FH varð Íslandsmeistari annað árið í röð undir stjórn Ólafs Jóhannessonar. FH-ingar höfðu gríðarlega yfirburði í deildinni, unnu fyrstu fimmtán leiki sína og tryggðu sér titilinn með sigri á sínum helsta andstæðingi. Tryggvi Guðmundsson og Auðun Helgason sneru heim með sannkölluðum glæsibrag og áttu frábært tímabil. FH 2005 lenti í 2. sæti í kjöri Vísis á bestu fótboltaliðum Íslands síðustu fjörutíu ár (1984-2023). Það er ekki hægt að sanna með meira afgerandi hætti að þú sért langbesta lið landsins en FH gerði sumarið 2005. FH-ingar tryggðu sér sinn annan Íslandsmeistaratitil með því að vinna Valsmenn, 2-0, í uppgjöri toppliðanna á heimavelli sínum í Kaplakrika. Það var jafnframt fimmtándi sigur FH í röð. Margir spurðu sig því hvort FH-ingar gætu unnið deildina með fullu húsi? Og það ekki að ástæðulausu. Það var ekkert virtist geta stöðvað þá svörtu og hvítu. grafík/sara Það varð hins vegar ekkert af því að FH ynni mótið með fullu húsi því liðið tapaði næstu tveimur leikjum eftir að það tryggði sér titilinn, gegn ÍA á Akranesi og Fylki á heimavelli. Það virtist einfaldlega og ósköp eðlilega hafa slaknað á vöðvunum eftir að titilinn var í höfn. En FH kláraði tímabilið með stæl, 1-5 sigri á Fram á Laugardalsvelli og felldi Reykjavíkurliðið í leiðinni. Það var síðasti leikurinn á glæsilegum ferli Heimis Guðjónssonar. FH-ingar enduðu tímabilið með sextán sigra í átján leikjum, ekkert jafntefli, tvö töp og markatöluna 53-11. FH var sextán stigum á undan Val og ÍA sem voru jöfn að stigum í 2. og 3. sæti deildarinnar. Enginn gat efast um að FH-ingar væru með stórkostlegt lið, ekki bara á þeirri stundu heldur einnig í sögulegu samhengi. Síðan tíu liða deild var tekin upp 1977 hafði aðeins eitt lið byrjað betur - Valur vann fyrstu sextán leiki sína 1978 - og aðeins Fram 1988 og ÍA 1993 og 1995 fengið fleiri stig eftir að þriggja stiga reglan var tekin upp 1984. En það voru ekki bara áþreifanlegu þættirnir sem gera þetta FH-lið jafn gott í sögulegu samhengi og raun ber vitni heldur einnig óáþreifanlegu þættirnir. Það var alvöru ára yfir þessu liði. FH-ingar voru langlangbestir, vissu það og sýndu það trekk í trekk. Það var gríðarleg sannfæring og gríðarlegt öryggi í spilamennsku þess. Þrettán af sigrunum sextán voru með meira en einu marki og FH-ingar héldu tíu sinnum hreinu. Þeir lentu afar sjaldan í vandræðum og þegar það gerðist unnu þeir sig langoftast út úr þeim. grafík/sara Fyrir tímabilið 2003 var snúið upp á höndina á Óla Jó og hann tók við þjálfun FH í þriðja sinn. FH-ingar byrjuðu tímabilið 2003 ekki vel og voru aðeins einu stigi frá fallsæti eftir fyrri umferðina. En þeir voru sterkir í seinni umferðinni og tryggðu sér 2. sætið með 7-0 sigri á Íslandsmeisturum KR í lokaumferðinni. Það reyndist fyrirboði um það sem koma skyldi. FH nýtti sér meðbyrinn og blómaskeið félagsins hófst. Á meðan þurfti KR að bíða til 2011 eftir næsta Íslandsmeistaratitli