Mjög stressuð fyrir að láta félagið vita: „Ég er sú fyrsta sem verður ólétt“ Sindri Sverrisson skrifar 6. febrúar 2024 08:00 Sandra Erlingsdóttir með liðsfélögum sínum í Metzingen sem tóku vel í þær fréttir að hún væri orðin ólétt. Instagram/@tussiesmetzingen Sandra Erlingsdóttir, landsliðskona í handbolta, varð strax óróleg yfir stöðu sinni hjá þýska félaginu Metzingen eftir að hún komst að því að hún væri ólétt. Ýmsar sögur eru af því að félög komi illa fram við óléttar íþróttakonur en áhyggjur Söndru virðast hafa reynst óþarfar. Sandra er algjör lykilmaður í hinu bleikklædda liði Metzingen sem spilar í efstu deild Þýskalands. Það er því missir af henni fyrir liðið nú þegar ljóst er að hún spilar ekki meira fyrr en á næstu leiktíð. En Sandra hefur ekki orðið vör við neitt annað en stuðning í Þýskalandi eftir gleðifréttirnar, rétt eins og hjá íslenska landsliðinu en hún fékk fréttirnar á HM. „Strax og ég pissaði á prófið og sá að ég var ólétt þá fór smá um mann, úff, af því að það hefur engin í liðinu [Metzingen] eignast barn. Ég er sú fyrsta sem verður ólétt. Það er algengt í Þýskalandi að konur spili til þrítugs og fari svo í barneignir, á meðan að við í Skandinavíu eignumst frekar börn og spilum svo áfram,“ útskýrir Sandra. Klippa: Sandra fyrst í liðinu til að eignast barn „Ég var því mjög stressuð að láta þjálfarann og stjórann vita. En það tóku þessu allir ótrúlega vel. Ég er samningsbundin út þetta tímabil og það næsta, svo að ég stefni bara á að koma inn á næsta tímabili og klára samninginn minn hjá Metzingen. Og ég hef fengið ótrúlega góðan stuðning frá liðinu og stjórninni,“ segir Sandra en þýska félagið óskaði henni meðal annars til hamingju á samfélagsmiðlum sínum. View this post on Instagram A post shared by TusSies Metzingen (@tussiesmetzingen) Segja má að Sandra sé að vinna ákveðið brautryðjendastarf en hún verður enn aðeins 26 ára þegar barnið kemur í heiminn. „Það eru örfáar í þýsku deildinni sem eiga barn. Ég gæti talið þær á fingrum annarrar handar. Þetta er því frekar nýtt hérna og gaman að sjá að félagið tæklar þetta vel,“ segir Sandra sem fékk einnig góðan stuðning frá stelpunum í liðinu sínu. „Ég var einmitt mjög stressuð líka að láta þær vita, þó að ég vissi að þær yrðu mjög glaðar. En það var strax í upphitun á fyrstu æfingu farið að plana „babyshower“ og að sprengja blöðru til að vita kynið og svona. Það voru allir rosa glaðir strax,“ segir Sandra sem enn æfir með Metzingen eins og hún getur en mun smám saman draga sig í hlé og á von á sér í byrjun ágúst. Landslið kvenna í handbolta Þýski handboltinn Tengdar fréttir Sandra ólétt á HM: „Hleyp fram og kalla: Andrea! Sjáðu!“ Sandra Erlingsdóttir var í stóru hlutverki á sínu fyrsta stórmóti þegar Ísland lék á HM í handbolta í desember. Það sem aðeins hún og nánustu liðsfélagar og fjölskylda vissu, var að hún var einnig orðin ólétt að sínu fyrsta barni. 5. febrúar 2024 08:00 Þessi fengu stig í kjöri á íþróttamanni ársins Alls fengu 23 einstaklingar stig í kjöri Samtaka íþróttafréttamanna á Íþróttamanni ársins 2023. Handboltamaðurinn Gísli Þorgeir Kristjánsson hlaut nafnbótina í fyrsta sinn í kvöld. 4. janúar 2024 21:37 Sandra og Gísli best í handbolta Handknattleikssamband Íslands hefur valið þau Gísla Þorgeir Kristjánsson og Söndru Erlingsdóttur sem handknattleiksfólk ársins. 22. desember 2023 17:46 Mest lesið „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Íslenski boltinn Yngir upp í allt of gamalli deild Íslenski boltinn Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda Körfubolti Valur dregur sig úr Bose-bikarnum Íslenski boltinn „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Fótbolti Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands Sjá meira
