þjálfarateymi sínu og njóta sín í botn í upphitunaræfingum sem meðal annars innihéldu leik þar sem hún gerði sitt besta til að stöðva blöðrur frá því að lenda á jörðinni. Drop it like it's hot @Infosys #InfosysAI #AusOpenWithInfosys #AusOpen @wwos @espn @eurosport @wowowtennis pic.twitter.com/VSgPirUumC— #AusOpen (@AustralianOpen) January 27, 2024 Ef það var ekki nóg þá áritaði hún einnig áritað höfuðið á Jason Stacy, styrktarþjálfara sínum, fyrir hverja viðureign mótsins í ár. „Nú vilja þau meina að ég verði að húðflúra áritunina á höfuðið á mér. Ég veit ekki alveg með það. Fólk lærir betur og hefur meiri athygli þegar það er ferskt og fær að njóta sín aðeins,“ sagði Stacy upp nýjasta uppátæki Shabalenku. Það er hins vegar ljóst að uppátækið skilaði sínu þar sem hún tapaði ekki setti í þeim sjö leikjum sem hún lék á mótinu. BACK-TO-BACK! Aryna Sabalenka defeats Qinwen Zheng to win the #AusOpen without dropping a set the entire tournament pic.twitter.com/ZCWoiQF2yF— Eurosport (@eurosport) January 27, 2024 „Það voru augnablik á ferli mínum þar sem ég hafði enga trú á að ég myndi vinna risamót. Þetta hefur verið upp og niður en ég neitaði að gefast upp.“ Aðeins eru fjórir mánuðir síðan Shabalenka rústaði tennisspaða sínum eftir að hafa tapað fyrir Coco Gauff í úrslitum Opna bandaríska. „Auðvitað var ég miður mín eftir þá viðureign. Ég grét og skemmdi spaðann. Ég var virkilega brjáluð.“ Shabalenka náði fram hefndum í Ástralíu. „Ég hef meiri stjórn og leyfi ekki öðrum hlutum að komast að í huga mínum. Ég einbeiti mér aðeins að sjálfri mér, held að það sé munurinn. Þó það bjáti eitthvað á þá verð ég ekki brjáluð eins og ég var vön að gera. Ég hef þessa trú að sama hvað gerist þá geti ég barist fyrir sigri.“
Tennis Mest lesið Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn „Heyri í mínum mönnum í FCK“ Fótbolti „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ Fótbolti Selvén aftur í Vestra Íslenski boltinn „Svekktur og stoltur á sama tíma“ Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Fótbolti Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast Fótbolti McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Fótbolti Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Fótbolti Fleiri fréttir Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Barcelona heiðrar Kobe Bryant með sérstökum búningi Tónlist og partýstemming á Meistaramóti Íslands í tíu þúsund metrum Hafnaði Los Angeles og valdi frekar Vancouver McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu „Í þeirra augum er það skandall ef þeir detta út á móti KA“ Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Börsungar skoruðu sjö mörk í tíu marka leik Bætti fjórtán ára heimsmet um ótrúlega heila sekúndu „Þeir sannfærðu okkur um að þetta hafi verið algjörlega einstakt tilfelli“ Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Sjá meira