sínum. FH tapaði aðeins einum leik í deildinni sumarið 2004 og tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn með sigri á KA, 1-2, í lokaumferðinni. En fyrir tímabilið 2005 misstu FH-ingar heldur betur spæni úr aski sínum því tveir úr hinum fræga '84 árgangi félagsins duttu út. Emil Hallfreðsson fór í atvinnumennsku og Sverrir Garðarsson meiddist og spilaði ekkert aftur fyrr en 2007. Í stað þeirra fékk FH Auðun og Tryggva heim úr atvinnumennsku, báða á besta aldri. Heimkoma þeirra beggja var eftirminnileg og þeir unnu sér aftur sæti í landsliðinu. Auðun var frábær í vörn FH sem fékk aðeins ellefu mörk á sig og hann skoraði auk þess fimm mörk og var þriðji markahæsti leikmaður liðsins. Tryggvi byrjaði svo af gríðarlegum krafti, skoraði fimm mörk í fyrstu þremur leikjum FH, varð markakóngur deildarinnar með sextán mörk og skoraði tuttugu mörk í öllum keppnum. grafík/sara FH-ingar hittu oft og ítrekað í mark á félagaskiptamarkaðnum á þessum árum en það byrjaði á tíma Loga Ólafssonar með liðið. Hann sótti Heimi, Frey Bjarnason og Atla Viðar Björnsson. FH fékk svo Ásgeir Gunnar Ásgeirsson úr Stjörnunni og fyrir tímabilið komu tveir Danir, miðvörðurinn Tommy Nielsen og framherjinn Allan Borgvardt. Báðir eru þeir meðal bestu erlendu, og bara bestu yfirhöfuð, leikmanna sem hafa spilað í deildinni hér heima. Tommy lék með FH í níu ár og á þeim tíma varð liðið fimm sinnum Íslandsmeistari og tvisvar sinnum bikarmeistari. Allan lék þrjú tímabil á Íslandi, tvö þeirra var hann valinn besti leikmaður deildarinnar. Daninn drátthagi var frábær uppspilspunktur í sókn FH og markheppinn að auki. Hann skoraði 29 mörk í 43 leikjum í efstu deild á Íslandi sem er afbragðs tölfræði. Með Tommy í FH-vörninni voru þeir Guðmundur Sævarsson, Auðun og Freyr. Daði Lárusson stóð á milli stanganna og þurfti afar sjaldan að sækja boltann úr netinu á þessum árum. Ásgeir Gunnar, Baldur Bett, Heimir og Davíð Þór Viðarsson skiptu með sér verkum á miðjunni og á hægri kantinum voru þeir Jón Þorgrímur Stefánsson og Ólafur Páll Snorrason til skiptis. Sá síðarnefndi lék aðeins tólf leiki í deildinni en skoraði þrjú mörk og lagði upp tíu í þeim. FH tókst þó ekki að vinna tvöfalt sumarið 2005, ekki frekar en önnur sumur á blómaskeiði félagsins, því liðið tapaði fyrir Fram í vítaspyrnukeppni í undanúrslitum bikarkeppninnar. En það er lítill mínus í kladdann hjá einstöku liði sem hafði í raun allt; sterka varnarmenn, öfluga og klóka miðjumenn og skapandi og marksækna sóknarmenn. Afrek þessa FH-liðs eru skrifuð í söguna, og það með stórum stöfum. Besta deild karla FH 10 bestu liðin Tengdar fréttir Tíu bestu liðin (1984-2023): Víkingur 2023 | Héldu áfram að skína Víkingur vann tvöfalt í annað sinn á þremur árum undir stjórn Arnars Gunnlaugssonar. Víkingar höfðu gríðarlega yfirburði í deildinni, unnu fyrstu átta leiki sína, fengu bara tvö mörk á sig í þeim og urðu Íslandsmeistarar þegar