Bölvar Íþróttadómstólnum: „Þeir láta reiði sína bitna á lítilli stúlku“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. janúar 2024 09:40 Kamila Valieva á ísnum á síðustu Vetrarólympíuleikum. Hún kemur ekki úr banni fyrr en rétt fyrir næstu Ólympíuleika. Getty/Dimitris Isevidis Ein af frægustu þjálfurum Rússa er mjög reið yfir því hvernig er farið með rússnesku listskautakonuna Kamilu Valievu en Alþjóða Íþróttadómstóllinn dæmdi hana í fjögurra ára keppnisbann í vikunni. Valieva féll á lyfjaprófi sem var tekið tveimur mánuðum fyrir síðustu Vetrarólympíuleika en það kom ekki í ljós fyrr en á miðjum leikum. Valieva hafði þá hjálpað Rússum að vinna gull í liðakeppninni. Hún fékk að keppa í einstaklingskeppninni en réð ekki við álagið og komst ekki á pall. In its long-awaited ruling, the Court of Arbitration for Sport banned Russian figure skater Kamila Valieva for four years on doping charges, that retroactively took effect from 2021 and stripped her and the ROC of 2022 Beijing Games team event medal https://t.co/bjWrlWxxfY pic.twitter.com/6FHM8Wo9SS— Reuters (@Reuters) January 31, 2024 Valieva var sannkallað undrabarn og þótti mjög líkleg til að vinna gullið á leikunum þrátt fyrir að vera aðeins fimmtán ára gömul. Hún var að gera hluti sem höfðu ekki sést áður á ísnum. Árangursaukandi hjartalyf fannst í sýni Valieva en hennar vörn var að hún hefði drukkið úr sama glasi og afi hennar sem fengi þetta efni í hjartameðalinu sínu. Alþjóða Íþróttadómstólinn tók þessa afsökun ekki gilda og taldi Valievu og hennar fólk ekki hafa sannað það að hún hafi tekið efnið inn án vitundar. A word from the chairperson of the Russian gaslighting committee. pic.twitter.com/LYIAp6oqP4— The Skating Lesson (@SkatingLesson) January 30, 2024 Heimsfrægi rússneski þjálfarinn Tatiana Tarasova er mjög ósátt við dóminn og bölvaði Íþróttadómstólnum. „Glæpahyski og löglaust fólk. Auðvitað verðum við að áfrýja þessari ákvörðun. Þú verður að berjast á móti úrþvættum með þeirra eigin aðferðum,“ sagði Tarasova í viðtali við rússneska miðilinn Championat. „Kamila mun fá að keppa í okkar landi. Hún er sterk stelpa og mun komast í gegnum allt saman,“ sagði Tarasova sem segir þetta vera svo ósanngjarnt fyrir Valievu. „Fjandinn hafi þessi skítseiði. Þeir láta reiði sína bitna á lítilli stúlku með það að markmiði að reyna að ná höggi á okkar þjóð,“ sagði Tarasova. „Þetta er ómannúðleg ákvörðun. Það á ekki að vera hægt að fá þetta út. Þetta er óhugsandi grimmd. Ég bölva þeim sem ákváðu þetta. Vonandi fer þetta allt vel hjá Kamilu því hún er ótrúlega hæfileikarík stelpa. Hún átti þetta ekki skilið,“ sagði Tarasova. Fjögurra ára bann Valievu gildir frá 25. desember 2021. Það þýðir að hún sleppur úr banninu fyrir Ólympíuleikana á Ítalíu árið 2026 það er ef rússneskt íþróttafólk fær leyfi til að keppa á þeim leikum. BREAKING: The Russian Olympic Committee will appeal against a decision to strip the gold medal in the 2022 Olympic figure skating event following Kamila Valieva's doping suspension. pic.twitter.com/joi8IGuj3g— Sky Sports News (@SkySportsNews) January 30, 2024 Skautaíþróttir Vetrarólympíuleikar 2026 í Mílanó og Cortina Tengdar fréttir Sautján ára undrabarnið á leið í fjögurra ára keppnisbann Hin 17 ára gamla Kamila Valieva mun ekki keppa í listhlaupi á skautum næstu fjögur árin þar sem hún hefur verið dæmd í keppnisbann af CAS, Alþjóða íþróttadómstólnum. 29. janúar 2024 23:01 Heimta að skautadrottningin unga verði dæmd í fjögurra ára bann Alþjóða lyfjaeftirlitsstofnunin, WADA, hefur beðið Alþjóðlega íþróttadómstólinn, Court of Arbitration for Sport, að dæma rússnesku skautadrottninguna Kamilu Valievu í fjögurra ára keppnisbann. 15. nóvember 2022 10:00 Hóta Rússum vegna leyndar yfir máli Valievu Alþjóða lyfjaeftirlitið, Wada, hefur áhyggjur af töfum á rannsókn á máli rússnesku skautakonunnar Kamilu Valievu. 27. október 2022 14:30 Fá loks Ólympíugullið tveimur árum seinna Keppendurnir sem misstu af verðlaunum þegar Rússar unnu gullið í liðakeppni í listdansi á skautum á Vetrarólympíuleikunum í Peking 2022 munu fá verðlaun sín við hátíðlega athöfn. 30. janúar 2024 16:31 Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Fleiri fréttir Meistararnir byrja á góðum sigri „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni „Gott að láta ekki mótlæti brjóta sig niður“ Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Aftur tapar Liverpool Sjálfsmark kostaði Mourinho stigið Arnar Þór látinn fara frá Gent Í beinni: Stjarnan - Njarðvík | Fyrsti leikur vetrarins Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Mbappé fór mikinn í Kasakstan Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Laufey sú elsta sem kemst á pall Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Refsað fyrir rasisma mikils fjölda áhorfenda Meiddist hroðalega en fór hlæjandi af velli Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Dagskráin í dag: Meistaradeildin, Bónus deild kvenna og verður Breiðablik Íslandsmeistari? Sjá meira
Valieva féll á lyfjaprófi sem var tekið tveimur mánuðum fyrir síðustu Vetrarólympíuleika en það kom ekki í ljós fyrr en á miðjum leikum. Valieva hafði þá hjálpað Rússum að vinna gull í liðakeppninni. Hún fékk að keppa í einstaklingskeppninni en réð ekki við álagið og komst ekki á pall. In its long-awaited ruling, the Court of Arbitration for Sport banned Russian figure skater Kamila Valieva for four years on doping charges, that retroactively took effect from 2021 and stripped her and the ROC of 2022 Beijing Games team event medal https://t.co/bjWrlWxxfY pic.twitter.com/6FHM8Wo9SS— Reuters (@Reuters) January 31, 2024 Valieva var sannkallað undrabarn og þótti mjög líkleg til að vinna gullið á leikunum þrátt fyrir að vera aðeins fimmtán ára gömul. Hún var að gera hluti sem höfðu ekki sést áður á ísnum. Árangursaukandi hjartalyf fannst í sýni Valieva en hennar vörn var að hún hefði drukkið úr sama glasi og afi hennar sem fengi þetta efni í hjartameðalinu sínu. Alþjóða Íþróttadómstólinn tók þessa afsökun ekki gilda og taldi Valievu og hennar fólk ekki hafa sannað það að hún hafi tekið efnið inn án vitundar. A word from the chairperson of the Russian gaslighting committee. pic.twitter.com/LYIAp6oqP4— The Skating Lesson (@SkatingLesson) January 30, 2024 Heimsfrægi rússneski þjálfarinn Tatiana Tarasova er mjög ósátt við dóminn og bölvaði Íþróttadómstólnum. „Glæpahyski og löglaust fólk. Auðvitað verðum við að áfrýja þessari ákvörðun. Þú verður að berjast á móti úrþvættum með þeirra eigin aðferðum,“ sagði Tarasova í viðtali við rússneska miðilinn Championat. „Kamila mun fá að keppa í okkar landi. Hún er sterk stelpa og mun komast í gegnum allt saman,“ sagði Tarasova sem segir þetta vera svo ósanngjarnt fyrir Valievu. „Fjandinn hafi þessi skítseiði. Þeir láta reiði sína bitna á lítilli stúlku með það að markmiði að reyna að ná höggi á okkar þjóð,“ sagði Tarasova. „Þetta er ómannúðleg ákvörðun. Það á ekki að vera hægt að fá þetta út. Þetta er óhugsandi grimmd. Ég bölva þeim sem ákváðu þetta. Vonandi fer þetta allt vel hjá Kamilu því hún er ótrúlega hæfileikarík stelpa. Hún átti þetta ekki skilið,“ sagði Tarasova. Fjögurra ára bann Valievu gildir frá 25. desember 2021. Það þýðir að hún sleppur úr banninu fyrir Ólympíuleikana á Ítalíu árið 2026 það er ef rússneskt íþróttafólk fær leyfi til að keppa á þeim leikum. BREAKING: The Russian Olympic Committee will appeal against a decision to strip the gold medal in the 2022 Olympic figure skating event following Kamila Valieva's doping suspension. pic.twitter.com/joi8IGuj3g— Sky Sports News (@SkySportsNews) January 30, 2024
Skautaíþróttir Vetrarólympíuleikar 2026 í Mílanó og Cortina Tengdar fréttir Sautján ára undrabarnið á leið í fjögurra ára keppnisbann Hin 17 ára gamla Kamila Valieva mun ekki keppa í listhlaupi á skautum næstu fjögur árin þar sem hún hefur verið dæmd í keppnisbann af CAS, Alþjóða íþróttadómstólnum. 29. janúar 2024 23:01 Heimta að skautadrottningin unga verði dæmd í fjögurra ára bann Alþjóða lyfjaeftirlitsstofnunin, WADA, hefur beðið Alþjóðlega íþróttadómstólinn, Court of Arbitration for Sport, að dæma rússnesku skautadrottninguna Kamilu Valievu í fjögurra ára keppnisbann. 15. nóvember 2022 10:00 Hóta Rússum vegna leyndar yfir máli Valievu Alþjóða lyfjaeftirlitið, Wada, hefur áhyggjur af töfum á rannsókn á máli rússnesku skautakonunnar Kamilu Valievu. 27. október 2022 14:30 Fá loks Ólympíugullið tveimur árum seinna Keppendurnir sem misstu af verðlaunum þegar Rússar unnu gullið í liðakeppni í listdansi á skautum á Vetrarólympíuleikunum í Peking 2022 munu fá verðlaun sín við hátíðlega athöfn. 30. janúar 2024 16:31 Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Fleiri fréttir Meistararnir byrja á góðum sigri „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni „Gott að láta ekki mótlæti brjóta sig niður“ Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Aftur tapar Liverpool Sjálfsmark kostaði Mourinho stigið Arnar Þór látinn fara frá Gent Í beinni: Stjarnan - Njarðvík | Fyrsti leikur vetrarins Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Mbappé fór mikinn í Kasakstan Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Laufey sú elsta sem kemst á pall Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Refsað fyrir rasisma mikils fjölda áhorfenda Meiddist hroðalega en fór hlæjandi af velli Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Dagskráin í dag: Meistaradeildin, Bónus deild kvenna og verður Breiðablik Íslandsmeistari? Sjá meira
Sautján ára undrabarnið á leið í fjögurra ára keppnisbann Hin 17 ára gamla Kamila Valieva mun ekki keppa í listhlaupi á skautum næstu fjögur árin þar sem hún hefur verið dæmd í keppnisbann af CAS, Alþjóða íþróttadómstólnum. 29. janúar 2024 23:01
Heimta að skautadrottningin unga verði dæmd í fjögurra ára bann Alþjóða lyfjaeftirlitsstofnunin, WADA, hefur beðið Alþjóðlega íþróttadómstólinn, Court of Arbitration for Sport, að dæma rússnesku skautadrottninguna Kamilu Valievu í fjögurra ára keppnisbann. 15. nóvember 2022 10:00
Hóta Rússum vegna leyndar yfir máli Valievu Alþjóða lyfjaeftirlitið, Wada, hefur áhyggjur af töfum á rannsókn á máli rússnesku skautakonunnar Kamilu Valievu. 27. október 2022 14:30
Fá loks Ólympíugullið tveimur árum seinna Keppendurnir sem misstu af verðlaunum þegar Rússar unnu gullið í liðakeppni í listdansi á skautum á Vetrarólympíuleikunum í Peking 2022 munu fá verðlaun sín við hátíðlega athöfn. 30. janúar 2024 16:31