Würtz er með eitlakrabbamein og þarf nú að gangast undir lyfjameðferð. Hann spilar því ekki handbolta á næstunni.
„Þetta er auðvitað mikið áfall og það er margt að að fara í gegnum huga minn á þessari stundu. Þetta var ekki þannig sem ég vildi enda síðasta tímabilið mitt með Skjern en núna er bara annað sem er mikilvægara en það,“ sagði Jonathan Würtz í frétt á heimasíðu Skjern.
„Ég hef fengið frábæran stuðning fá liðsfélögum mínum og félaginu og það skiptir öllu máli fyrir mig á þessum tíma,“ sagði Würtz.
Í nóvember var gefið út að Würtz myndi yfirgefa félagið í sumar og færa sig yfir til Ribe-Esbjerg.
Það er enginn uppgjafartónn í Würtz.
„Ég er jákvæður og bjartsýnn á verkefnið sem er fram undan. Ég er ungur og í góðu formi og finnst að ég eigi góða möguleika ásamt því að læknarnir hafa verið bjartsýnir fyrir mína hönd,“ sagði Würtz.
Vinstri skyttan hefur spilað yfir hundrað leiki fyrir Skjern.