fjórar umferðir voru eftir. Þeir fengu ellefu stigum meira en næsta lið. Víkingur varð einnig bikarmeistari fjórða sinn í röð. 8. febrúar 2024 10:01 Tíu bestu liðin (1984-2023): ÍA 1995 | Scania og Ferrari á Skaganum ÍA varð Íslandsmeistari fjórða árið í röð og jafnaði stigamet liðsins frá því tveimur árum áður. Skagamenn unnu fyrstu tólf leiki sína og unnu deildina með fjórtán stiga mun. Ólafur Þórðarson var í aðalhlutverki fyrri hluta tímabilsins en seinni hlutann stal Arnar Gunnlaugsson fyrirsögnunum og hirti gullskóinn þrátt fyrir að spila bara sjö deildarleiki. 7. febrúar 2024 10:00 Tíu bestu liðin (1984-2023): Fram 1988 | Ókleifur hamarinn Fram varð Íslandsmeistari 1988, í annað sinn á þremur árum, með fáheyrðum yfirburðum og setti stigamet sem stendur enn í tíu liða deild með þriggja stiga reglunni. Fram-vörnin óvinnandi vígi og Birkir Kristinsson hélt tólf sinnum hreinu í átján leikjum. Framar á vellinum voru Pétur Ormslev og Guðmundur Steinsson aðalmennirnir. 6. febrúar 2024 10:00 Tíu bestu liðin (1984-2023): KR 1999 | Þetta er KR, það er enginn einn Á aldarafmæli félagsins braut KR loks ísinn og varð Íslandsmeistari í fótbolta karla eftir 31 árs bið. KR-ingar urðu einnig bikarmeistarar í þriðja sinn á sex árum. Guðmundur Benediktsson fór á kostum en koma tveggja Skagamanna gerði gæfumuninn fyrir KR-inga sem náðu toppsætinu snemma móts og létu það ekki af hendi eftir það. 5. febrúar 2024 10:00 Tíu bestu liðin (1984-2023): Stjarnan 2014 | Sú tilfinning er engu lík Undir taktföstum tónum Silfurskeiðarinnar vann Stjarnan sinn fyrsta og eina Íslandsmeistaratitil á eins ævintýralegan hátt og mögulegt var. Stjörnumenn fóru einnig lengra í Evrópukeppni en íslenskt lið hafði áður farið og mætti meðal annars Inter í tveimur leikjum. Úrslitaleik FH og Stjörnunnar gleymir svo enginn sem hann sá. 2. febrúar 2024 10:01 Tíu bestu liðin (1984-2023): ÍA 1996 | Á degi eins og þessum Eftir stormasamt tímabil lauk glæsilegri sigurgöngu ÍA á eftirminnilegan hátt, með fimmta Íslandsmeistaratitlinum á jafn mörgum árum og bikarmeistaratitli. Nýjar stjörnur komu fram og kjarnastarfsmenn stóðu áfram fyrir sínu. Æsilegu kapphlaupi Skagamanna og KR-inga um Íslandsmeistaratitilinn lauk með úrslitaleik á Akranesi. 1. febrúar 2024 10:00 Tíu bestu liðin (1984-2023): ÍBV 1998 | Komu fagnandi Eftir að hafa verið hársbreidd frá því að vinna tvöfalt árið á undan afrekaði ÍBV það tímabilið 1998. Steingrímur Jóhannesson fyllti skarð Tryggva Guðmundssonar með glæsibrag og skoraði grimmt fyrir Eyjamenn sem lentu í þrengingum um sumarið en tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn með sigri á KR-ingum í úrslitaleik í Frostaskjólinu. 31. janúar 2024 10:00 Tíu bestu liðin (1984-2023): Breiðablik 2022 | Háflug á vængjum Hrafnsins Breiðablik missti af Íslandsmeistaratitlinum 2021 á grátlegan hátt en kom öflugt til baka og vann titilinn með talsverðum yfirburðum árið eftir. Blikar, með Ísak Snæ Þorvaldsson í feiknaformi, byrjuðu tímabilið af gríðarlegum krafti, unnu fyrstu átta leiki sína og voru alltaf fremstir í kapphlaupinu um titilinn. Þá gerðu þeir sig gildandi í Evrópukeppni. 