Grípa til aðgerða vegna hálfnakins blaðamanns Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. febrúar 2024 13:31 Stuðningsmenn eru oft berir að ofan í stúkunni í Afríkukeppninni en það þykir að sjálfsögðu ekki boðlegt í blaðamannastúkunni. Getty/Ulrik Pedersen Allt of margir fjölmiðlamenn hafa misst sig á leikjum Afríkukeppninnar í knattspyrnu í ár þar sem fagmennska og virðing fyrir kollegum sínum hefur oft fokið út um gluggann. Svo slæmt var ástandið orðið að afríska knattspyrnusambandið taldi sig þurfa að setja saman nýjar reglur um rétta hegðun stéttarinnar á leikjum keppninnar. Það hefur verið mikið að frétta af mótinu enda mikið af óvæntum úrslitum þar sem margar af bestu knattspyrnuþjóðum álfunnar hafa dottið snemma úr keppni. Fréttir af látum í blaðamannastúkunni hafa engu að síður stolið senunni. Þar hafa fjölmiðlamenn orðið uppvísir af ofbeldi, svívirðingum, slagsmálum og þá vakti einn þeirra mikla athygli þegar hann dansaði hálfnakinn um blaðamannastúkuna. „Það var einhver að dansa nakinn um blaðamannastúkuna. Það gengur ekki,“ sagði fjölmiðlafulltrúi afríska knattspyrnusambandsins, CAF. Sambandið gaf út nýjar reglur til að koma í veg fyrir „ófagmannlega og ósæmilega hegðun“ eins og það er orðað í tilkynningunni. Unruly behaviour from AFCON reporters provokes CAF clampdown - ESPN https://t.co/K4SCRXYQWu— Sid Lowe (@sidlowe) February 3, 2024 „CAF hefur tekið eftir því að tilfellum með ófagmannlegri og ósæmilegri hegðun hefur fjölgað mikið meðal nokkurra fjölmiðlamanna á vinnusvæði fjölmiðlamanna á Afríkumótinu. CAF hitti skipuleggjendur mótsins og lögregluna til að ræða stöðuna og nauðsynlegar aðgerðir,“ sagði í tilkynningunni. „Við gerum okkur grein fyrir því að við erum öll áhugafólk um fótbolta með mikla ástríðu fyrir landsliði okkar en fjölmiðlamenn verða engu að síður að sýna fagmennsku,“ sagði í tilkynningunni en sambandið hefur staðfest fréttir af villtum fagnaðarlátum og svívirðingum í garð kollega. Þeir fjölmiðlamenn sem verða uppvísir af ósæmilegri hegðun missa hér eftir fjölmiðlaréttindi sín á mótinu. Það fer ekkert á milli að fjölmiðlamaðurinn sem dansaði næstum því nakinn um fjölmiðlastúkuna til að svekkja kollega sína hafi verið kornið sem fyllti mælinn. Hann var frá Fílabeinsströndinni og var að fagna sigri á meisturum Senegal. Afríkukeppnin í fótbolta Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Handbolti Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti „Þá myndu þeir ljúga að mér“ Handbolti Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Handbolti Fleiri fréttir Mourinho mætir Real Madrid aftur eftir ævintýralegan sigur Benfica Brann slapp inn í umspilið eftir hjálp frá öðrum velli Mourinho bað Arbeloa afsökunar á fagnaðarlátunum Hvaða lið gætu mæst í umspili og sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar? Sjáðu markaflóðið í Meistaradeildinni Fékk þjálfarann til að dansa við sig í miðjum leik Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Sjá meira
Svo slæmt var ástandið orðið að afríska knattspyrnusambandið taldi sig þurfa að setja saman nýjar reglur um rétta hegðun stéttarinnar á leikjum keppninnar. Það hefur verið mikið að frétta af mótinu enda mikið af óvæntum úrslitum þar sem margar af bestu knattspyrnuþjóðum álfunnar hafa dottið snemma úr keppni. Fréttir af látum í blaðamannastúkunni hafa engu að síður stolið senunni. Þar hafa fjölmiðlamenn orðið uppvísir af ofbeldi, svívirðingum, slagsmálum og þá vakti einn þeirra mikla athygli þegar hann dansaði hálfnakinn um blaðamannastúkuna. „Það var einhver að dansa nakinn um blaðamannastúkuna. Það gengur ekki,“ sagði fjölmiðlafulltrúi afríska knattspyrnusambandsins, CAF. Sambandið gaf út nýjar reglur til að koma í veg fyrir „ófagmannlega og ósæmilega hegðun“ eins og það er orðað í tilkynningunni. Unruly behaviour from AFCON reporters provokes CAF clampdown - ESPN https://t.co/K4SCRXYQWu— Sid Lowe (@sidlowe) February 3, 2024 „CAF hefur tekið eftir því að tilfellum með ófagmannlegri og ósæmilegri hegðun hefur fjölgað mikið meðal nokkurra fjölmiðlamanna á vinnusvæði fjölmiðlamanna á Afríkumótinu. CAF hitti skipuleggjendur mótsins og lögregluna til að ræða stöðuna og nauðsynlegar aðgerðir,“ sagði í tilkynningunni. „Við gerum okkur grein fyrir því að við erum öll áhugafólk um fótbolta með mikla ástríðu fyrir landsliði okkar en fjölmiðlamenn verða engu að síður að sýna fagmennsku,“ sagði í tilkynningunni en sambandið hefur staðfest fréttir af villtum fagnaðarlátum og svívirðingum í garð kollega. Þeir fjölmiðlamenn sem verða uppvísir af ósæmilegri hegðun missa hér eftir fjölmiðlaréttindi sín á mótinu. Það fer ekkert á milli að fjölmiðlamaðurinn sem dansaði næstum því nakinn um fjölmiðlastúkuna til að svekkja kollega sína hafi verið kornið sem fyllti mælinn. Hann var frá Fílabeinsströndinni og var að fagna sigri á meisturum Senegal.
Afríkukeppnin í fótbolta Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Handbolti Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti „Þá myndu þeir ljúga að mér“ Handbolti Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Handbolti Fleiri fréttir Mourinho mætir Real Madrid aftur eftir ævintýralegan sigur Benfica Brann slapp inn í umspilið eftir hjálp frá öðrum velli Mourinho bað Arbeloa afsökunar á fagnaðarlátunum Hvaða lið gætu mæst í umspili og sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar? Sjáðu markaflóðið í Meistaradeildinni Fékk þjálfarann til að dansa við sig í miðjum leik Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Sjá meira