Sandra er algjör lykilmaður í hinu bleikklædda liði Metzingen sem spilar í efstu deild Þýskalands. Það er því missir af henni fyrir liðið nú þegar ljóst er að hún spilar ekki meira fyrr en á næstu leiktíð. En Sandra hefur ekki orðið vör við neitt annað en stuðning í Þýskalandi eftir gleðifréttirnar, rétt eins og hjá íslenska landsliðinu en hún fékk fréttirnar á HM. „Strax og ég pissaði á prófið og sá að ég var ólétt þá fór smá um mann, úff, af því að það hefur engin í liðinu [Metzingen] eignast barn. Ég er sú fyrsta sem verður ólétt. Það er algengt í Þýskalandi að konur spili til þrítugs og fari svo í barneignir, á meðan að við í Skandinavíu eignumst frekar börn og spilum svo áfram,“ útskýrir Sandra. Klippa: Sandra fyrst í liðinu til að eignast barn „Ég var því mjög stressuð að láta þjálfarann og stjórann vita. En það tóku þessu allir ótrúlega vel. Ég er samningsbundin út þetta tímabil og það næsta, svo að ég stefni bara á að koma inn á næsta tímabili og klára samninginn minn hjá Metzingen. Og ég hef fengið ótrúlega góðan stuðning frá liðinu og stjórninni,“ segir Sandra en þýska félagið óskaði henni meðal annars til hamingju á samfélagsmiðlum sínum. View this post on Instagram A post shared by TusSies Metzingen (@tussiesmetzingen) Segja má að Sandra sé að vinna ákveðið brautryðjendastarf en hún verður enn aðeins 26 ára þegar barnið kemur í heiminn. „Það eru örfáar í þýsku deildinni sem eiga barn. Ég gæti talið þær á fingrum annarrar handar. Þetta er því frekar nýtt hérna og gaman að sjá að félagið tæklar þetta vel,“ segir Sandra sem fékk einnig góðan stuðning frá stelpunum í liðinu sínu. „Ég var einmitt mjög stressuð líka að láta þær vita, þó að ég vissi að þær yrðu mjög glaðar. En það var strax í upphitun á fyrstu æfingu farið að plana „babyshower“ og að sprengja blöðru til að vita kynið og svona. Það voru allir rosa glaðir strax,“ segir Sandra sem enn æfir með Metzingen eins og hún getur en mun smám saman draga sig í hlé og á von á sér í byrjun ágúst.
Landslið kvenna í handbolta Þýski handboltinn Tengdar fréttir Sandra ólétt á HM: „Hleyp fram og kalla: Andrea! Sjáðu!“ Sandra Erlingsdóttir var í stóru hlutverki á sínu fyrsta stórmóti þegar Ísland lék á HM í handbolta í desember. Það sem aðeins hún og nánustu liðsfélagar og fjölskylda vissu, var að hún var einnig orðin ólétt að sínu fyrsta barni. 5. febrúar 2024 08:00 Þessi fengu stig í kjöri á íþróttamanni ársins Alls fengu 23 einstaklingar stig í kjöri Samtaka íþróttafréttamanna á Íþróttamanni ársins 2023. Handboltamaðurinn Gísli Þorgeir Kristjánsson hlaut nafnbótina í fyrsta sinn í kvöld. 4. janúar 2024 21:37 Sandra og Gísli best í handbolta Handknattleikssamband Íslands hefur valið þau Gísla Þorgeir Kristjánsson og Söndru Erlingsdóttur sem handknattleiksfólk ársins. 22. desember 2023 17:46 Mest lesið „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Íslenski boltinn Yngir upp í allt of gamalli deild Íslenski boltinn Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda Körfubolti Valur dregur sig úr Bose-bikarnum Íslenski boltinn „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Fótbolti Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands Sjá meira
Sandra ólétt á HM: „Hleyp fram og kalla: Andrea! Sjáðu!“ Sandra Erlingsdóttir var í stóru hlutverki á sínu fyrsta stórmóti þegar Ísland lék á HM í handbolta í desember. Það sem aðeins hún og nánustu liðsfélagar og fjölskylda vissu, var að hún var einnig orðin ólétt að sínu fyrsta barni. 5. febrúar 2024 08:00
Þessi fengu stig í kjöri á íþróttamanni ársins Alls fengu 23 einstaklingar stig í kjöri Samtaka íþróttafréttamanna á Íþróttamanni ársins 2023. Handboltamaðurinn Gísli Þorgeir Kristjánsson hlaut nafnbótina í fyrsta sinn í kvöld. 4. janúar 2024 21:37
Sandra og Gísli best í handbolta Handknattleikssamband Íslands hefur valið þau Gísla Þorgeir Kristjánsson og Söndru Erlingsdóttur sem handknattleiksfólk ársins. 22. desember 2023 17:46