30. janúar 2024 10:01 Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti Littler hunsaði Beckham óvart Enski boltinn „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Þórir búinn að opna pakkann Handbolti Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Íslenski boltinn „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti Domino's gerði grín að Havertz Enski boltinn „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Fótbolti
FH 2005 lenti í 2. sæti í kjöri Vísis á bestu fótboltaliðum Íslands síðustu fjörutíu ár (1984-2023). Það er ekki hægt að sanna með meira afgerandi hætti að þú sért langbesta lið landsins en FH gerði sumarið 2005. FH-ingar tryggðu sér sinn annan Íslandsmeistaratitil með því að vinna Valsmenn, 2-0, í uppgjöri toppliðanna á heimavelli sínum í Kaplakrika. Það var jafnframt fimmtándi sigur FH í röð. Margir spurðu sig því hvort FH-ingar gætu unnið deildina með fullu húsi? Og það ekki að ástæðulausu. Það var ekkert virtist geta stöðvað þá svörtu og hvítu. grafík/sara Það varð hins vegar ekkert af því að FH ynni mótið með fullu húsi því liðið tapaði næstu tveimur leikjum eftir að það tryggði sér titilinn, gegn ÍA á Akranesi og Fylki á heimavelli. Það virtist einfaldlega og ósköp eðlilega hafa slaknað á vöðvunum eftir að titilinn var í höfn. En FH kláraði tímabilið með stæl, 1-5 sigri á Fram á Laugardalsvelli og felldi Reykjavíkurliðið í leiðinni. Það var síðasti leikurinn á glæsilegum ferli Heimis Guðjónssonar. FH-ingar enduðu tímabilið með sextán sigra í átján leikjum, ekkert jafntefli, tvö töp og markatöluna 53-11. FH var sextán stigum á undan Val og ÍA sem voru jöfn að stigum í 2. og 3. sæti deildarinnar. Enginn gat efast um að FH-ingar væru með stórkostlegt lið, ekki bara á þeirri stundu heldur einnig í sögulegu samhengi. Síðan tíu liða deild var tekin upp 1977 hafði aðeins eitt lið byrjað betur - Valur vann fyrstu sextán leiki sína 1978 - og aðeins Fram 1988 og ÍA 1993 og 1995 fengið fleiri stig eftir að þriggja stiga reglan var tekin upp 1984. En það voru ekki bara áþreifanlegu þættirnir sem gera þetta FH-lið jafn gott í sögulegu samhengi og raun ber vitni heldur einnig óáþreifanlegu þættirnir. Það var alvöru ára yfir þessu liði. FH-ingar voru langlangbestir, vissu það og sýndu það trekk í trekk. Það var gríðarleg sannfæring og gríðarlegt öryggi í spilamennsku þess. Þrettán af sigrunum sextán voru með meira en einu marki og FH-ingar héldu tíu sinnum hreinu. Þeir lentu afar sjaldan í vandræðum og þegar það gerðist unnu þeir sig langoftast út úr þeim. grafík/sara Fyrir tímabilið 2003 var snúið upp á höndina á Óla Jó og hann tók við þjálfun FH í þriðja sinn. FH-ingar byrjuðu tímabilið 2003 ekki vel og