Myndaveisla: Gleði og tár í stærstu opnuninni til þessa Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 29. janúar 2024 15:00 Leikaraparið Unnur Ösp og Björn Thors voru meðal gesta á sýningaropnun í Ásmundarsal um helgina. Sömuleiðis leikstjórinn og rithöfundurinn Þóra Karítas en hún er gift Sigurði sem er annar listamanna sýningarinnar. Sunna Ben Myndlistarunnendur létu sig ekki vanta í Ásmundarsal á laugardag. Metaðsókn var á opnun sýningar Hreins Friðfinnssonar og Sigurðar Guðjónssonar. Báðir verið á óskalistanum lengi Tvíeykið opnaði sýningarárið í Ásmundarsal með sýningunni Klettur í sýningarsal á efri hæð og Edda í Gryfjunni. „Við erum ótrúlega stolt að hafa fengið þessa flottu listamenn til að opna sýningarárið okkar en þeir hafa báðir verið á óskalistanum hjá okkur í nokkurn tíma. Það er líka táknrænt að fá Hrein aftur í hús en hann hélt sína fyrstu sýningu með SÚM hópnum í Ásmundarsal árið 1964. Í fyrsta sinn á Íslandi er nú til sýnis verkið hans Klettur sem hefur skírskotun í fyrri verk og veitir innsýn í hans langa feril,“ segir Ólöf Rut Stefánsdóttir, sýningarstjóri í Ásmundarsal. Birtist í gegnum myndsímtal Þrátt fyrir að Hreinn sé búsettur í Amsterdam og ekki ferðafær þá lét hann sig ekki vanta á opnun, en hann birtist gestum í gegnum myndsímtal. „Það var ótrúlega falleg stund þegar Styrmir Örn, myndlistarmaður og samstarfsmaður hans, labbaði um salinn með símann í hönd þar sem Hreinn heilsaði upp á gesti í gegnum Facetime. Þá mátti sjá gleðitár á hvarmi gamalla og góðra vina.“ Klettur er innsetning þar sem sjávaröldum er varpað á stórskorið landslag samsett úr margskonar pappakössum þar sem gegnumgangandi þema verksins er hinn gullni spírall, oftast kenndur við Fibonacci. „Þó verkið virðist látlaust við fyrstu sýn er það marglaga við nánari skoðun. Tíminn hefur ávallt verið Hreini hugleikinn og gaman að sjá hvernig hann túlkar hann með mismunandi útfærslu í verkinu.“ Sigurður spjallar við Hrein í gegnum síma hjá Styrmi Erni.Sunna Ben Gripinn glóðvolgur eftir Feneyjartvíæringinn Verk Sigurðar Guðjónssonar, Edda, sem er til sýnis í Gryfjunni er einnar rásar myndband sem fyllir heilan vegg í þröngu rýminu og byggist á dáleiðandi hreyfingum segldúka. „Hrynjandi, flæði og endurtekning framkalla skynræna upplifun í verkinu, þar sem leikið er með skala og órætt samhengi. Þannig að þegar maður stendur inni í Gryfjunni verða áhrifin eins og veggurinn sé á hreyfingu og manni finnst jafnvel eins maður geti gengið inn í hann,“ segir Ólöf og bætir við að það hafi verið mikill fengur að grípa Sigurð Guðjónsson svona glóðvolgan eftir Feneyjartvíæringinn 2022, þá sér í lagi þar sem verk sýninganna tveggja kallast svo á. Mynd af verkinu Edda.Sigurður Guðjónsson Sýningarnar standa til 3. mars en Ásmundarsalur er opinn alla daga til klukkan 17 og aðgangur er ókeypis. Hér má sjá fleiri myndir frá opnuninni: Sigurður Guðjónsson er með sýningu í Gryfjunni í Ásmundarsal. Sunna Ben Skartgripahönnuðurinn Orri Finn var meðal gesta.Sunna Ben Sigríður Sigurjónsdóttir safnstjóri Hönnunarsafns Íslands. Sunna Ben Listakonan Magga Bjarnadóttir brosti sínu breiðasta.Sunna Ben Sjávaröldum er varpað á stórskorið landslag samsett úr margskonar pappakössum. Sunna Ben Listakonan Anika Laufey Baldursdóttir.Sunna Ben Fjölbreyttur hópur listunnenda kom saman á laugardag. Sunna Ben Kíkt inn í kassana.Sunna Ben Gestir ræddu saman um listina og lífið. Sunna Ben Ingólfur Arnarsson myndlistarmaður. Sunna Ben Ofurleikaraparið Björn Thors og Unnur Ösp og leikstjórinn og rithöfundurinn Þóra Karítas létu sig ekki