Einar Jónsson: Vorum með allt of marga tapaða bolta Þorsteinn Hjálmsson skrifar 1. febrúar 2024 21:44 Einar Jónsson var óánægður með margt í leik sinna manna. Vísir/Anton Brink Fram tapaði í kvöld með fjórum mörkum gegn Aftureldingu að Varmá, lokatölur 30-26, í fyrstu umferð Olís-deildarinnar eftir langt hlé. Einar Jónsson, þjálfari Framara var ósáttur með frammistöðu sinna manna í kvöld. „Ég var ánægður með eitthvað. Mér fannst varnarleikurinn stærstan hluta leiksins bara góður, það var svona það sem ég var hræddastur við komandi inn í leikinn. Sóknarlega erum við bara lélegir, því miður. Við erum búnir að vera besta sóknarliðið í vetur, við vorum langt frá því í dag. Vorum með allt of marga tapaða bolta, óagaðir, hlupum illa til baka og við hlaupum illa fram líka,“ sagði Einar um leik sinna manna og bætti við. „Fyrir utan góða kafla varnarlega þá voru bara allt of margir þættir ekki í lagi.“ Einari fannst sínir menn sjálfum sér verstir í leiknum en liðið fékk nokkur tækifæri á að gera atlögu að forystu heimamanna sem voru með undirtökin allan leikinn. „Þegar þeir ná forystunni þá er það út af töpuðum boltum hjá okkur. Svo vinnum við okkur aftur inn í þetta, minnkum muninn í eitt, þá kemur aftur tapaður bolti. Svona gekk þetta einhverja þrjá kafla að minnsta kosti í leiknum. Við hljótum að vera í kringum 15 tapaða bolta í þessum leik sem er bara helmingi meira en við erum vanir að vera með, það er bara mjög dýrt gegn eins góðu liði og Aftureldingu.“ Andri Dagur Ófeigsson lék í kvöld fyrsta leik sinn fyrir Fram eftir að hafa komið heim frá Danmörku um áramótin þar sem hann lék með Frederisksberg IF. Andri Dagur fékk slæmt högg á höfuðið í leiknum og spilaði ekkert eftir það. „Andri kom frábærlega inn í þetta, hann er eins og einhyrningur, fékk högg á höfuðið undir lok fyrri hálfleiks,“ sagði Einar um atvikið. Aðspurður út í meiðslalista Framara hafði einar þetta að segja. „Magnús Öder er bara frá, það er ljóst, stutt síðan hann var í aðgerð á öxl. Þorsteinn Gauti er bara óljóst hvenær hann kemur aftur. Við höfum ekki fengið neina tímasetningu hvenær hann kemur aftur.“ Að lokum sagðist Einar það vera gaman að vera byrjaður aftur þrátt fyrir að leikur Fram í kvöld hafi ekki verið góður að hans mati. „Það er náttúrulega bara gaman að vera byrjaður aftur en ég hefði viljað betri úrslit og betri frammistöðu, hún var ekki nógu góð.“ Olís-deild karla Fram Afturelding Tengdar fréttir Leik lokið: Afturelding - Fram 30-26 | Mosfellingar unnu fyrsta leik eftir hlé Eftir langt jóla- og EM-hlé vann Afturelding góðan fjögurra marka sigur gegn Fram er Olís-deild karla í handbolta rúllaði af stað á ný í kvöld, 30-26. 1. febrúar 2024 21:09 Mest lesið Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Íslenski boltinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Fótbolti Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Fótbolti Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Fótbolti Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Fótbolti Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Fótbolti Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Fótbolti „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Fótbolti Fleiri fréttir Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Sjá meira
„Ég var ánægður með eitthvað. Mér fannst varnarleikurinn stærstan hluta leiksins bara góður, það var svona það sem ég var hræddastur við komandi inn í leikinn. Sóknarlega erum við bara lélegir, því miður. Við erum búnir að vera besta sóknarliðið í vetur, við vorum langt frá því í dag. Vorum með allt of marga tapaða bolta, óagaðir, hlupum illa til baka og við hlaupum illa fram líka,“ sagði Einar um leik sinna manna og bætti við. „Fyrir utan góða kafla varnarlega þá voru bara allt of margir þættir ekki í lagi.“ Einari fannst sínir menn sjálfum sér verstir í leiknum en liðið fékk nokkur tækifæri á að gera atlögu að forystu heimamanna sem voru með undirtökin allan leikinn. „Þegar þeir ná forystunni þá er það út af töpuðum boltum hjá okkur. Svo vinnum við okkur aftur inn í þetta, minnkum muninn í eitt, þá kemur aftur tapaður bolti. Svona gekk þetta einhverja þrjá kafla að minnsta kosti í leiknum. Við hljótum að vera í kringum 15 tapaða bolta í þessum leik sem er bara helmingi meira en við erum vanir að vera með, það er bara mjög dýrt gegn eins góðu liði og Aftureldingu.“ Andri Dagur Ófeigsson lék í kvöld fyrsta leik sinn fyrir Fram eftir að hafa komið heim frá Danmörku um áramótin þar sem hann lék með Frederisksberg IF. Andri Dagur fékk slæmt högg á höfuðið í leiknum og spilaði ekkert eftir það. „Andri kom frábærlega inn í þetta, hann er eins og einhyrningur, fékk högg á höfuðið undir lok fyrri hálfleiks,“ sagði Einar um atvikið. Aðspurður út í meiðslalista Framara hafði einar þetta að segja. „Magnús Öder er bara frá, það er ljóst, stutt síðan hann var í aðgerð á öxl. Þorsteinn Gauti er bara óljóst hvenær hann kemur aftur. Við höfum ekki fengið neina tímasetningu hvenær hann kemur aftur.“ Að lokum sagðist Einar það vera gaman að vera byrjaður aftur þrátt fyrir að leikur Fram í kvöld hafi ekki verið góður að hans mati. „Það er náttúrulega bara gaman að vera byrjaður aftur en ég hefði viljað betri úrslit og betri frammistöðu, hún var ekki nógu góð.“
Olís-deild karla Fram Afturelding Tengdar fréttir Leik lokið: Afturelding - Fram 30-26 | Mosfellingar unnu fyrsta leik eftir hlé Eftir langt jóla- og EM-hlé vann Afturelding góðan fjögurra marka sigur gegn Fram er Olís-deild karla í handbolta rúllaði af stað á ný í kvöld, 30-26. 1. febrúar 2024 21:09 Mest lesið Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Íslenski boltinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Fótbolti Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Fótbolti Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Fótbolti Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Fótbolti Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Fótbolti Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Fótbolti „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Fótbolti Fleiri fréttir Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Sjá meira
Leik lokið: Afturelding - Fram 30-26 | Mosfellingar unnu fyrsta leik eftir hlé Eftir langt jóla- og EM-hlé vann Afturelding góðan fjögurra marka sigur gegn Fram er Olís-deild karla í handbolta rúllaði af stað á ný í kvöld, 30-26. 1. febrúar 2024 21:09