voru aðeins einu stigi frá fallsæti eftir fyrri umferðina. En þeir voru sterkir í seinni umferðinni og tryggðu sér 2. sætið með 7-0 sigri á Íslandsmeisturum KR í lokaumferðinni. Það reyndist fyrirboði um það sem koma skyldi. FH nýtti sér meðbyrinn og blómaskeið félagsins hófst. Á meðan þurfti KR að bíða til 2011 eftir næsta Íslandsmeistaratitli sínum. FH tapaði aðeins einum leik í deildinni sumarið 2004 og tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn með sigri á KA, 1-2, í lokaumferðinni. En fyrir tímabilið 2005 misstu FH-ingar heldur betur spæni úr aski sínum því tveir úr hinum fræga '84 árgangi félagsins duttu út. Emil Hallfreðsson fór í atvinnumennsku og Sverrir Garðarsson meiddist og spilaði ekkert aftur fyrr en 2007. Í stað þeirra fékk FH Auðun og Tryggva heim úr atvinnumennsku, báða á besta aldri. Heimkoma þeirra beggja var eftirminnileg og þeir unnu sér aftur sæti í landsliðinu. Auðun var frábær í vörn FH sem fékk aðeins ellefu mörk á sig og hann skoraði auk þess fimm mörk og var þriðji markahæsti leikmaður liðsins. Tryggvi byrjaði svo af gríðarlegum krafti, skoraði fimm mörk í fyrstu þremur leikjum FH, varð markakóngur deildarinnar með sextán mörk og skoraði tuttugu mörk í öllum keppnum. grafík/sara FH-ingar hittu oft og ítrekað í mark á félagaskiptamarkaðnum á þessum árum en það byrjaði á tíma Loga Ólafssonar með liðið. Hann sótti Heimi, Frey Bjarnason og Atla Viðar Björnsson. FH fékk svo Ásgeir Gunnar Ásgeirsson úr Stjörnunni og fyrir tímabilið komu tveir Danir, miðvörðurinn Tommy Nielsen og framherjinn Allan Borgvardt. Báðir eru þeir meðal bestu erlendu, og bara bestu yfirhöfuð, leikmanna sem hafa spilað í deildinni hér heima. Tommy lék með FH í níu ár og á þeim tíma varð liðið fimm sinnum Íslandsmeistari og tvisvar sinnum bikarmeistari. Allan lék þrjú tímabil á Íslandi, tvö þeirra var hann valinn besti leikmaður deildarinnar. Daninn drátthagi var frábær uppspilspunktur í sókn FH og markheppinn að auki. Hann skoraði 29 mörk í 43 leikjum í efstu deild á Íslandi sem er afbragðs tölfræði. Með Tommy í FH-vörninni voru þeir Guðmundur Sævarsson, Auðun og Freyr. Daði Lárusson stóð á milli stanganna og þurfti afar sjaldan að sækja boltann úr netinu á þessum árum. Ásgeir Gunnar, Baldur Bett, Heimir og Davíð Þór Viðarsson skiptu með sér verkum á miðjunni og á hægri kantinum voru þeir Jón Þorgrímur Stefánsson og Ólafur Páll Snorrason til skiptis. Sá síðarnefndi lék aðeins tólf leiki í deildinni en skoraði þrjú mörk og lagði upp tíu í þeim. FH tókst þó ekki að vinna tvöfalt sumarið 2005, ekki frekar en önnur sumur á blómaskeiði félagsins, því liðið tapaði fyrir Fram í vítaspyrnukeppni í undanúrslitum bikarkeppninnar. En það er lítill mínus í kladdann hjá einstöku liði sem hafði í raun allt; sterka varnarmenn, öfluga og klóka miðjumenn og skapandi og marksækna sóknarmenn. Afrek þessa FH-liðs eru skrifuð í söguna, og það með stórum stöfum.
