Kollsteypa með dropateljara á Akureyri Sindri Kristjánsson skrifar 31. janúar 2024 07:01 Í talsvert einfaldaðri mynd má segja að heilbrigðiskerfið íslenska eigi sér fjórar stoðir. Heilsugæsla, sjúkrahúsþjónusta, sérfræðiþjónusta og öldrunarþjónusta. Þrjár af þessum fjórum stoðum eiga undir verulegt högg að sækja á Akureyri og svar ríkisstjórnarinnar, ábyrgðaraðila kerfisins, virðist vera að fela einkafyrirtæki að leysa vandann. Á síðasta kjörtímabili var tekin ákvörðun hjá Akureyrarbæ að skila rekstri öldrunarheimila bæjarins til ríkisins, eftir áralanga meðgjöf úr bæjarsjóði með verkefninu sem sannanlega er á ábyrgð ríkisins. Þetta gerðu á sama tíma fjölmörg sveitarfélög sem voru í sömu stöðu, þ.e. sveitarfélög sem sáu um rekstur öldrunarheimila í sinni sveit gegn framlögum frá ríkinu sem engan vegin duguðu til að halda rekstrinum réttu megin við núllið. Vestmannaeyjar, Norðurþing, Fjarðabyggð, Höfn í Hornarfirði gerðu öll þetta sama og Akureyri, svo einhver dæmi séu tekin. Og á öllum þessum stöðum brást ríkið við með því að sameina reksturinn við rekstur þeirrar heilbrigðisstofnunar sem ríkið rak á sama stað. Nema á Akureyri. Þar var rekstur öldrunarheimila Akureyrar afhentur fyrirtækinu Heilsuvernd. Höfundi er ekki kunnugt um að útboð hafi farið fram áður en þessi ákvörðun var tekin. Heilsugæsla á Akureyri hefur frá árinu 2014 verið rekin undir hatti Heilbrigðisstofnunar Norðurlands, HSN. Fyrir mörgum árum síðan var orðið morgunljóst að húsakostur þessarar heilsugæslustöðvar, sem þjónustar hátt í 30.000 manns, var hvorki sjúklingum né starfsfólki bjóðandi. Og tekin var ákvörðun um að færa reksturinn í nýtt húsnæði, tvær heilsugæslustöðvar. Annarri var fundinn staður norðan megin í bænum og hinni var ætlaður staður sunnan megin í bænum. En núna, þegar á hólminn er komið, er komin upp sú staða að aðeins önnur af tveimur staðsetningum virðist raunverulega vera á dagskrá. Fullkomin óvissa er uppi um afdrif stöðvarinnar sem ætluð var staðsetning sunnan megin í bænum eftir að hætt var við útboð á smíði húsnæðisins sem átti að hýsa hina nýju stöð. En þrátt fyrir það berast okkur fréttir af því að fyrirtækið Heilsuvernd hyggi á að reka heilsugæslustöð í bænum. Jafnframt eru okkur fluttar fréttir af því að þetta sama fyrirtæki sé byrjað að ráða til sín starfsmenn sem áður störfuðu við heilsugæslulækningar hjá HSN. Sjúkrahúsþjónustu á Akureyri er sinnt á gamla fjórðungssjúkrahúsinu, Sjúkrahúsinu á Akureyri. Fjölmiðlar hafa með reglubundnum hætti flutt okkur fréttir af þeim rekstrarerfiðleikum sem ógna starfsemi sjúkrahússins. Með viljann að vopni getur hver sá sem það vill fundið a.m.k. eina frétt í hverjum mánuði, mörg ár aftur í tímann, af rekstrarerfiðleikum sjúkrahússins á Akureyri. Vandinn er ýmist tengdur húsnæðismálum, fjárskorti, manneklu eða óheyrilegu álagi á starfsfólk. Nýlega voru fluttu fjölmiðlar okkur þá fregn að til þess að ráðast að mönnunarvanda á bráðamóttöku sjúkrahússins á Akureyri hafi spítalinn gengið til samninga við, og haldið ykkur nú fast, fyrirtækið Heilsuvernd um einhverskonar starfsmannaleigu á læknum til að takast á við þennan mönnunarvanda. Þegar allt framangreint er samantekið teiknast upp mynd af einu fyrirtæki sem er hægt og bítandi að taka yfir veitingu heilbrigðisþjónustu í bænum að stóru leyti. Án þess að nokkuð samráð við bæjarbúa hafi farið fram og algjörlega á skjön við vilja mikils meirihluta þeirra sem þjónustuna nota. Íslendingar, og þar með Akureyringar, eru þegar öllu er á botninn hvolft upp til hópa sammála um það að hið opinbera eigi að reka sjúkrahús og heilsugæslu, en þetta kom skýrt fram í þjóðmálakönnun Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands í mars 2021. Þar sögðust 67,6% Íslendinga telja að ríkið ætti að reka heilsugæslu. Í sömu könnun sögðu 81,3% Íslendinga að ríkið ætti að reka sjúkrahús. Vilji þjóðarinnar í þessum efnum er því nokkuð afdráttarlaus. Eitthvað er að eiga sér stað varðandi rekstur heilbrigðiskerfisins á Akureyri. Dropinn holar steininn segir máltækið. Maður fær á tilfinninguna að dropateljarinn sé kominn á loft og undir sé opinbera heilbrigðisþjónustan í bænum. Og markmiðið alger kollsteypa að því er virðist. Sindri Kristjánsson, varabæjarfulltrúi og í stýrihópi Samfylkingarinnar um heilbrigðis- og öldrunarmál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Akureyri Hjúkrunarheimili Heilsugæsla Eldri borgarar Mest lesið Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Sjá meira