vanta.Sunna Ben Kisueyru og kassar. Sunna Ben Myndlist Menning Sýningar á Íslandi Samkvæmislífið Mest lesið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Verð alltaf stoltari og stoltari af mömmu Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Báðir verið á óskalistanum lengi Tvíeykið opnaði sýningarárið í Ásmundarsal með sýningunni Klettur í sýningarsal á efri hæð og Edda í Gryfjunni. „Við erum ótrúlega stolt að hafa fengið þessa flottu listamenn til að opna sýningarárið okkar en þeir hafa báðir verið á óskalistanum hjá okkur í nokkurn tíma. Það er líka táknrænt að fá Hrein aftur í hús en hann hélt sína fyrstu sýningu með SÚM hópnum í Ásmundarsal árið 1964. Í fyrsta sinn á Íslandi er nú til sýnis verkið hans Klettur sem hefur skírskotun í fyrri verk og veitir innsýn í hans langa feril,“ segir Ólöf Rut Stefánsdóttir, sýningarstjóri í Ásmundarsal. Birtist í gegnum myndsímtal Þrátt fyrir að Hreinn sé búsettur í Amsterdam og ekki ferðafær þá lét hann sig ekki vanta á opnun, en hann birtist gestum í gegnum myndsímtal. „Það var ótrúlega falleg stund þegar Styrmir Örn, myndlistarmaður og samstarfsmaður hans, labbaði um salinn með símann í hönd þar sem Hreinn heilsaði upp á gesti í gegnum Facetime. Þá mátti sjá gleðitár á hvarmi gamalla og góðra vina.“ Klettur er innsetning þar sem sjávaröldum er varpað á stórskorið landslag samsett úr margskonar pappakössum þar sem gegnumgangandi þema verksins er hinn gullni spírall, oftast kenndur við Fibonacci. „Þó verkið virðist látlaust við fyrstu sýn er það marglaga við nánari skoðun. Tíminn hefur ávallt verið Hreini hugleikinn og gaman að sjá hvernig hann túlkar hann með mismunandi útfærslu í verkinu.“ Sigurður spjallar við Hrein í gegnum síma hjá Styrmi Erni.Sunna Ben Gripinn glóðvolgur eftir Feneyjartvíæringinn Verk Sigurðar Guðjónssonar, Edda, sem er til sýnis í Gryfjunni er einnar rásar myndband sem fyllir heilan vegg í þröngu rýminu og byggist á dáleiðandi hreyfingum segldúka. „Hrynjandi, flæði og endurtekning framkalla skynræna upplifun í verkinu, þar sem leikið er með skala og órætt samhengi. Þannig að þegar maður stendur inni í Gryfjunni verða áhrifin eins og veggurinn sé á hreyfingu og manni finnst jafnvel eins maður geti gengið inn í hann,“ segir Ólöf og bætir við að það hafi verið mikill fengur að grípa Sigurð Guðjónsson svona glóðvolgan eftir Feneyjartvíæringinn 2022, þá sér í lagi þar sem verk sýninganna tveggja kallast svo á. Mynd af verkinu Edda.Sigurður Guðjónsson Sýningarnar standa til 3. mars en Ásmundarsalur er opinn alla daga til klukkan 17 og aðgangur er ókeypis. Hér má sjá fleiri myndir frá opnuninni: Sigurður Guðjónsson er með sýningu í Gryfjunni í Ásmundarsal. Sunna Ben Skartgripahönnuðurinn Orri Finn var meðal gesta.Sunna Ben Sigríður Sigurjónsdóttir safnstjóri Hönnunarsafns Íslands. Sunna Ben Listakonan Magga Bjarnadóttir brosti sínu breiðasta.Sunna Ben Sjávaröldum er varpað á stórskorið landslag samsett úr margskonar pappakössum. Sunna Ben Listakonan Anika Laufey Baldursdóttir.Sunna Ben Fjölbreyttur hópur listunnenda kom saman á laugardag. Sunna Ben Kíkt inn í kassana.Sunna Ben Gestir ræddu saman um listina og lífið. Sunna Ben Ingólfur Arnarsson myndlistarmaður. Sunna Ben Ofurleikaraparið Björn Thors og Unnur Ösp og leikstjórinn og rithöfundurinn Þóra Karítas létu sig ekki vanta.Sunna Ben Kisueyru og kassar. Sunna Ben
Myndlist Menning Sýningar á Íslandi Samkvæmislífið Mest lesið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Verð alltaf stoltari og stoltari af mömmu Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira