Handbolti

Elín Jóna og stöllur enn með fullt hús stiga

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Elín Jóna Þorsteinsdóttir og stöllur í EH Aalborg tróna á toppi dönsku B-deildarinnar.
Elín Jóna Þorsteinsdóttir og stöllur í EH Aalborg tróna á toppi dönsku B-deildarinnar. EPA-EFE/Beate Oma Dahle

Elín Jóna Þorsteinsdóttir og stöllur hennar í EH Aalborg eru enn með fullt hús stiga í dönsku B-deildinni í handbolta eftir öruggan sjö marka sigur gegn HØJ í kvöld, 21-28.

Gestirnir í EH Aalborg byrjuðu leikinn betur og náðu fljótt fjögurra maka forskoti. Mest náði liðið fimm marka forystu í fyrri hálfleik í stöðunni 5-10 áður en heimakonur skoruðu fimm mörk í röð og jöfnuðu metin. Elín og stöllur skoruðu hins vegar seinustu tvö mörk hálfleiksins og fóru því með tveggja marka forkot inn í hléið, staðan 10-12.

Í síðari hálfleik var hins vegar aldrei spurning hvorum meginn sigurinn myndi enda. Gestirnir náðu fljótt upp öruggu forskoti og leiddu mest með tíu mörkum í stöðunni 14-24. Elín og stöllur unnu að lokum öruggan sjö marka sigur, 21-28.

EH Aalborg trónir því enn á toppi deildarinnar með fullt hús stiga eftir 15 leiki, en HØJ situr í áttunda sæti með 14 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×