Í talsvert einfaldaðri mynd má segja að heilbrigðiskerfið íslenska eigi sér fjórar stoðir. Heilsugæsla, sjúkrahúsþjónusta, sérfræðiþjónusta og öldrunarþjónusta. Þrjár af þessum fjórum stoðum eiga undir verulegt högg að sækja á Akureyri og svar ríkisstjórnarinnar, ábyrgðaraðila kerfisins, virðist vera að fela einkafyrirtæki að leysa vandann. Á síðasta kjörtímabili var tekin ákvörðun hjá Akureyrarbæ að skila rekstri öldrunarheimila bæjarins til ríkisins, eftir áralanga meðgjöf úr bæjarsjóði með verkefninu sem sannanlega er á ábyrgð ríkisins. Þetta gerðu á sama tíma fjölmörg sveitarfélög sem voru í sömu stöðu, þ.e. sveitarfélög sem sáu um rekstur öldrunarheimila í sinni sveit gegn framlögum frá ríkinu sem engan vegin duguðu til að halda rekstrinum réttu megin við núllið. Vestmannaeyjar, Norðurþing, Fjarðabyggð, Höfn í Hornarfirði gerðu öll þetta sama og Akureyri, svo einhver dæmi séu tekin. Og á öllum þessum stöðum brást ríkið við með því að sameina reksturinn við rekstur þeirrar heilbrigðisstofnunar sem ríkið rak á sama stað. Nema á Akureyri. Þar var rekstur öldrunarheimila Akureyrar afhentur fyrirtækinu Heilsuvernd. Höfundi er ekki kunnugt um að útboð hafi farið fram áður en þessi ákvörðun var tekin. Heilsugæsla á Akureyri hefur frá árinu 2014 verið rekin undir hatti Heilbrigðisstofnunar Norðurlands, HSN. Fyrir mörgum árum síðan var orðið morgunljóst að húsakostur þessarar heilsugæslustöðvar, sem þjónustar hátt í 30.000 manns, var hvorki sjúklingum né starfsfólki bjóðandi. Og tekin var ákvörðun um að færa reksturinn í nýtt húsnæði, tvær heilsugæslustöðvar. Annarri var fundinn staður norðan megin í bænum og hinni var ætlaður staður sunnan megin í bænum. En núna, þegar á hólminn er komið, er komin upp sú staða að aðeins önnur af tveimur staðsetningum virðist raunverulega vera á dagskrá. Fullkomin óvissa er uppi um afdrif stöðvarinnar sem ætluð var staðsetning sunnan megin í bænum eftir að hætt var við útboð á smíði húsnæðisins sem átti að hýsa hina nýju stöð. En þrátt fyrir það berast okkur fréttir af því að fyrirtækið Heilsuvernd hyggi á að reka heilsugæslustöð í bænum. Jafnframt eru okkur fluttar fréttir af því að þetta sama fyrirtæki sé byrjað að ráða til sín starfsmenn sem áður störfuðu við heilsugæslulækningar hjá HSN. Sjúkrahúsþjónustu á Akureyri er sinnt á gamla fjórðungssjúkrahúsinu, Sjúkrahúsinu á Akureyri. Fjölmiðlar hafa með reglubundnum hætti flutt okkur fréttir af þeim rekstrarerfiðleikum sem ógna starfsemi sjúkrahússins. Með viljann að vopni getur hver sá sem það vill fundið a.m.k. eina frétt í hverjum mánuði, mörg ár aftur í tímann, af rekstrarerfiðleikum sjúkrahússins á Akureyri. Vandinn er ýmist tengdur húsnæðismálum, fjárskorti, manneklu eða óheyrilegu álagi á starfsfólk. Nýlega voru fluttu fjölmiðlar okkur þá fregn að til þess að ráðast að mönnunarvanda á bráðamóttöku sjúkrahússins á Akureyri hafi spítalinn gengið til samninga við, og haldið ykkur nú fast, fyrirtækið Heilsuvernd um einhverskonar starfsmannaleigu á læknum til að takast á við þennan mönnunarvanda. Þegar allt framangreint er samantekið teiknast upp mynd af einu fyrirtæki sem er hægt og bítandi að taka yfir veitingu heilbrigðisþjónustu í bænum að stóru leyti. Án þess að nokkuð samráð við bæjarbúa hafi farið fram og algjörlega á skjön við vilja mikils meirihluta þeirra sem þjónustuna nota. Íslendingar, og þar með Akureyringar, eru þegar öllu er á botninn hvolft upp til hópa sammála um það að hið opinbera eigi að reka sjúkrahús og heilsugæslu, en þetta kom skýrt fram í þjóðmálakönnun Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands í mars 2021. Þar sögðust 67,6% Íslendinga telja að ríkið ætti að reka heilsugæslu. Í sömu könnun sögðu 81,3% Íslendinga að ríkið ætti að reka sjúkrahús. Vilji þjóðarinnar í þessum efnum er því nokkuð afdráttarlaus. Eitthvað er að eiga sér stað varðandi rekstur heilbrigðiskerfisins á Akureyri. Dropinn holar steininn segir máltækið. Maður fær á tilfinninguna að dropateljarinn sé kominn á loft og undir sé opinbera heilbrigðisþjónustan í bænum. Og markmiðið alger kollsteypa að því er virðist. Sindri Kristjánsson, varabæjarfulltrúi og í stýrihópi Samfylkingarinnar um heilbrigðis- og öldrunarmál.
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun