Enn eitt dauðsfallið í sofandi samfélagi Sigmar Guðmundsson skrifar 6. febrúar 2024 13:30 Enn eitt dauðsfallið. Fjölmiðlar greina frá því í dag að átján ára drengur er dáin. Úr ofneyslu. Þessi ungi maður og öll hans fjölskylda átti sér draum um fallega framtíð. Draum um gott líf í góðu landi. En harkalegur veruleikinn er sá að skæður sjúkdómur lagði hann af velli í samfélagi sem er sinnulaust og sofandi þegar kemur að veikindum hans og annara. Sorgin er óendanlega mikil hjá fjölskyldu hans og vinum og ég votta þeim öllum mína dýpstu samúð. Af hverju reynist það okkur sem samfélagi um megn að vera sorgmædd yfir þeirri staðreynd að um 100 einstaklinga deyja á hverju einasta ári á Íslandi úr þessum sama fíknisjúkdómi? Ef 100 manns myndu deyja í náttúruhamförum á morgun þá yrði þjóðfélagið lamað í sameiginlegri sorg. Sorg sem myndi svo þróast yfir í vilja og verkfæri til að gera allt sem í okkar valdi stæði til að koma í veg fyrir annað sambærilegt áfall. Af hverju nær þessi hugsun og samkennd ekki til þeirra sem deyja vegna fíknar? Við erum sífellt að móta stefnu til framtíðar í mörgum málaflokkum. Til dæmis samþykkjum við samgönguáætlun til að forgangsraða fjármunum í tímasett verkefni, meðal annars út frá öryggi og samfélagslegum hagsmunum. Fjöldi banaslysa á fyrstu vikum ársins vekur með okkur vilja til að gera betur. Við sáum ógn og bregðumst blessunarlega við, bæði með umræðu og aðgerðum. Það er ekki til of mikils ætlast að einn alvarlegasti heilbrigðisvandi þjóðarinnar fái sömu athygli hjá ráðamönnum. Við verðum að viðurkenna í verki að sorg og áfall fjölskyldu sem missir átján ára dreng úr banvænum sjúkdómi, er sorgin okkar allra. Það er tilviljun að á sama degi og fjölmiðlar greina frá andláti unga mannsins mun ég mæla fyrir þingmáli þar sem stjórnvöldum er falið það hlutverk að móta stefnu í áfengis og vímuvarnarmálum til framtíðar. Að stjórnvöld viðurkenni í verki að við þurfum plan og áætlun til að lágmarka skaðann af sjúkdómi sem fellir um 100 einstaklinga og varpar þjáningu, sorg og myrkri yfir þúsundir annara á hverju einasta ári. Slík stefna hefur ekki verið í gildi á Íslandi síðan 2020. Þetta leysir auðvitað ekki allan vandann. En verður kannski til þess að sorgin og þjáningin finni sér farveg í raunverulegum aðgerðum. Vöknum! Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigmar Guðmundsson Fíkn Viðreisn Mest lesið Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Enn eitt dauðsfallið. Fjölmiðlar greina frá því í dag að átján ára drengur er dáin. Úr ofneyslu. Þessi ungi maður og öll hans fjölskylda átti sér draum um fallega framtíð. Draum um gott líf í góðu landi. En harkalegur veruleikinn er sá að skæður sjúkdómur lagði hann af velli í samfélagi sem er sinnulaust og sofandi þegar kemur að veikindum hans og annara. Sorgin er óendanlega mikil hjá fjölskyldu hans og vinum og ég votta þeim öllum mína dýpstu samúð. Af hverju reynist það okkur sem samfélagi um megn að vera sorgmædd yfir þeirri staðreynd að um 100 einstaklinga deyja á hverju einasta ári á Íslandi úr þessum sama fíknisjúkdómi? Ef 100 manns myndu deyja í náttúruhamförum á morgun þá yrði þjóðfélagið lamað í sameiginlegri sorg. Sorg sem myndi svo þróast yfir í vilja og verkfæri til að gera allt sem í okkar valdi stæði til að koma í veg fyrir annað sambærilegt áfall. Af hverju nær þessi hugsun og samkennd ekki til þeirra sem deyja vegna fíknar? Við erum sífellt að móta stefnu til framtíðar í mörgum málaflokkum. Til dæmis samþykkjum við samgönguáætlun til að forgangsraða fjármunum í tímasett verkefni, meðal annars út frá öryggi og samfélagslegum hagsmunum. Fjöldi banaslysa á fyrstu vikum ársins vekur með okkur vilja til að gera betur. Við sáum ógn og bregðumst blessunarlega við, bæði með umræðu og aðgerðum. Það er ekki til of mikils ætlast að einn alvarlegasti heilbrigðisvandi þjóðarinnar fái sömu athygli hjá ráðamönnum. Við verðum að viðurkenna í verki að sorg og áfall fjölskyldu sem missir átján ára dreng úr banvænum sjúkdómi, er sorgin okkar allra. Það er tilviljun að á sama degi og fjölmiðlar greina frá andláti unga mannsins mun ég mæla fyrir þingmáli þar sem stjórnvöldum er falið það hlutverk að móta stefnu í áfengis og vímuvarnarmálum til framtíðar. Að stjórnvöld viðurkenni í verki að við þurfum plan og áætlun til að lágmarka skaðann af sjúkdómi sem fellir um 100 einstaklinga og varpar þjáningu, sorg og myrkri yfir þúsundir annara á hverju einasta ári. Slík stefna hefur ekki verið í gildi á Íslandi síðan 2020. Þetta leysir auðvitað ekki allan vandann. En verður kannski til þess að sorgin og þjáningin finni sér farveg í raunverulegum aðgerðum. Vöknum! Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun
Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun
Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson Skoðun