Blikar frá Barcelona beint á æfingu: „Erfitt að hringja sig inn veikan þá“ Valur Páll Eiríksson skrifar 3. febrúar 2024 08:01 Kristinn Steindórsson og aðrir Blikar voru ferskir á æfingu dagsins. Vísir/Skjáskot Karlalið Breiðabliks hóf í vikunni undirbúning fyrir komandi leiktíð í Bestu deild karla. Aldrei hefur lið hafið undirbúninginn eins seint. Leikmenn liðsins eru örlítið ryðgaðir en fagna nýbreytninni. Breiðablik átti lengsta tímabil í sögu íslensks fótboltaliðs á síðasta ári þar sem liðið tók fyrsta allra þátt í riðlakeppni í Evrópu. Blikar luku ekki keppni þar fyrr en um miðjan desember, þegar flest önnur lið voru farin af stað með sitt undirbúningstímabil. Fyrsta æfing fyrir komandi leiktíð fór fram á mánudaginn var. „Þetta er krefjandi áskorun og eitthvað nýtt en alveg ótrúlega spennandi. Þetta er miklu líkara því sem gerist í Evrópu og um allan heim. Við erum búnir að hugsa mikið hvernig við viljum setja þetta upp og erum gríðarlega spenntir að keyra á þetta,“ segir Halldór. Leikmenn njóta þess þá að hefja harkið síðar. Halldór Árnason tók við Blikum síðasta haust. „Engin spurning. Menn fengu sex vikna frí, með jólafrí inni í því, og náðu að hvíla sig ágætlega líkamlega og andlega. Auðvitað voru þeir með prógram sjálfir sem þeir fóru samviskusamlega eftir og komu ferskir til baka,“ „Ég held að menn hafi verið komnir á þann stað að þrá að komast aftur í fótbolta sem er mjög jákvætt fyrir okkur. Það er frábær andi í hópnum og mikil tilhlökkun að takast á við tímabilið.“ segir Halldór. Damir Muminovic, varnarmaður liðsins, naut sín vel vestanhafs í fríinu. „Langt en mjög gott frí. Það er mjög gott að koma aftur. Mann hlakkar til, ég var í góðu fríi á Flórída en það er gott að koma aftur.“ Beint úr sektarsjóðsferðinni á fyrstu æfingu Fríi Blikanna lauk á árvissri sektarsjóðsferð, sem er að mestu fjármögnuð með sektarsjóði tímabilsins á undan. Sú var farin til Barcelona síðustu helgi en undirbúningstímabilið hófst strax mánudaginn eftir. „Það var misjafnt stand á mönnum en ég held að menn hafi gott af þessu allir,“ segir Damir. „Ég viðurkenni það að ég var þreyttur en þrátt fyrir það gekk þetta furðu vel,“ segir liðsfélagi hans Kristinn Steindórsson. Það er erfitt að ætla að hringja sig inn veikan þá. Aðspurður hver hefði mætt til æfinga í versta standinu stóð Kristinn ekki á svörum. „Það var Brynjar markvörður, hann pínu eins og draugur og var veikur á þriðjudeginum. Ég held hann hafi verið í alvöru veikur samt.“ „Andlega eru menn upp á tíu. Þetta er alvöru leið til að ræsa undirbúningstímabilið,“ segir Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði liðsins. Innslagið frá æfingu Blika má sjá í spilaranum að ofan. Breiðablik Besta deild karla Mest lesið Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Sport Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Fótbolti Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Íslenski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Íslenski boltinn Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Fleiri fréttir „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Hverju breytir Lárus Orri hjá Skagaliðinu? Þrenna á föstudagskvöldi og háskólagráða á laugardegi Sjá meira
Breiðablik átti lengsta tímabil í sögu íslensks fótboltaliðs á síðasta ári þar sem liðið tók fyrsta allra þátt í riðlakeppni í Evrópu. Blikar luku ekki keppni þar fyrr en um miðjan desember, þegar flest önnur lið voru farin af stað með sitt undirbúningstímabil. Fyrsta æfing fyrir komandi leiktíð fór fram á mánudaginn var. „Þetta er krefjandi áskorun og eitthvað nýtt en alveg ótrúlega spennandi. Þetta er miklu líkara því sem gerist í Evrópu og um allan heim. Við erum búnir að hugsa mikið hvernig við viljum setja þetta upp og erum gríðarlega spenntir að keyra á þetta,“ segir Halldór. Leikmenn njóta þess þá að hefja harkið síðar. Halldór Árnason tók við Blikum síðasta haust. „Engin spurning. Menn fengu sex vikna frí, með jólafrí inni í því, og náðu að hvíla sig ágætlega líkamlega og andlega. Auðvitað voru þeir með prógram sjálfir sem þeir fóru samviskusamlega eftir og komu ferskir til baka,“ „Ég held að menn hafi verið komnir á þann stað að þrá að komast aftur í fótbolta sem er mjög jákvætt fyrir okkur. Það er frábær andi í hópnum og mikil tilhlökkun að takast á við tímabilið.“ segir Halldór. Damir Muminovic, varnarmaður liðsins, naut sín vel vestanhafs í fríinu. „Langt en mjög gott frí. Það er mjög gott að koma aftur. Mann hlakkar til, ég var í góðu fríi á Flórída en það er gott að koma aftur.“ Beint úr sektarsjóðsferðinni á fyrstu æfingu Fríi Blikanna lauk á árvissri sektarsjóðsferð, sem er að mestu fjármögnuð með sektarsjóði tímabilsins á undan. Sú var farin til Barcelona síðustu helgi en undirbúningstímabilið hófst strax mánudaginn eftir. „Það var misjafnt stand á mönnum en ég held að menn hafi gott af þessu allir,“ segir Damir. „Ég viðurkenni það að ég var þreyttur en þrátt fyrir það gekk þetta furðu vel,“ segir liðsfélagi hans Kristinn Steindórsson. Það er erfitt að ætla að hringja sig inn veikan þá. Aðspurður hver hefði mætt til æfinga í versta standinu stóð Kristinn ekki á svörum. „Það var Brynjar markvörður, hann pínu eins og draugur og var veikur á þriðjudeginum. Ég held hann hafi verið í alvöru veikur samt.“ „Andlega eru menn upp á tíu. Þetta er alvöru leið til að ræsa undirbúningstímabilið,“ segir Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði liðsins. Innslagið frá æfingu Blika má sjá í spilaranum að ofan.
Breiðablik Besta deild karla Mest lesið Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Sport Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Fótbolti Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Íslenski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Íslenski boltinn Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Fleiri fréttir „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Hverju breytir Lárus Orri hjá Skagaliðinu? Þrenna á föstudagskvöldi og háskólagráða á laugardegi Sjá meira