Karabatic hefur unnið ellefu gull með franska landsliðinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. janúar 2024 12:30 Nikola Karabatic lyftir hér Evrópumeistarabikarnum í fjórða sinn á ferlinum. Getty/Tom Weller Frakkinn Nikola Karabatic er af flestum talinn vera besti handboltamaður allra tíma og hann er að minnsta kosti sá sigursælasti. Kappinn fagnaði enn einum titlinum í gær. Karabatic bætti við glæsilega titlaskrá sína í gær þegar franska landsliðið varð Evrópumeistari eftir sigur á Dönum í framlengdum úrslitaleik í Köln. Karabatic er orðinn 39 ára gamall og mun hætta með franska landsliðinu eftir Ólympíuleikanna í París í sumar. Hann vonast eftir að hætta á toppnum. View this post on Instagram A post shared by L'Équipe (@lequipe) Upptalning á titlum hans með franska landsliðinu er orðin löng lesning. Hann var í gær að vinna Evrópumeistaramótið í fjórða sinn en þetta var reyndar fyrsta EM-gull hans í tíu ár. Hann varð einnig Evrópumeistari 2006, 2010 og 2014. Karabatic hefur alls unnið ellefu stórmót með franska landsliðinu og ef hann vinnur Ólympíugullið í sumar þá hefur hann unnið öll þrjú stórmótin, ÓL, HM og EM fjórum sinnum. Karabatic hefur einnig unnið sex önnur verðlaun með landsliðinu og því alls sautján verðlaun á stórmótum sem skiptast þannig: Ellefu gullverðlaun, tvenn silfurverðlaun og fern bronsverðlaun. Hans fyrsta stórmót var Evrópumótið árið 2004 og síðan hefur hann aðeins misst af einu stórmóti á tuttugu árum sem var HM 2021. Karabatic hefur einnig unnið Meistaradeildina þrisvar sinnum og alls 21 landstitli í Frakklandi (15), á Spáni (2) eða í Þýskalandi (4). Við það bætast síðan yfir tuttugu bikartitlar og tveir heimsmeistaratitlar félagsliða. View this post on Instagram A post shared by handball-world.news (@handballworld.news) EM 2024 í handbolta Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld Fótbolti Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Íslenski boltinn Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti Fleiri fréttir Íslendingarnir tryggðu sigur Ringsted Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Sjá meira
Karabatic bætti við glæsilega titlaskrá sína í gær þegar franska landsliðið varð Evrópumeistari eftir sigur á Dönum í framlengdum úrslitaleik í Köln. Karabatic er orðinn 39 ára gamall og mun hætta með franska landsliðinu eftir Ólympíuleikanna í París í sumar. Hann vonast eftir að hætta á toppnum. View this post on Instagram A post shared by L'Équipe (@lequipe) Upptalning á titlum hans með franska landsliðinu er orðin löng lesning. Hann var í gær að vinna Evrópumeistaramótið í fjórða sinn en þetta var reyndar fyrsta EM-gull hans í tíu ár. Hann varð einnig Evrópumeistari 2006, 2010 og 2014. Karabatic hefur alls unnið ellefu stórmót með franska landsliðinu og ef hann vinnur Ólympíugullið í sumar þá hefur hann unnið öll þrjú stórmótin, ÓL, HM og EM fjórum sinnum. Karabatic hefur einnig unnið sex önnur verðlaun með landsliðinu og því alls sautján verðlaun á stórmótum sem skiptast þannig: Ellefu gullverðlaun, tvenn silfurverðlaun og fern bronsverðlaun. Hans fyrsta stórmót var Evrópumótið árið 2004 og síðan hefur hann aðeins misst af einu stórmóti á tuttugu árum sem var HM 2021. Karabatic hefur einnig unnið Meistaradeildina þrisvar sinnum og alls 21 landstitli í Frakklandi (15), á Spáni (2) eða í Þýskalandi (4). Við það bætast síðan yfir tuttugu bikartitlar og tveir heimsmeistaratitlar félagsliða. View this post on Instagram A post shared by handball-world.news (@handballworld.news)
EM 2024 í handbolta Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld Fótbolti Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Íslenski boltinn Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti Fleiri fréttir Íslendingarnir tryggðu sigur Ringsted Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Sjá meira