Scholz varar við fjölgun í nýnasistahreyfingum Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 28. janúar 2024 10:38 Minningardagur helfararinnar er haldinn 27. janúar ár hvert. EPA Olaf Scholz kanslari Þýskalands hefur lýst yfir áhyggjum af uppgangi öfgahægristefnu í landinu. Minningardagur helfararinnar var haldinn í gær og í ávarpi sínu varaði hann við fjölgun í nýnasistahreyfingum í Þýskalandi. Liðin eru 79 ár síðan sovéskir hermenn frelsuðu gyðinga úr útrýmingarbúðum nasista þann 27. janúar 1945. Þúsundir manna mótmæltu öfgahægrihreyfingum, sér í lagi öfgahægriflokknum AfD, víða um Þýskaland á minningardeginum. Mótmælin koma í kjölfar nýrrar og öfgakenndrar innflytjendastefnu stjórnmálaflokksins AfD. Í henni felst fjöldabrottvísun þýskra ríkisborgara af erlendum uppruna. Rökræður um hvort banna eigi stjórnmálahreyfingar sem tileinka sér öfgahægristefnu hafa síðan þá gengið á. Í ávarpi sínu á minningardegi helfararinnar í gær sagði Scholz tilkynningum um nýnasistahreyfingar og spjallþræði þeirra fara fjölgandi. Og á sama tíma hljóti hægri sinnaðar popúlistahreyfingar síaukið fylgi, sem ýti undir ótta og hatur. „En þessi þróun er ekki eitthvað sem við getum tekið í sátt,“ sagði Scholz og biðlaði til Þjóðverja að standa saman gegn öfgahægrinu og vernda þýska lýðræðið. Þá fagnaði hann tímamótaúrskurði stjórnlagadómstóls Þýskalands sem kveðinn var upp á miðvikudag. Í honum felst að skera niður fjárframlög til öfgahægriflokksins Die Heimat. Um er að ræða fyrsta skiptið þar sem dómstóllinn framkvæmir slíkan niðurskurð til stjórnmálaflokks án þess að leggja niður flokkinn. Mótmælendur gegn öfgahægrihreyfingunum binda vonir við að úrskurðurinn verði til þess að fylgi AfD hjaðni, en það er komið upp í tuttugu prósent á landsvísu í Þýskalandi. Þingkosningar eru fyrirhugaðar í júní á þessu ári. Þýskaland Seinni heimsstyrjöldin Mest lesið Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Ísland land númer 197 Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Innlent Fleiri fréttir Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Sjá meira
Liðin eru 79 ár síðan sovéskir hermenn frelsuðu gyðinga úr útrýmingarbúðum nasista þann 27. janúar 1945. Þúsundir manna mótmæltu öfgahægrihreyfingum, sér í lagi öfgahægriflokknum AfD, víða um Þýskaland á minningardeginum. Mótmælin koma í kjölfar nýrrar og öfgakenndrar innflytjendastefnu stjórnmálaflokksins AfD. Í henni felst fjöldabrottvísun þýskra ríkisborgara af erlendum uppruna. Rökræður um hvort banna eigi stjórnmálahreyfingar sem tileinka sér öfgahægristefnu hafa síðan þá gengið á. Í ávarpi sínu á minningardegi helfararinnar í gær sagði Scholz tilkynningum um nýnasistahreyfingar og spjallþræði þeirra fara fjölgandi. Og á sama tíma hljóti hægri sinnaðar popúlistahreyfingar síaukið fylgi, sem ýti undir ótta og hatur. „En þessi þróun er ekki eitthvað sem við getum tekið í sátt,“ sagði Scholz og biðlaði til Þjóðverja að standa saman gegn öfgahægrinu og vernda þýska lýðræðið. Þá fagnaði hann tímamótaúrskurði stjórnlagadómstóls Þýskalands sem kveðinn var upp á miðvikudag. Í honum felst að skera niður fjárframlög til öfgahægriflokksins Die Heimat. Um er að ræða fyrsta skiptið þar sem dómstóllinn framkvæmir slíkan niðurskurð til stjórnmálaflokks án þess að leggja niður flokkinn. Mótmælendur gegn öfgahægrihreyfingunum binda vonir við að úrskurðurinn verði til þess að fylgi AfD hjaðni, en það er komið upp í tuttugu prósent á landsvísu í Þýskalandi. Þingkosningar eru fyrirhugaðar í júní á þessu ári.
Þýskaland Seinni heimsstyrjöldin Mest lesið Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Ísland land númer 197 Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Innlent Fleiri fréttir Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Sjá meira