Tíu bestu liðin (1984-2023): Víkingur 2023 | Héldu áfram að skína Víkingur vann tvöfalt í annað sinn á þremur árum undir stjórn Arnars Gunnlaugssonar. Víkingar höfðu gríðarlega yfirburði í deildinni, unnu fyrstu átta leiki sína, fengu bara tvö mörk á sig í þeim og urðu Íslandsmeistarar þegar fjórar umferðir voru eftir. Þeir fengu ellefu stigum meira en næsta lið. Víkingur varð einnig bikarmeistari fjórða sinn í röð. 8. febrúar 2024 10:01
Tíu bestu liðin (1984-2023): ÍA 1995 | Scania og Ferrari á Skaganum ÍA varð Íslandsmeistari fjórða árið í röð og jafnaði stigamet liðsins frá því tveimur árum áður. Skagamenn unnu fyrstu tólf leiki sína og unnu deildina með fjórtán stiga mun. Ólafur Þórðarson var í aðalhlutverki fyrri hluta tímabilsins en seinni hlutann stal Arnar Gunnlaugsson fyrirsögnunum og hirti gullskóinn þrátt fyrir að spila bara sjö deildarleiki. 7. febrúar 2024 10:00
Tíu bestu liðin (1984-2023): Fram 1988 | Ókleifur hamarinn Fram varð Íslandsmeistari 1988, í annað sinn á þremur árum, með fáheyrðum yfirburðum og setti stigamet sem stendur enn í tíu liða deild með þriggja stiga reglunni. Fram-vörnin óvinnandi vígi og Birkir Kristinsson hélt tólf sinnum hreinu í átján leikjum. Framar á vellinum voru Pétur Ormslev og Guðmundur Steinsson aðalmennirnir. 6. febrúar 2024 10:00
Tíu bestu liðin (1984-2023): KR 1999 | Þetta er KR, það er enginn einn Á aldarafmæli félagsins braut KR loks ísinn og varð Íslandsmeistari í fótbolta karla eftir 31 árs bið. KR-ingar urðu einnig bikarmeistarar í þriðja sinn á sex árum. Guðmundur Benediktsson fór á kostum en koma tveggja Skagamanna gerði gæfumuninn fyrir KR-inga sem náðu toppsætinu snemma móts og létu það ekki af hendi eftir það. 5. febrúar 2024 10:00
Tíu bestu liðin (1984-2023): Stjarnan 2014 | Sú tilfinning er engu lík Undir taktföstum tónum Silfurskeiðarinnar vann Stjarnan sinn fyrsta og eina Íslandsmeistaratitil á eins ævintýralegan hátt og mögulegt var. Stjörnumenn fóru einnig lengra í Evrópukeppni en íslenskt lið hafði áður farið og mætti meðal annars Inter í tveimur leikjum. Úrslitaleik FH og Stjörnunnar gleymir svo enginn sem hann sá. 2. febrúar 2024 10:01
Tíu bestu liðin (1984-2023): ÍA 1996 | Á degi eins og þessum Eftir stormasamt tímabil lauk glæsilegri sigurgöngu ÍA á eftirminnilegan hátt, með fimmta Íslandsmeistaratitlinum á jafn mörgum árum og bikarmeistaratitli. Nýjar stjörnur komu fram og kjarnastarfsmenn stóðu áfram fyrir sínu. Æsilegu kapphlaupi Skagamanna og KR-inga um Íslandsmeistaratitilinn lauk með úrslitaleik á Akranesi. 1. febrúar 2024 10:00
Tíu bestu liðin (1984-2023): ÍBV 1998 | Komu fagnandi Eftir að hafa verið hársbreidd frá því að vinna tvöfalt árið á undan afrekaði ÍBV það tímabilið 1998. Steingrímur Jóhannesson fyllti skarð Tryggva Guðmundssonar með glæsibrag og skoraði grimmt fyrir Eyjamenn sem lentu í þrengingum um sumarið en tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn með sigri á KR-ingum í úrslitaleik í Frostaskjólinu. 31. janúar 2024 10:00
Tíu bestu liðin (1984-2023): Breiðablik 2022 | Háflug á vængjum Hrafnsins Breiðablik missti af Íslandsmeistaratitlinum 2021 á grátlegan hátt en kom öflugt til baka og vann titilinn með talsverðum yfirburðum árið eftir. Blikar, með Ísak Snæ Þorvaldsson í feiknaformi, byrjuðu tímabilið af gríðarlegum krafti, unnu fyrstu átta leiki sína og voru alltaf fremstir í kapphlaupinu um titilinn. Þá gerðu þeir sig gildandi í Evrópukeppni. 30. janúar 2024 10:01