Blikar frá Barcelona beint á æfingu: „Erfitt að hringja sig inn veikan þá“ Valur Páll Eiríksson skrifar 3. febrúar 2024 08:01 Kristinn Steindórsson og aðrir Blikar voru ferskir á æfingu dagsins. Vísir/Skjáskot Karlalið Breiðabliks hóf í vikunni undirbúning fyrir komandi leiktíð í Bestu deild karla. Aldrei hefur lið hafið undirbúninginn eins seint. Leikmenn liðsins eru örlítið ryðgaðir en fagna nýbreytninni. Breiðablik átti lengsta tímabil í sögu íslensks fótboltaliðs á síðasta ári þar sem liðið tók fyrsta allra þátt í riðlakeppni í Evrópu. Blikar luku ekki keppni þar fyrr en um miðjan desember, þegar flest önnur lið voru farin af stað með sitt undirbúningstímabil. Fyrsta æfing fyrir komandi leiktíð fór fram á mánudaginn var. „Þetta er krefjandi áskorun og eitthvað nýtt en alveg ótrúlega spennandi. Þetta er miklu líkara því sem gerist í Evrópu og um allan heim. Við erum búnir að hugsa mikið hvernig við viljum setja þetta upp og erum gríðarlega spenntir að keyra á þetta,“ segir Halldór. Leikmenn njóta þess þá að hefja harkið síðar. Halldór Árnason tók við Blikum síðasta haust. „Engin spurning. Menn fengu sex vikna frí, með jólafrí inni í því, og náðu að hvíla sig ágætlega líkamlega og andlega. Auðvitað voru þeir með prógram sjálfir sem þeir fóru samviskusamlega eftir og komu ferskir til baka,“ „Ég held að menn hafi verið komnir á þann stað að þrá að komast aftur í fótbolta sem er mjög jákvætt fyrir okkur. Það er frábær andi í hópnum og mikil tilhlökkun að takast á við tímabilið.“ segir Halldór. Damir Muminovic, varnarmaður liðsins, naut sín vel vestanhafs í fríinu. „Langt en mjög gott frí. Það er mjög gott að koma aftur. Mann hlakkar til, ég var í góðu fríi á Flórída en það er gott að koma aftur.“ Beint úr sektarsjóðsferðinni á fyrstu æfingu Fríi Blikanna lauk á árvissri sektarsjóðsferð, sem er að mestu fjármögnuð með sektarsjóði tímabilsins á undan. Sú var farin til Barcelona síðustu helgi en undirbúningstímabilið hófst strax mánudaginn eftir. „Það var misjafnt stand á mönnum en ég held að menn hafi gott af þessu allir,“ segir Damir. „Ég viðurkenni það að ég var þreyttur en þrátt fyrir það gekk þetta furðu vel,“ segir liðsfélagi hans Kristinn Steindórsson. Það er erfitt að ætla að hringja sig inn veikan þá. Aðspurður hver hefði mætt til æfinga í versta standinu stóð Kristinn ekki á svörum. „Það var Brynjar markvörður, hann pínu eins og draugur og var veikur á þriðjudeginum. Ég held hann hafi verið í alvöru veikur samt.“ „Andlega eru menn upp á tíu. Þetta er alvöru leið til að ræsa undirbúningstímabilið,“ segir Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði liðsins. Innslagið frá æfingu Blika má sjá í spilaranum að ofan. Breiðablik Besta deild karla Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Umfjöllun og viðtöl: HK - Selfoss 29-34 | Meistararnir gáfu í þegar þess þurfti Handbolti Griezmann staðfestur sem leikmaður Barcelona Fótbolti Annar hnefaleikakappi látinn eftir bardaga um helgina Sport Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KR - HK 3-2 | KR slapp með skrekkinn gegn nýliðunum Íslenski boltinn Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: HK - Fylkir 1-2 | Helgi Valur sá um hrædda HK-inga Íslenski boltinn Hlín og Dagný skoruðu í íslenskum sigri í Espoo Fótbolti Umfjöllun og viðtöl: Þór Þorl. - Valur 87-70 | Þórsarar unnu 4. leikhlutann með 23 stigum Körfubolti Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Grindavík - KR 2-1 | Umdeild vítaspyrna reyndist sigurmarkið Íslenski boltinn Ings afgreiddi Tottenham, auðvelt hjá Leicester og flug Pearson með Watford heldur áfram Enski boltinn Fleiri fréttir Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Sjá meira
Breiðablik átti lengsta tímabil í sögu íslensks fótboltaliðs á síðasta ári þar sem liðið tók fyrsta allra þátt í riðlakeppni í Evrópu. Blikar luku ekki keppni þar fyrr en um miðjan desember, þegar flest önnur lið voru farin af stað með sitt undirbúningstímabil. Fyrsta æfing fyrir komandi leiktíð fór fram á mánudaginn var. „Þetta er krefjandi áskorun og eitthvað nýtt en alveg ótrúlega spennandi. Þetta er miklu líkara því sem gerist í Evrópu og um allan heim. Við erum búnir að hugsa mikið hvernig við viljum setja þetta upp og erum gríðarlega spenntir að keyra á þetta,“ segir Halldór. Leikmenn njóta þess þá að hefja harkið síðar. Halldór Árnason tók við Blikum síðasta haust. „Engin spurning. Menn fengu sex vikna frí, með jólafrí inni í því, og náðu að hvíla sig ágætlega líkamlega og andlega. Auðvitað voru þeir með prógram sjálfir sem þeir fóru samviskusamlega eftir og komu ferskir til baka,“ „Ég held að menn hafi verið komnir á þann stað að þrá að komast aftur í fótbolta sem er mjög jákvætt fyrir okkur. Það er frábær andi í hópnum og mikil tilhlökkun að takast á við tímabilið.“ segir Halldór. Damir Muminovic, varnarmaður liðsins, naut sín vel vestanhafs í fríinu. „Langt en mjög gott frí. Það er mjög gott að koma aftur. Mann hlakkar til, ég var í góðu fríi á Flórída en það er gott að koma aftur.“ Beint úr sektarsjóðsferðinni á fyrstu æfingu Fríi Blikanna lauk á árvissri sektarsjóðsferð, sem er að mestu fjármögnuð með sektarsjóði tímabilsins á undan. Sú var farin til Barcelona síðustu helgi en undirbúningstímabilið hófst strax mánudaginn eftir. „Það var misjafnt stand á mönnum en ég held að menn hafi gott af þessu allir,“ segir Damir. „Ég viðurkenni það að ég var þreyttur en þrátt fyrir það gekk þetta furðu vel,“ segir liðsfélagi hans Kristinn Steindórsson. Það er erfitt að ætla að hringja sig inn veikan þá. Aðspurður hver hefði mætt til æfinga í versta standinu stóð Kristinn ekki á svörum. „Það var Brynjar markvörður, hann pínu eins og draugur og var veikur á þriðjudeginum. Ég held hann hafi verið í alvöru veikur samt.“ „Andlega eru menn upp á tíu. Þetta er alvöru leið til að ræsa undirbúningstímabilið,“ segir Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði liðsins. Innslagið frá æfingu Blika má sjá í spilaranum að ofan.
Breiðablik Besta deild karla Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Umfjöllun og viðtöl: HK - Selfoss 29-34 | Meistararnir gáfu í þegar þess þurfti Handbolti Griezmann staðfestur sem leikmaður Barcelona Fótbolti Annar hnefaleikakappi látinn eftir bardaga um helgina Sport Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KR - HK 3-2 | KR slapp með skrekkinn gegn nýliðunum Íslenski boltinn Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: HK - Fylkir 1-2 | Helgi Valur sá um hrædda HK-inga Íslenski boltinn Hlín og Dagný skoruðu í íslenskum sigri í Espoo Fótbolti Umfjöllun og viðtöl: Þór Þorl. - Valur 87-70 | Þórsarar unnu 4. leikhlutann með 23 stigum Körfubolti Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Grindavík - KR 2-1 | Umdeild vítaspyrna reyndist sigurmarkið Íslenski boltinn Ings afgreiddi Tottenham, auðvelt hjá Leicester og flug Pearson með Watford heldur áfram Enski boltinn Fleiri fréttir Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Grindavík - KR 2-1 | Umdeild vítaspyrna reyndist sigurmarkið Íslenski boltinn
Ings afgreiddi Tottenham, auðvelt hjá Leicester og flug Pearson með Watford heldur áfram Enski boltinn
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Grindavík - KR 2-1 | Umdeild vítaspyrna reyndist sigurmarkið Íslenski boltinn
Ings afgreiddi Tottenham, auðvelt hjá Leicester og flug Pearson með Watford heldur áfram Enski boltinn